Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 70
BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Það er erfitt að dæma um hvað séu sann-gjörn laun fyrir hina ýmsu vinnu. Hví skyldi rakari þéna meira eða minna en kennari? Hver eru sanngjörn laun fyrir ráðherra? Er eðlilegt að vörubílstjóri búi í lúxusvillu? Í dýrðarríki sósíalismans hafa mennta- og ráðamenn lægstar tekjur, þeirra laun eru starfsánægjan. Þeir hæst launuðu eru verkamennirnir sem vinna erfiðustu störfin sem veita minnsta gleði. Þetta er óneitanlega langt frá því gildis- mati sem við eigum að venjast. UM daginn sá ég heimildarmynd um efnahagshrunið. Þar sást vörubílstjóri koma heim til sín í glænýtt tvílyft ein- býlishús, hlamma sér í breiðan leður- sófa og vorkenna sjálfum sér ógurlega yfir reikningunum sem hann þurfti að borga. Góðir vörubílstjórar eru gulls ígildi og ekki sé ég eftir einni krónu í kaup handa þeim. Þó gat ég ekki varist þeirri hugsun að útlend- ingum, sem þetta sæju, myndi líklega finnast ein- kennilegt að hér þætti sjálfsagt mál að vörubíl- stjóri gæti veitt sér slíkan lifistandard. Alltjent stór- efa ég að evrópskir vöru- bílstjórar búi almennt svona ríkmannlega. Ekki vegna þess að þeir ættu það ekki skilið. Kaupin á eyrinni gerast bara einfaldlega ekki svona í löndunum sem við viljum bera okkur saman við þegar það hentar okkur, eftir því sem ég best veit. SÖMULEIÐIS vil ég taka fram að ég efast ekki um að allar fjárhagslegar áætlanir þessa ágæta vörubílstjóra hafi staðist þær forsendur sem honum voru gefnar á sínum tíma og hann tók trúanlegar. Ég ætla honum ekki að hafa eytt um þau efni fram sem þær gerðu ráð fyrir og skil vonbrigði hans þegar þær brugðust. Í mínum huga sýnir þetta þó fyrst og fremst hve þessar efnahagslegu forsendur voru orðnar brjálaðar fyrir hrun og úr öllu samhengi við þann raunveruleika, sem grannþjóðir okkar búa við. Í MYNDINNI var talað við fleiri, meðal annars konu sem örvænti um framtíð sína og atvinnureksturs síns í kjölfar hruns- ins. Hún var að íhuga að flytja hann til Noregs. Hún vann við að greiða hundum. HAFI tilgangur myndarinnar verið að sýna órétti sem heiðarleg og vinnu- söm smáþjóð er nú beitt óttast ég að það hafi mistekist. Myndin sýnir nefnilega að mínu mati samfélag sem lét glepjast, missti veruleikaskynið og fór á líming- unum þegar kom að skuldadögum. Það er þó huggun harmi gegn að norskir hundar verða snyrtilegir í framtíðinni. Um sanngirni 38 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Eitthvað nýtt að frétta frá víglínum stefnu- mótanna, Ívar? Nei, það ríkir ró og friður á vígstöðvunum. Passaðu þig! Heyrðu! Á hlið! Bíddu nú við! Palli, hvað ertu eiginlega að gera? Athuga hvernig þetta brimbretti fer mér. Í svefnher- berginu mínu? Það er jú engin spegill á ströndinni. Það hefur reynst mér erfitt að rekja ættir mínar því ég virðist vera samansafn úr óþekktum varahlutum. Mamma, manstu, þú pakk- aðir nestinu mínu í brúnan poka í stað þess að nota nestisbox? Það er rétt. Sko, pokinn veitir nestinu ekki jafnmikið skjól og boxið og brauðið var eiginlegt allt í bitum og spægipylsan var útum allt. Það hljómar fremur ógeðslegt. Það var það. Geturðu haft þetta þannig líka á morgun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.