Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 396
382
BÚNAÐARRIT
talstölum fyrir Iandiö allt. Samtals áttu 2223 ær eða 1,6%
þrjú lömb eða fleiri og 2763 eða 1,9% voru algeldar. Marg-
lembur eru fleiri en áður, en geldu ærnar líkt hlutfall og
undanfarin ár.
Frjósemin er, eins og undanfarin ár, mest í Suður-Þing-
eyjarsýslu, þar sem fædd lömb voru 181 eftir hverjar 100 ær
vorið 1979 og til nytja komu 167. í Austur-Skaftafellssýslu
eru fædd 178 lömb og 165 koma til nytja eftir hverjar 100
ær. í Rangárvallasýslu og Norður-Þingeyjarsýslu eru fædd
lömb 176 eftir 100 ær, en í Rangárvallasýslu koma til nytja
164 lömb, en í Norður-Þingeyjarsýslu 159 og koma þar fram
hin miklu lambavanhöld á Norðausturlandi vorið og sum-
arið 1979. í Mýrasýslu eru fædd lömb eftir hverjar 100 ær
aðeins 149, sem er þó fjórum lömbum fleira en vorið 1978.
í 19 félögum eru fædd 180 lömb eða fleiri eftir hverjar 100
skýrslufærðar ær. Eins og mörg undangengin ár, er frjósemi
mest í Sf. Djúpárhrepps, þar sem fædd eru 195 lömb eftir
hverjar 100 ær og fást 190 til nytja. Að vori er frjósemi
næstmest í Sf. Víkingi, Dalvík, þar sem fædd eru 191 lamb
eftir hverjar 100 ær og 172 koma til nytja. Að hausti er
frjósemi næst á eftir Sf. Djúpárhrepps í eftirtöldum félögum:
Sf. Reykdæla 177 lömb, Sf. Jökull, A.-Eyjafjallahreppi, 176
lömb, Sf. Sléttunga og Sf. Kirkjubólshrepps 172 lömb. í
fjórum félögum fást færri en 120 lömb til nytja eftir hverjar
100 ær, en þau eru Sf. Þingvallasveitar 99 lömb, Sf. Von,
Laxárdal, 106 lömb, Sf. Súgfirðinga 117 lömb og Sf.
Hraunhrepps 118 lömb.
Áreiðanlega er enginn einn þáttur, sem ræður jafn miklu
um afkomu í sauðfjárræktinni hér á Iandi milli búa og hinn
mikli munur í frjósemi, sem er til staðar.
IV. Afurðir ánna. Haustið 1979 fengust 26,5 kg af reiknuðu
dilkakjöti eftirtvílembu, 15,8 kgeftireinlembu,22,7 kgeftir
hverja á, sem skilar lambi að hausti, og 21,0 kg eftir hverja á,
sem lifandi er í byrjun sauðburðar. í samanburði við haustið