Búnaðarrit - 01.01.1980, Blaðsíða 397
SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN
383
1978 er þetta 3,4 kg minna af kjöti eftir tvílembuna og 1,6 kg
minna eftir einlembuna. Eftir hverja á fást 2,8 kg minna af
reiknuðu dilkakjöti en haustið 1978. Hið slæma árferði
vorið og sumarið 1979 leiddi til, að dilkar voru rýrari en þeir
hafa verið um árabil.
Vænst voru lömbin haustið 1979 í Norður-ísafjarðarsýslu
og Austur-Skaftafellssýslu, þar sem tvílemban skilaði til »
jafnaðar 29,2 kg af reiknuðu dilkakjöti og í Norður-ísa-
fjarðarsýslu skilar einlemban 17,2 kg, í Austur-Skaftafells-
sýslu 17,1 kg af dilkakjköti. Eftir hverja á, sem skilar lambi,
eru afurðir mestar í Austur-Skaftafellssýslu eða 25,7 kg af
dilkakjöti. Tæpast mun þurfa að leita nema rúm tuttugu ár
aftur í tímann til þess að rýrustu lömb hér á landi var að finna
í Austur-Skaftafellssýslu, en ræktunarbúskapur síðustu
áratuga þar í sýslu hefur nú skilað þeim í efstu sæti yfir
Iandið. Þegar nánar eru bornar saman afurðatölur frá árinu
1978 og 1979 kemur í ljós, að mjög er misjafnt eftir lands-
hlutum, hve afurðalækkun er mikil. Mest er þetta á Norður-
landi á svæðinu frá Strandasýslu að Norður-Eingeyjarsýslu,
þar sem afurðalækkun er yfirleitt á bilinu 3—3,5 kg af dilka-
kjöti eftir hverja á, sem skilar lambi. í Norður-Þingeyjar-
sýslu er lækkunin þó 5,2 kg eftir ána og í stærsta fjárræktar-
félagi landsins, Sf. öxfirðinga, er lækkunin 6,2 kg. I Austur-
Skaftafellssýslu er aftur á móti lækkun í afurðum milli ára
eftir hverja á, sem skilar lambi, aðeins 0,8 kg. Ljóst er, að hið
harða árferði 1979 hefur bitnað langsamlega mest á því fé,
sem beitt er á hálendisafréttir, en fé á láglendi kom mun
betur fram gengið haustið 1979. í Mýrasýslu fást minnstar
afurðir eftir hverja á, sem skilar lambi eða 20,6 kg af kjöti.
Munur á milli hæstu og lægstu sýslu er þó til muna minni en
áður, því að eins og að framan er rætt var iækkunin hvað
mest á þeim svæðum, þar sem vænleiki hefur undangengin ár
verið mestur.
í einstökum félögum fást mestar afurðir eftir hverja