Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 442
428
BÚNAÐARRIT
verðlaun af 1. gráðu, þar af tvær frá Stóru-Hildisey I. Meðal
þeirra var Hryggja 74, dóttir Kolskjaldar 61002. Hún er
með frábæra júgur- og spenabyggingu. Undan henni er
Sandur 77014. Flestar I. verðlauna kýrnar voru á Voðmúla-
stöðum eða 6 og 5 voru í Stóru-Hildisey 1.
Nf. V.-Landeyjahrepps. í félaginu voru skoðaðar 35 kýr
hjá 8 eigendum oghlutu 141. verðlaun, ogeru það mun fleiri
en á næstu sýningu áður. Flestar I. verðlauna kýrnar voru á
Þúfu eða 6.
Nf. Fljótshlíðarhrepps. Þrír eigendur sýndu 13 kýr og
hlutu 5 þeirra I. verðlaun. Flestar þeirra voru frá Kirkjulæk
II eða þrjár og þar á meðal var Malagjörð 49, sem var efst af
I. verðlauna kúnum.
Nf. Hvolhrepps. Þar voru skoðaðar 11 kýr hjá 3 eigendum
og hlutu 7 I. verðlaun. Af þeim voru 3 undan Húf 62009 og
ein undan syni hans Blika 69001, Reyður 36, Móeiðarhvoli,
sem var efst af I. verðlauna kúnum. Af I. verðlauna kúnum
voru 3 frá hvorum bæjanna Móeiðarhvoli og Kotvelli.
Nf. Rangárvallahrepps. Sýndar voru 26 kýr hjá 6 eigend-
um og hlutu 10 þeirra I. verðlaun, sem er nokkuð færra en á
næstu sýningu áður. Tvær kýr hlutu yfir 90 stig í dómseink-
unn. Það voru Rjúpa 49, Lambhaga, sem hlaut 92.0 stig og
Fífa 107, Helluvaði, sem hlaut 90.5 stig.
Nf. Landmannahrepps. Skoðaðar voru 15 kýr á 4 búum og
hlutu 6 þeirra I. verðlaun. Mikill samdráttur er í skýrslu-
haldinu, en árið 1975, þegar sýning var hér síðast, voru
skoðaðar kýr hjá 10 eigendum. Þær kýr, sem skoðaðar voru,
var mjög álitlegur hópur, enda var meðaldómseinkunn
þeirra sú hæsta á sambandssvæðinu. Meðal kúnna var sú kýr,
sem hlaut hæstu einkunn ásýningunum nú, 93.0 stig. Það var
Svört 8, Galtalæk, og var hún efst af I. verðlauna kúnum.
Óvíst er um ætterni hennar. Búbót 55, Hrólfsstaðahelli,
dóttir Blika 69001, var einnig mjög stigahá. Hún hlaut 90.0
stig í dómseinkunn.