Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 392
378
BÚNAÐARRIT
hyrnd, nema fullorðni hrúturinn, sem er kollóttur. Þau eru
flest gul á haus og fótum, útlögumikil, sterkbyggð og hafa
sum góð lærahold. Fullorðni hrúturinn er góð I. verðlauna
kind. Lambhrúturinn er tæpast hrútsefni. Bauja var geld
veturgömul, tvíl. tvævetlan, lét 3 lömbum þrevetla og hefur
síðan verið þrisvar þríl., tvisvar tvíl. og einu sinni einl.
Bauja hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
Bœjarhreppur
Þar var sýndur 1 afkvæmahópur með á, sjá töflu 18.
Tafla 18. Afkvæmi Pyngju á Reyðará
1 2 3 4
Móðir: Pyngja 80, 5v 70,0 104,0 21,0 125
Synir: Forni, 3v., I.v 102,0 114,0 26,0 128
Óðinn, lv., I.v 85,0 104,0 24,0 126
Dætur: 2 ær, 2 v 64,5 98,0 21,0 123
2 gimbrarlömb, tvíl 46,0 90,0 19,0 116
Pyngja 74-080 Þorsteins Geirssonar, Reyðará, er heimaalin,
f. Hrói, m. Þykk 21. Pyngja er hvít, hyrnd, sterkbyggð og
jafnvaxin og hefur ágæt bak- og lærahold. Fullorðni hrútur-
inn, Forni,og veturgamli hrúturinn, Óðinn, eru góðar I.
verðlauna kindur. Dæturnar eru allar samanreknar og jafn-
vaxnar holdakindur. Pyngja hefur alltaf verið tvílembd
nema einu sinni og hafa tvílembingarnir reynzt 45—48 kg á
fæti.
Pyngja 74-080 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.