Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 2
2 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Súr Hvalur Hákarlinn er kominn Laxafl ök Beinlaus og Flott Humar Skelfl ettur NEYTENDAMÁL Tryggingafélög vilja í auknum mæli nýta notaða vara- hluti í stað nýrra þegar kemur að lagfæringum tjónabíla. Vegna falls krónunnar hefur verð á nýjum varahlutum tvöfaldast til þrefaldast. Rót er á markaði með notaða varahluti vegna þessa. Þannig hafa sumir smærri partasal- ar sem rætt hefur verið við ótt- ast fákeppni vegna breytinga á vinnulagi hjá Sjóvá. Þá hafi áhrif að VÍS safni varahlutum á eigin verkstæði með því að rífa þar tjónabíla. Guðmundur Ingi Þorsteinsson, forstöðumaður tjónasviðs Sjó- vár, telur fjarri að félagið stuðli að fákeppni. Önnur tryggingafé- lög hagi málum með öðrum hætti og öflugur markaður sé með vara- hluti vegna einkabíla. „Þessi geiri hefur hins vegar verið eins í um 20 ár og enginn sýnt viðleitni til að gera betur,“ segir hann. Marg- háttaður ávinningur fylgi bættri nýtingu varahluta, að ekki sé talað um sparnað á gjaldeyri sem annars færi í að kaupa nýja vara- hluti. „Síðastliðin ár hafa gríðarleg verðmæti farið í súginn,“ segir hann og kveður félagið hafa litið til Norðurlandanna í leit að for- dæmum um öfluga verslun með notaða varahluti. Því hafi verið auglýst eftir samstarfi við fyrir- tæki sem vildu kaupa tjónabíla af félaginu til niðurrifs. „Við feng- um um 20 umsóknir og völdum þá tvo sem voru með besta heild- arpakkann,“ segir hann. Í öðru tilvikinu er um að ræða partasölu sem nýtekin er til starfa fyrir austan fjall. Í hinu er um að ræða hóp fjárfesta sem vinna að því að koma á legg partasölu á varnar- liðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur segir vonir standa til að varahlutasala hefjist þar undir lok mánaðarins. Fulltrúar allra tryggingafélaga sem rætt var við leggja áherslu á að þótt nýta eigi notaða varahluti betur, þá séu öryggissjónarmið höfð í hávegum. Hækkandi verð á notuðum vara- hlutum virðist hins vegar skrifast á þumalputtareglu í þá veru að notaðir varahlutir kosti um helm- ingi minna en nýr hlutur. Elías Pétursson hjá Aðalparta- sölunni í Hafnarfirði kannast við að verð varahluta hafi hækkað, en það sé þó misjafnt eftir aldri bíl- anna sem um ræðir. Þannig gildi hálfvirðisreglan ekki alltaf. Stein- ar Gunnsteinsson, verkstjóri hjá Vöku, kveðst ekki hafa orðið var við hækkun þar, en það kunni að skýrast af því að bílar sem Vaka tekur í niðurrif séu alla jafna komnir til ára sinna. olikr@frettabladid.is NOTAÐIR VARAHLUTIR Svona er umhorfs í hluta partageymslu Aðalpartasölunnar í Hafnarfirði. Hingað til hafa smærri partasalar verið ráðandi á markaði með notaða varahluti hér á landi, en þar kann nú að verða breyting á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stóraukin ásókn er í notaða varahluti Verð á varahlutum hefur hækkað mikið eftir fall krónunnar. Tryggingafélög leita leiða til að nýta notaða varahluti. Sjóvá selur nú tjónabíla til tveggja parta- sala sem ætla að vera stórtækir. Smærri partasalar óttast fákeppni. Þessi geiri hefur hins vegar verið eins í um 20 ár og enginn sýnt viðleitni til að gera betur. GUÐMUNDUR INGI ÞORSTEINSSON FORSTÖÐUMAÐUR TJÓNASVIÐS SJÓVÁR EFNAHAGSMÁL Álag á skuldatrygg- ingar ríkissjóðs hefur hækkað viðstöðulaust síðan á þriðjudag eftir að Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, ákvað að setja Icesave-lögin í hendur þjóðar- innar en við það færði matsfyrir- tækið Fitch lánshæfi ríkissjóðs í ruslflokk. Álagið rauf 500 punkta múrinn fyrir hádegi í gær sam- kvæmt upplýsingum Credit Mark- et Analysis og hefur það ekki verið hærra frá í fyrrasumar. Til samanburðar stóð álagið í um 380 punktum í kringum síð- ustu áramót. Miðað við þetta eru líkurnar á þjóðargjaldþroti nú rúmlega 29 prósent. Líkurnar á þroti Venes- úela, sem trónir á toppnum með 945 punkta, eru 48,5 prósent. - jab Auknar líkur á þroti ríkisins: 500 punkta múrinn rofinn STJÓRNARRÁÐIÐ Ísland er í sjöunda sæti yfir þau lönd sem mestar líkur eru á að geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRUNI Líklegt er talið að rekja megi eldinn sem upp kom á Hverfisgötu 28 í fyrrinótt til rafmagnsbilunar. Einn maður á þrítugsaldri lést í brunanum en fimm björguðust. Ekki er ljóst út frá hverju eldurinn kviknaði en talið að orsökin sé rafmagnsbilun. Jafnvel er hugs- anlegt að hann hafi kviknað á neðstu hæð hússins og borist upp í risið þar sem hann blossaði síðan upp. Einn þeirra sem bjargaðist úr húsinu er Birkir Grétar Halldórsson. Hann fékk að fara inn í húsið í gær og huga að eigum sínum. Í ljós kom að hvorki eldur né reykur höfðu unnið teljanlegt tjón í hans íbúð, en vatnsskemmdir voru hins vegar gríðarlegar, það sama má segja um allt húsið. Flestar eigur hans eru ónýtar. „Það var allt gegnsósa,“ segir Birkir, sem þó ætlar að reyna að þurrka einhverjar eigur og sjá hvort þeim verði bjargað þannig. Fulltrúi frá tryggingarfélagi ætlar að kanna aðstæður í dag og mun þá koma í ljós hvort unnt er að gera við húsið eða hvort þarf að rífa það. Jafnvel er talið að vatnið hafi farið svo illa með þetta gamla timburhús að því verði ekki bjargað. - sh Talið er að kviknað hafi í húsi við Hverfisgötu 28 út frá rafmagni: Afar fátt heillegt eftir í húsinu HVERFISGATA 28 Húsið er mjög laskað. Risið er nánast brunnið af og afgangur hússins gegnsósa af vatni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rúnar, þurftuð þið að hanna þetta allt á einu bretti? „Já, við brettum upp ermar og erum búin að þessu.“ Tískufyrirtækið Nikita hefur hannað snjó- bretti og bindingar fyrir K2, einn stærsta snjóbrettaframleiðanda heims. Rúnar Ómarsson er einn stofnenda Nikita. ALÞINGI Stjórnarfrumvarp um þjóð- ar atkvæðagreiðslu vegna Icesave- laganna varð að lögum á Alþingi í gærkvöldi. Frumvarpið var sam- þykkt samhljóða með 49 atkvæð- um. Ekki liggur fyrir hvenær þjóð- aratkvæðagreiðslan fer fram en þrjár dagsetningar koma til greina: 20. eða 27. febrúar og 6. mars. Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra tekur ákvörðun um dagsetn- ingu atkvæðagreiðslunnar að höfðu samráði við landskjörstjórn. Ragna mælti fyrir frumvarp- inu. Kom fram í máli ráðherra að um tíu þúsund kosningabærir Íslendingar eru búsettir erlendis sem þarf að gefa kost á að kjósa utan kjörfundar. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla hefst eftir 25. jan- úar og verður sami háttur hafður á og við alþingis- og sveitarstjórn- arkosningar. Kostnaður af þjóðaratkvæða- greiðslunni er áætlaður um 200 milljónir króna og greiðist úr rík- issjóði. Fundum Alþingis hefur verið frestað til föstudagsins 29. janúar. - shá Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin fer fram eigi síðar en 6. mars: Frumvarpið orðið að lögum Spurningin sem borin verður undir kjósendur, en hún breyttist í meðför- um þingsins í gær, hljóðar svo: Lög nr. 1/2010 kveða á um breyt- ingu á lögum nr. 96/2009, um heim- ild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska rík- inu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi? Á kjörseðli verða gefnir tveir mögu- leikar á svari: Já, þau eiga að halda gildi og Nei, þau eiga að falla úr gildi. SPURNING Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU Ýsa hækkar um 5 prósent Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um fimm prósent. Verð á þorski og karfa er óbreytt frá síðustu ákvörðun. Verð þetta gildir frá og með 7. janúar 2010. SJÁVARÚTVEGUR LÖGREGLUMÁL Tveir hælisleitend- ur, annar frá Albaníu og hinn frá Líbýu, voru gripnir í fyrrinótt þar sem þeir sigldu að skipinu Reykjafossi á litlum heimatilbún- um fleka og reyndu að laumast um borð. RÚV sagði frá þessu Flekinn er úr timbri sem tjóð- rað er saman úr rafmagnsvír og stroffum. Bættar gúmmíslöngur héldu honum á floti. Annar mannanna kastaði spokka með krókum upp í skipið og hífði sig upp. Þar beið lögregla hans. Hinn reyndi að flýja en var eltur uppi á hafnsögubát. Hugs- anlegt er að krafist verði gæslu- varðhalds yfir mönnunum. - sh Laumufarþegar handteknir: Hælisleitendur gripnir á fleka UMHVERFISMÁL Prentsmiðjan Oddi hefur fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Það tryggir að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lág- mörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Mikill áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja fyrir Svansvottun. Íslensk Svansleyfi eru nú fimm talsins auk þess sem fjórtán umsóknir eru í vinnslu frá fyrir- tækjum á ýmsum sviðum fram- leiðslu og þjónustu. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Alls er hægt að votta 66 mismunandi vöru- og þjónustuflokka. - shá Fyrirtæki í fremstu röð: Oddi tryggir sér Svansvottun PRENTSMIÐJAN ODDI Svansvottun er mikill gæðastimpill. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Velja Strandamann ársins Vefurinn strandir.is stendur nú fyrir kosningu á Strandamanni í sjötta sinn. Óskað er eftir tilnefningum frá almenningi til 15. janúar. „Tilgang- urinn með því er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu,“ segir á strandir. is. Strandamaður ársins 2008 var Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Svanshóli í Bjarnarfirði. STRANDASÝSLA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.