Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 20
og eru nær eingöngu notaðar við
liðagigt.
Eyrnasuða. Eyrnasuða og minnk-
uð heyrn af völdum aspiríns eru
merki um ofskömmtun og lagast
strax og skammtar eru minnkaðir.
Þessi aukaverkun kemur helst fyrir
hjá þeim sem taka stóra skammta
langtímum saman við liðagigt.
Blæðing. Blóðflögur hafa mikla
þýðingu við að stöðva blæðingu
með því að valda æðasamdrætti og
loða hver við aðra og við skemmda
æðaveggi. Eins og áður er getið
truflar aspirín starfsemi blóðflagn-
anna og stuðlar þannig að blæð-
ingum. Þeir sem hafa aukna blæð-
ingartilhneigingu ættu ekki að taka
aspirín.
Ofnæmi. Um einn af hverjum
fimmhundruð hefur ofnæmi fyrir
aspiríni og skyldum lyfjum. Þetta
lýsir sér oftast með astmakasti.
Reyes-heilkenni (Reye's syndr-
ome). Miklar umræður hafa verið
um allan heim á undanförnum ár-
um um þessa sjaldgæfu en hættu-
legu aukaverkun. Reye er Ástralíu-
maður sem fyrstur lýsti þessu fyr-
irbæri árið 1963 og tveimur árum
síðar var stungið upp á tengslum
við notkun aspiríns. Ekki var talið
sannað fyrr en 1985 að Reyes-heil-
kehni mætti rekja til notkunar
aspiríns. Reyes-heilkenni lýsir sér
með heilabólgu, heilabjúg og lifrar-
skemmdum og þrátt fyrir bestu
hugsanlega meðferð á sjúkrahúsi
deyja um 80% sjúklinganna. Þeir
sem fá þessa aukaverkun eru eink-
um börn og unglingar sem fá aspi-
rín þegar þeir eru að jafna sig eftir
inflúensu eða hlaupabólu. í flest-
um löndum heims er nú varað við
notkun aspiríns handa börnum og
unglingum með hvers kyns hita-
sóttir og víðast hvar hefur svokall-
að barna-aspirín (barna-magnýl)
verið tekið úr umferð. Þessi auka-
verkun er mjög sjaldgæf og virðist
tíðni hennar vera mun meiri í
Ástralíu og Bandaríkjunum en í
Evrópu.
Eitrun. í stórum skömmtum
veldur aspirín hættulegum eitur-
verkunum en börn eru mun við-
kvæmari fyrir eiturverkunum lyfs-
ins en fullorðnir.
Samantekt
Það á ekki að nota aspirín til að
lækka sótthita hjá börnum og ungl-
ingum, ef nota þarf lyf í slíkum til-
vikum á frekar að nota paraceta-
mól (Panodil eða Parasetamól). Við
liðagigt hjá fullorðnum er kominn
á markað fjöldi nýrra lyfja sem
margir þola betur en aspirín og
geta verkað betur. Ekki má þó
gleyma þeirri staðreynd að aspirín
hefur verið notað í nær 90 ár við
verkjum, sótthita og bólgu, og
kostir þess og gallar eru því vel
þekktir. Að lokum má nefna rann-
sóknir á áhrifum aspiríns til að
draga úr líkum á kransæðastíflu,
en of snemmt er að mæla með
notkun lyfsins í þeim tilgangi.
Dr. Magnús Jóhannsson læknir er
sérfræðingur í lyfjafræði. Hann starfar
á Rannsóknastofu i lyfjafræði og er
yrófessor við læknadeild Háskóla ís-
lands. Hann á sæti í Lyfjanefnd.
Þekkingarþraut - spumingar
Sjá svör á bls. 24.
11. Hvaða krabbamein er algeng-
ast hjá íslenskum konum?
□ a. Brjóstakrabbamein.
□ b. Lungnakrabbamein.
□ c. Magakrabbamein.
12. Hvenær var bólusótt útrýmt í
heiminum?
□ a. Árið 1967.
□ b. Árið 1972.
□ c. Árið 1977.
13. Hvaða sjúkdómur stafar af
skorti á Bl-vítamíni?
□ a. Náttblinda.
□ b. Skyrbjúgur.
□ c. Taugakröm (beriberi).
14. Hver rekur Landakotsspít-
ala?
□ a. Ríkissjóður.
□ b. Sjálfseignarstofnun.
□ c. Sankti Jósefsreglan.
15. Tímaritið „Heilbrigðismál"
hét áður „Fréttabréf um heil-
brigðismál" og kom fyrst út í
desember 1949. Hver var fyrsti
ritstjóri þess?
□ a. Baldur Johnsen.
□ b. Bjarni Bjarnason.
□ c. Niels Dungal.
16. Hvaða merkingu hefur rauð-
ur þríhyrningur á umbúðum
lyfja?
□ a. Áhrif á aksturshæfni.
□ b. Beiskt bragð.
□ c. Takmarkað geymsluþol.
17. Hvaða undirskrift er á við-
vörunarmerkingum á tóbaki?
□ a. Heilbrigðisráðuneytið.
□ b. Landlæknir.
□ c. Tóbaksvarnanefnd.
18. Hve mörg börn fæðast hér á
landi að meðaltali á dag?
□ a. 6-7 börn.
□ b. 11-12 börn.
□ c. 16-17 börn.
19. Hvað þýðir skammstöfunin
SIDA?
□ a. Eyðni (á frönsku).
□ b. Síðasti söludagur.
□ c. Vöggudauði.
20. Þreyta, brjóstsviði, hægða-
truflun, hjartsláttarónot, spennu-
höfuðverkur og vöðvabólga.
Hvaða ástandi er þannig lýst?
□ a. Elli.
□ b. Járnskorti.
□ c. Streitu.
20 HEILBRIGÐISMAL 2/1988