Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 26

Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 26
Kolsýringseitrun Afleiðing ófullkomins bruna við lélega loftræstingu Grein eftir Helga Guðbergsson Kolsýringur (kolsýrlingur, kol- oxíð eða kolmónoxíð) er lúmsk lofttegund sem getur valdið lífs- hættulegri eitrun, þó þéttni þess í andrúmslofti sé ekki mikil. Kolsýr- ingur er litlaus, lyktarlaus loftteg- und sem myndast við bruna efna sem kolefni er í. Þar getur verið um að ræða kol, olíu, timbur eða önnur efni af lífrænum uppruna. Fullkominn bruni leiðir til myndunar koltvísýrings (CO,, koltvíoxíð, koldíoxíð), sem ekki er eitruð lofttegund. En ævinlega verður svokallaður ófullkominn bruni á hluta efnisins, einkum ef ekki er nóg af súrefni, og leiðir það til myndunar kolsýrings (CO) sem er mjög hættulegur. Hann binst 200 til 300 sinnum auðveldar við blóðrauða en súrefni og ryður þannig fljótt súrefni frá blóðrauð- anum. Þótt nóg súrefni sé í and- rúmsloftinu og lungunum líða vef- ir líkamans súrefnisskort vegna þess að blóðrauði blóðkornanna er að hluta mettaður kolsýringi og blóðkornin flytja ekki nóg súrefni út um líkamann við þessar aðstæð- ur. Þar sem kolsýringur er ósýni- legur og engin lykt finnst af hon- um er hann enn hættulegri en ann- ars væri. Þeim mun stærri hluti blóðrauðans sem bundist hefur kolsýringi þeim mun meiri hætta er á ferðum. Kolsýringsblóðrauða er hægt að mæla og einnig kolsýr- ing í útöndunarlofti manna. Þéttni kolsýrings í andrúmslofti þarf ekki að vera mikil til að hún valdi tjóni. Þannig getur 0,05% af kolsýringi í andrúmslofti leitt til þess að nær helmingur blóðrauðans mettist. Þá er ástandið orðið lífshættulegt. Sé þéttni kolsýrings í andrúmslofti hærri getur það leitt til dauða á stuttum tíma, jafnvel svo snöggt að undanfarandi einkenni um eitr- un nái ekki að koma fram. Kolsýringur kemur víða fyrir og veldur sennilega miklu oftar væg- um eitrunareinkennum hjá fólki en það gerir sér grein fyrir. Fyrst er að telja sígarettu- og vindlareyk. Við Einkenni kolsýringseitrunar Flestir eru einkennalausir við kolsýringsmettun blóðrauða undir 10% þótt sumir geti fengið einkenni, einkum þeir sem eru blóðlausir fyrir. Við 5% mettun blóðrauða kemur fram náttblinda eða minnkuð sjónskerpa í rökkri. Við 6-10% mettun verða menn mæðnari en venjulega við snarpa áreynslu og eftir því sem mettunin eykst verða menn mæðnir við minni áreynslu. Þegar þéttni kolsýrings í and- rúmslofti er 100 ppm (milljón- ustuhlutar) leiðir það til tæplega 15% mettunar blóðrauða og þá eru margir farnir að fá höfuð- verk, einkum við áreynslu. Áreynsla leiðir til aukinnar blóð- rennslis- og súrefnisþarfar, en við þessar aðstæður leiðir aukin hringrás blóðsins til aukinnar kolsýringsmettunar blóðrauð- ans. Margir eru komnir með höf- uðverk þegar þéttnin í andrúms- loftinu er orðin 250 ppm og um 25% af blóðrauðanum er mettað kolsýringi. Aukist þéttnin enn meir kemur þreyta, vanlíðan, svimi, ógleði og uppköst, hjart- sláttur og mæði í hvíld. Meðvit- und sljóvgast hratt með enn aukinni kolsýringsþéttni í blóð- inu og þá áttar fólk sig ekki lengur á að hætta sé yfirvofandi. Menn verða svo sljóir að þeir hafa jafnvel ekki rænu á að bjarga sér. Ofskynjanir geta komið fyrir. Þegar þéttni í andrúmslofti er milli 500 og 1000 ppm er þéttni kolsýringsmettaðs blóðrauða 50-60%. Þá byrjar fólk að missa meðvitund og dauðinn er á næsta leiti. Þetta getur gerst við lægri þéttni í andrúmslofti sam- fara líkamlegri áreynslu. Vegna þess að kolsýringur verkar þannig á æðar út um lík- amann að þær slakna og taka við miklu blóði getur blóðþrýst- ingurinn fallið og því fylgt yfir- lið. Þetta getur gerst áður en önnur eituráhrif koma fram. Ef tekið er hjartalínurit af fólki með kolsýringseitrun geta sést breyt- ingar eins og við kransæða- þrengsli við 30% mettun blóð- rauðans (súrefnisskortur í hjartavöðva). Kolsýringur er hættulegri fólki með kransæða- sjúkdóm en hraustu fólki. Þegar og ef fólk kemst í hreint loft losnar kolsýringurinn úr blóðinu. Það getur þó tekið nokkra klukkutíma. Hægt er að flýta fyrir bata með því að anda að sér hreinu súrefni. Einnig er hægt að flýta fyrir bata og draga úr hættulegum aukaverkunum með því að láta sjúklinga dvelja í sérstökum klefa með yfirþrýst- ingi súrefnis. H.G. 26 heilbrigðismal 2/1988

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.