Búnaðarrit - 01.01.1980, Síða 391
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
377
C. Urð 69-143 Bergs Bjarnasonar, Viðborðsseli, f. Víðir
143, m. Náma 254. Urð er grá, hyrnd, jafnvaxin og heldur
sér einstaklega vel. Afkvæmin eru öll hvít, nema Hella, sem
er svört, hyrnd. Þau eru jafnvaxin og fríð, hafa breiða og
framstæða bringu og ágæt bak-, mala- og lærahold. Viður,
3v., er frábær einstaklingur, sem stóð efstur á héraðssýningu
í A-Skaft. 1977. Bæði lambhrúturinn og gimbrin eru ágæt
ásetningslömb. Urð hefur alltaf verið tvílembd nema einu
sinni, og hefur einkunnina 8,4. Afkvæmin eru öll fönguleg
og samstæð.
Urð 69-143 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
D. Ditnma 70-117 Gunnars Helgasonar, Stóra-Bóli, er
heimaalin,f. Hásteinn 158, m. Hekla. Dimmaer hrafnsvört,
hyrnd, jafnvaxin og heldur sér mjög vel. Afkvæmin eru hvít
eða svartbotnótt, þau eru öll jafnvaxin. Fullorðni sonurinn,
Loddi, er jafnvaxinn, og hefur frábær lærahold. Ærnar, dæt-
ur Dimmu, eru jafnvaxnar, laglegar ær. Afkvæmin eru öll
kattlágfætt. Dimma hefur verið sjö sinnum tvílembd og einu
sinni einlembd og hefur afurðaeinkunn 7,0.
Dimma 70-117 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Nesjahreppur
Þar var sýndur 1 afkvæmahópur með á, sjá töflu 17.
Tafla 17. Afkvæmi Bauju í Bjarnancsi
12 3 4
Móðir: Bauja, 9v., tvíl..................... 52,0 100,0 20,0 128
Synir: Kollur, 5v„ I.v...................... 96,0 104,0 24,0 132
1 lambhr., tvíl./einl.............. 41,0 89,0 17,0 120
Dætur: 4 ær, 2 — 7v„ 3 tvíl„ 1 tvíl./einl. . 61,2 101,7 19,7 129
Bauja Þorsteins Sigjónssonar, Bjarnanesi, er heimaalin, f.
Hákon, m. Kringla. Bauja er hvít, hyrnd. Afkvæmin eru hvít,