Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 395
SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN
381
Samtals 1774 ær farast frá haustnóttum til sauðburðar-
byrjunar. Þetta svarar til um 1,2% ánna, og má ætla, að þessi
vanhöld komi orðið að fullu fram í niðurstöðum skýrslu-
haldsins. Þessar ær eru ekki teknar með við neina útreikn-
inga á afurðum eftir einstakar ær.
II. Pungi ánna er skráður bæði að hausti og vori fyrir 52.184
ær. Meðalþungi þeirra í október haustið 1978 reyndist 61,1
kg. Ær í fjárræktarfélögum hafa aldrei áður verið svo þungar
á haustdögum. Til jafnaðar þyngjast þessar ær um 7,7 kg frá
hausti til vors. Þyngstar reyndust ærnar að hausti í Sf.
Hraungerðishrepps, 70,1 kg til jafnaðar, en léttastar í Sf.
Tunguhrepps, þar sem þær vega að meðaltali 51,5 kg í
október. í 17 félögum þyngjast ærnar um 10 kg eðameirafrá
vori til hausts, mest í Sf. Vísi í Arnarneshreppi, 14,1 kg.
III. Frjósemi ánna. Vorið 1979 eru fædd lömb eftir hverjar
100 ær í fjárræktarfélögum 168, en til nytja koma 153 lömb
eftir hverjar 100 skýrlslufærðar ær. Frjósemin er nú hærri en
nokkru sinni áður og fædd lömb tveimur fleiri en undanfarin
ár. Þetta er í ágætu samræmi við mikinn vænleika ánna
haustið 1978. Hið erfiða vor 1979 varð þess aftur á móti
valdandi, að vanhöld urðu meiri en nokkru sinni, og fékkst
þannig lambi færra til nytja eftir hverjar 100 skýrslufærðar
ær haustið 1979 en haustið 1978. Vanhöldin frá fæðingu til
hausts eru 15 lömb eftir hverjar 100 ær eða um 9% af
fæddum lömbum. Eins og áður hefur verið bent á, eru
nokkrar ástæður til að vanhöld lamba í skýrsluhaldinu eru
ofmetin. í fyrsta lagi eru ær, sem láta, reiknaðar með þegar
talinn er fjöldi fæddra lamba, í öðru lagi er fjöldi að hausti
talinn sá fjöldi lamba, sem upplýsingar eru um þunga á fæti
eða fallþunga. Vanti þungaupplýsingarnar reiknast lambið
því sem vanhaldalamb. Sú aukning, sem verður í vanhöldum
frá árinu 1978 til 1979, er þó raunveruleg aukning í van-
höldum, því á hvorugum þættinum, sem talinn er að framan,
hafa orðið það miklar breytingar, að þær merkist í meðal-