Búnaðarrit - 01.01.1980, Blaðsíða 388
374
BÚNAÐARRIT
á haus og fótum, jafnvaxin. Afkvæmin eru öll hvít, fremur
smávaxin, en þétt. Veturgömlu hrútarnir eru góðar II. verðl.
kindur, og hafa góð lærahold. Krubba hefur fætt 14 Iömb á 7
árum og hefur einkunnina 7,0.
Krubba 72-635 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
J. Gloðra 69-218 Karls Bjarnasonar, Smyrlabjörgum, er
hvít, hyrnd, gul á haus og fótum, bollöng og sterk. Afkvæmin
eru hvít, nema 2 grá og 1 svart. Þau eru sérstaklega bollöng
og sívalbyggð og virðast mjög bráðþroska. Veturgamli hrút-
urinn er væn kind og ærnar flestar bollangar og rýmismiklar.
Annar lambhrúturinn hefur ágæt lærahold og er hrútsefni.
Gloðra hefur átt 21 lamb og fær afurðaeinkunnina 8,9.
Gloðra 69-218 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Mýrahreppur
Þar voru sýndir 6 afkvæmahópar, 2 með hrútum og 4 með
ám, sjá töflu 15 og 16.
Tafla 15. Afkvæmi hrúta í Mýrahreppi
/ 2 3 4
A. Faðir: Sproti 75-305 108,0 110,0 27,0 121
Synir: 2 hrútar, 2v., I.v 106,5 108,5 26,5 129
Pyttur, lv., I.v 82,0 102,0 24,0 125
3 lambhr., 2 tvíl 46,3 85,3 19,7 113
Dætur: 8 ær, 2 og 3v., 1 einl., 1 þríl., 6 tvíl. 65,3 96,6 21,0 125
7 gimbrarl., allar tvíl 40,9 82,1 19,6 111
B. Faðir: Lopi 72-264 114,0 118,0 27,0 131
Synir: 2 hrútar, 2 og 3 v, I.v 109,0 113,5 26,5 125
Selur, lv., I.v 84,0 104,0 25,0 132
2 lambhr., tvíl 47,0 84,0 20,5 112
Dætur: 10 gimbrarl., 8 tvíl., 1 þrll., 1 einl. 42,1 84,3 18,7 114
A. Sproti 75-305 Hauks Bjarnasonar, Holtaseli, er frá
Holtahólum í sömu sveit, f. Lagður 72-263, ff. Hlutur 69-