Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 5
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarii Annar hver fullorðinn íslendingur gengur reglulega sér til heilsubótar - samkvæmt könnun Hagvangs Á síðustu árum hafa gönguferðir átt auknum vinsældum að fagna víða erlendis sem einföld leið til hollrar hreyfingar. Tímaritið Heil- brigðismál fékk Hagvang hf. til að kanna ástandið hér á landi með því að leggja spurningu fyrir þátttak- endur í svonefndum spurninga- vagni í maí 1991. Spurt var: Gengur þú reghdega þér til heilsubótar? Ekki var skilgreint hvað átt væri við með heilsubótargöngu heldur var það eingöngu látið ráðast af eig- in mati þeirra sem svöruðu. Svör fengust frá 1067 körlum og kon- Aldrað fólk gefur yngra fólki lítið eftir í gönguferðum, samkvæmt könnun Hagvangs fyrir Heilbrigð- ismál. } um á aldrinum frá 15 ára til 89 ára. í heild sögðust 25% ganga dag- lega sér til heilsubótar, 21% nokkr- um sinnum í viku og 7% vikulega. Þannig sögðust 53% ganga sér til heilsubótar vikulega eða oftar. Hlutfallslega fleiri konur en karlar fara í heilsubótargöngu. Hins veg- ar er ótrúlega lítill munur eftir aldri. Jafnvel þeir sem eru á átt- ræðis- og níræðisaldri gefa yngra fólki lítið eftir. Könnunin sýnir að daglegar gönguferðir eru algengari meðal íbúa í dreifbýli en þéttbýli en dreifbýlisbúar gera minna af því að ganga nokkrum sinnum í viku og vikulega. Enginn munur er á daglegum gönguferðum eftir menntun en þeir sem hafa langa skólagöngu að baki ganga oftar en aðrir þegar litið er á göngu nokkr- um sinnum í viku og vikulega. Þetta er í fyrsta sinn sem könn- un er gerð á heilsubótargöngu hér á landi en fróðlegt verður að end- urtaka hana að nokkrum árum liðnum og athuga hvort íslending- ar tileinka sér betur þessa einföldu og auðveldu leið til heilsubótar. Við gætum tekið okkur á í saman- burði við Bandaríkjamenn en þrír af hverjum fjórum þar í landi ganga sér til heilsubótar vikulega eða oftar (Heilbrigðismál 1/1991), samanborið við annan hvern ís- lending eins og áður segir. Þess ber þó að geta að leitun er á meira sundfólki en okkur því að þriðji hver fer í sund vikulega eða oftar (Heilbrigðismál 4/1988). Heilsubótarganga Könnun Hagvangs fyrir Heilbrigðismál í maí 1991. Spurt var: Gengur þú reglulega þér til heilsubótar? Svör fengust frá 1067 körlurn og konum, 15-89 ára. Daglega Alls....................... 25% Karlar..................... 22% Konur...................... 28% Aldur: 15-29 ára.................. 28% 30-44 ára ................. 23% 45-59 ára.................. 22% 60-74 ára ................. 28% 75-89 ára.................. 24% Búseta: Höfuðborgarsvæði .. 22% Þéttbýli úti á landi . . 27% Dreifbýli ................. 34% Menntun: Stutt skólaganga .... 25% Löng skólaganga .... 25% Nokkrum sinnum í viku Vikulega Alls 21% 7% 53% 20% 6% 48% 22% 7% 57% 19% 5% 52% 22% 8% 53% 22% 10% 54% 23% 6% 57% 14% 5% 43% 23% 8% 53% 21% 6% 54% 11% 4% 49% 19% 6% 50% 26% 8% 59% HEILBRIGÐISMÁL 2/1991 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.