Búnaðarrit - 01.01.1980, Page 456
442
BÚNAÐARRIT
Jarðræktarlögin höfðu verið í endurskoðun og breyting-
artillögur samþykktar á Alþingi, sem Búnaðarfélag íslands
gat ekki fellt sig við. Meðal annars að landbúnaðarráðherra
gæti hafnað ráðningu búnaðarmálastjóra. Leiddi það til
þess, að aukabúnaðarþing var haldið í september 1936.
Hafði þetta þing aðeins 1 mál til meðferðar, Nýju jarðrækt-
arlögin, þar sem gert var að skilyrði, að Búnaðarfélag íslands
breytti lögum sínum í grundvallaratriðum, til þess að það
fengi að annast framkvæmd jarðræktarlaganna. Auka-
búnaðarþing kaus 5 manna nefnd í málið á þinginu.
Þeir voru: Jón Hannesson
Jakob H. Líndal
Jón Sigurðsson
Sveinn Jónsson og
Ólafur Jónsson.
Nefndin klofnaði þannig, að 4 nefndarmenn lögðust gegn
því, að Búnaðarþing beygði sig fyrir ákvörðun Alþingis um
íhlutun þess í málefni félagsins, en 1 nefndarmanna, Jón
Hannesson, skilaði séráiiti, en niðurlag þess hljóðar svo:
„Það virðist hafa verið töluverð óánægja með afgreiðslu
jarðræktarlaganna á Alþingi nú, og um einstök atriði þeirra.
Þau eru samþykkt á Alþingi, með aðstoð þess stjórn-
málaflokks, sem talið er að ekki hafi sérstaklega látið sig
varða Iandbúnaðarmál. Auk þess þykir ekki hafa verið leitað
nægjanlega álits Búnaðarfélags íslands um málið. Þessar
ástæður allar eru þannig vaxnar, að það getur ekki myndað
bætta aðstöðu til að auka áhrifavald Búnaðarfélags íslands
og búnaðarfélagsskap í landinu, að kasta lögunum frá sér,
því að það er augljóst mál, að nærtækara er fyrir Búnaðar-
félag íslands, að beita áhrifum sfnum til bóta, að hafa á hendi
framkvæmd laganna, en ef þeim væri stjórnað frá deild í
stjórnarráðinu.
Slík stjórnardeild myndi sækja í að vaxa, eins og allt
lögmál lífsins stefnir að, og seilast fljótlega eftir þeim málum,