Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 76
44 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Þá er komið að því: fyrsta Eurovision-undankeppnin er í kvöld. Eftir frækilegan árangur Jóhönnu Guðrúnar virðast fleiri vilja reyna fyrir sér með dramatíska ballöðu, að minnsta kosti eru þrjú af lögum kvöldsins skyld „Is it true“. Öll lögin í kvöld eru á ensku. Fyrst kemur „You Are The One“, strengja- og píanóknúin ballaða með miklu risi sem endar í flug- eldasýningu. Lagið gerði Haraldur G. Ásmundsson og er þetta fyrsta lagið sem hann sendir í keppnina. Textann samdi Kolbrún Eva Vikt- orsdóttir, sem syngur lagið. Þau eru hjón og saman í hljómsveitinni Myst, sem gerði plötu árið 2006. Næst er hreinræktuð Eurovision- ballaða, „The One“. Lagið er eftir Birgi Jóhann Birgisson. Hann var í hljómsveitunum Upplyftingu, Þús- und andlitum og Sálinni hans Jóns míns á frumskeiði hennar. Textann gerði Ingvi Þór Kormáksson en Íris Hólm úr hljómsveitinni Bermuda syngur lagið af öryggi. Matti Papi er ekki í neinu ballöð- ustandi heldur syngur kántrírokkl- agið „Out of Sight“ með trukki. Hann samdi sjálfur textann. Lagið er eftir annan Matthías, Matthí- as Stefánsson, sem leikur með Pöpum og South River Band. Líf- legur fiðluleikur er áberandi í lag- inu enda höfundurinn fiðluleikari og kennir á fiðlu. Jóhannes Kári Kristinsson mætir galvaskur með tvö lög í keppnina í ár – bæði ástarljóð til konunnar í lífi mínu, segir hann. Það fyrra er í kvöld og heitir „You Knocked Upon My Door“ – mikil dramaball- aða sem Sjonni Brink syngur. Hitt lag Jóhannesar verður í þriðja og síðasta undankvöldinu og er sungið af Arnari Jónssyni. Fimmta og síðasta lag kvöldsins heitir „In the Future“ og er sung- ið af hinni bráðungu Karen Páls- dóttir. Það er „nútímalegasta“ lag kvöldsins og liggur einhvers staðar á milli Ruslönu og Britney Spears. Höfundar lagsins eru hjónin Brynd- ís Sunna Valdimarsdóttir og Daði Georgsson, sem bæði hafa fengist lengi við tónlist, voru til að mynda saman í hljómsveitinni 8-villt. Tvö lög fara áfram eftir síma- kosningu og verða meðal þeirra sex laga sem berjast í lokakeppninni 6. febrúar. drgunni@frettabladid.is Leikkonan Sharon Stone ræddi meðal annars um Meryl Streep í nýlegu viðtali við breska tímaritið Tatl- er. Þar sagði Stone að Streep höfð- aði til kvenna vegna þess að hún líti út eins og húsmóðir. „Ég held að Meryl Streep fái þessi hlutverk vegna þess að hún lítur út eins og kona sem við samsvörum okkur við. Ég horfi á hana og hugsa: Ég elti börnin um húsið, ég sé um aldraða for- eldra mína, ég þurrka upp matarslettur – svona lítur raunveruleg kona út. Meryl er eins og óumbúið rúm, og þannig lít ég út. Fyrir mér er það raunverulegt,“ sagði Stone sem þvertekur fyrir að hafa nýtt sér lýtalækn- ingar til að halda unglegu útliti heldur borði hollt og hreyfi sig reglulega. Stone líkir Streep við óumbúið rúm Dramatískar ballöður í kvöld Sjónvarpsstöðin NBC hefur lofað spjallþáttastjórnandanum Jay Leno að hann fá aftur gamla tím- ann sinn hjá stöðinni strax að loknum Vetrarólympíuleikunum. The Tonight Show with Jay Leno var sýndur klukkan 23.30 þar til hann var færður fram til klukkan 22.00 og tók þá Conan O‘Brian við gamla tíma Leno. Nú vilja NBC- menn aftur á móti að Leno fái aftur gamla tímann sinn og hafa sett O‘Brian úrslitakosti, annað- hvort fer spjallþáttur hans í loft- ið á miðnætti eða hann hættir hjá sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt heimildarmönnum hefur O‘Brian ekki tekið ákvörð- un um hvað hann vill gera að svo stöddu. Úrslitakostur Conans FLYTJENDUR KVÖLDSINS Þau Íris Hólm, Karen, Matti, Kolbrún Eva og Sjonni Brink syngja í fyrstu undankeppni Eurovision-keppninnar. Boðið verð- ur upp á þrjár ballöður, einn kántrírokkara og eitt nútímapopp. Veggir með eyru, nýtt leikrit eftir Þorstein Guðmundsson, verður flutt í Útvarpsleikhús- inu á Rás 1 á sunnudaginn kl. 14. „Þetta er rólyndisleg kóm- edía sem fjallar um kerlingu sem hefur það að starfa allan daginn að liggja á gólfinu og hlera parið á neðri hæðinni. Til henn- ar fer atvinnulaus strák- ur sem vill verða útvarps- maður og tekur eins konar viðtal við hana. Hann fær að liggja með henni á gólfinu og hlusta.“ Þetta er fimmta verk- ið sem Útvarpsleikhúsið flytur eftir Þorstein, fyrir eru meðal annars Hugleiðing- ar dauðvona offitusjúklings og Fyndnasti maður Kópavogs. „Ég set mig ekki í neinar stell- ingar og þetta hafa allt verið gamanleikrit,“ segir hann. Þorsteinn hefur verið að troða upp með Helga Svavari trommara. „Við höfum ekki ákveðið nafn á sveitina enn þá. Það gekk ekkert að aug- lýsa eftir nafni á Facebook. Það komu bara særandi nöfn eins og Stóri og litli og feiti, og við gátum ekki notað það.“ Með aðalhlutverkin í Vegg- ir með eyru fara þau Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Víkingur Kristjánsson, en Hjálmar Hjálmarsson er leik- stjóri. - drg Veggir með eyru frumflutt á morgun GAMANLEIKRIT Á GUFUNNI Þorsteinn Guðmundsson er höfundur Veggja með eyru. > ANGELINA OF FRÆG Leikkonunni Angelinu Jolie hefur verið sagt upp sem andliti bandarísku fata- línunnar St John. Ástæð- an sem var gefin er sú að frægð hennar er farin að skyggja á fatalínuna. Í stað hennar hefur verið ráðin rauðhærða fyrirsætan Karen Elson. RAUNVERULEG KONA Sharon Stone sagði Meryl Streep líta út eins og óumbúið rúm, hún sé eins og húsmóðir sem konur samsvari sig við. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.