Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 62
30 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR „Mér er efst í huga þakklæti til fólksins í Jafnréttisskólanum og allra þeirra sem hafa stutt við hann og skapað þetta tækifæri fyrir okkur,“ segir Hafiz Noori. Hann er ánægður með dvöl sína hér á landi og segir námið í skólanum vel skipulagt og yfirgripsmikið. Sérstaklega þótti honum vettvangsferðirnar fróðlegar. „Það er svo mikilvægt að sjá með eigin augum til þess að skilja hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þannig gat ég betur séð fyrir mér hvernig ég get notað þekkinguna heima í Afganistan. Það er ekkert mikilvægara í uppbyggingarstarfi en að hafa fram- tíðarsýn.“ Eitt af því sem Hafiz þótti hvetj- andi var hversu vel honum virðist Íslendingar fylgjast með málefn- um þjóðar sinnar. „Til dæmis eru allir að tala um þessa fjárhags- krísu. Allir sem við höfum talað við minnast á hana. Í Afganistan vita margir ekkert um ástandið í landinu. Það er meðal annars vegar vegna öryggisleysisins. Þegar fólk býr við svona mikið óöryggi getur það ekki hugsað um aðra hluti, svo sem upp- byggingu og þróun. Þar fyrir utan hafa fæstir rafmagn í Afganistan og þar af leiðandi ekki sjónvarp, útvarp eða internet. Og ef þeir komast í þessa hluti er alls óvíst að þeir skilji nokkuð, því ólæsi er gríðarlegt. En það var jákvætt fyrir mig að sjá hér hvernig fólk getur unnið náið saman að einhverju markmiði og ég vona að þetta geti orðið raunin í Afganist- an í framtíðinni.“ Hafiz, sem er menntaður á sviði heilbrigð- isvísinda, starfar innan samtaka sem einbeita sér að því að auka hæfni afganskra kvenna á hinum ýmsu sviðum, í því miði að auka hlut þeirra í samfélaginu. Hann segir vandamálin sem Afganistan stendur frammi fyrir mörg. Við úrlausn þeirra sé nauðsynlegt að jafnréttismál séu alltaf í brennidepli, ef vel eigi að takast til með uppbygginguna. Samtök eins og þau sem hann vinnur fyrir spili því stórt hlutverk og þekkingin sem hann viðaði að sér hér á landi muni því nýtast vel þegar heim verður komið. „Allt sem við lærðum getum við nýtt í samtök- unum okkar og við getum deilt því með öðru fólki. Þannig mun þekking okkar héðan margfaldast.“ ÞEKKINGIN HÉÐAN MUN MARGFALDAST „Vist okkar hér var ekki bara þjálfun, heldur líka raunveruleg uppbygging á okkur sem ein- staklingum,“ segir Latifa Hamidi, önnur þeirra tveggja Afgana sem dvalið hafa hér á landi undanfarna tvo mánuði við Jafnréttisskóla HÍ. Nú er hún snúin aftur heim og segist hlakka til að nýta þær aðferðir sem hún hefur lært að beita hér á landi. Hún er ekki í vafa um að geta gert það, þrátt fyrir að löndin séu eins og svart og hvítt. „Margir hafa spurt mig hvort ég geti nokkuð notað þessa þekkingu í Afgan- istan. En í grunninn eru kvennabaráttan mjög alþjóðleg og keimlík alls staðar. Það gilda sömu lögmálin. Ég lærði heilmikið hérna og nú mun ég fara heim og margfalda þessa þekkingu,“ segir Latifa. Hins vegar þýðir ekki í öllum tilvikum að beita sömu aðferðunum og hér. Þau verði að finna sínar eigin leiðir til að koma skilaboðunum á fram- færi. „En þjálfunin hjálpaði okkur að sjá fyrir okkur þá þróun sem getur átt sér stað í Afganistan. Við erum þakklát fyrir það.“ Ýmislegt kom Latifu undarlega fyrir sjónir hér á landi. Til að mynda varð hún forviða fyrst þegar hún gekk hér um tómar göturnar og skildi ekkert í því hvar fólkið héldi sig. Í náminu rak hún sig líka á efni sem hún mun að öllum líkindum aldrei sjá heima. „Fyrirlestur um kynferðisleg réttindi var til dæmis mjög sérstakur fyrir mig og áhugavert að upplifa hann.“ Latifa er rétt liðlega þrítug og hefur eins og aðrir landar hennar upplifað margt á ævi sinni. Þegar hún var langt komin með lækna- námið komust talibanar til valda. Á valdatíma þeirra einangruðust konur gríðarlega og Latifa varð að hætta námi. Sjálf hafði hún alla tíð verið fróðleiksfús og sveið að frændsystkini hennar fengju ekki að ganga í skóla. Hún hóf því að fræða þau og fljótt bættust nágranna- börnin við. Svefnherbergi Latifu breyttist því í leynilega kennslustofu á daginn, enda kennslan ekki talibönunum þóknanleg. Eftir að talibanastjórnin var horfin frá kláraði Latifa læknanámið og hóf störf hjá UNIFEM í Afganistan. Á þeim vettvangi hefur hún meðal annars unnið með stjórnvöldum að uppbygg- ingu tíu ára áætlunar sem miðar að því að auka og bæta hlut kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Og næst á dagskrá er að hrinda af stað verkefni sem snýr að kynjaðri fjárlagagerð, en fyrir það hefur hún þegar unnið aðgerðaáætlun. SVIPUÐ BARÁTTUMÁL Í AFGANISTAN OG HÉR L atifa Hamidi og Hafiz Noori hafa dvalið hér á landi undanfarna rúma tvo mánuði en þau sneru aftur til síns heima í gær þar sem þau starfa bæði að jafnréttismálum. Þau voru fyrstu nemendur hins alþjóðlega Jafnrétt- isskóla við Háskóla Íslands sem hóf þriggja ára tilraunatímabil síðast- liðið haust. Þær Sigríður Þorgeirs- dóttir, dósent í heimspeki við HÍ, og Irma Erlingsdóttir, forstöðumað- ur Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ, hafa undan- farin tvö ár unnið að þróun og und- irbúningi skólans innan HÍ í sam- starfi við utanríkisráðuneytið. Þær fengu Önnudís Grétu Rúdólfsdótt- ur til liðs við sig síðastliðið haust en hún gegnir starfi námsstjóra skól- ans. Allar eru þær ánægðar með hvernig til tókst, þótt nemendurnir hafi verið tveir en ekki fjórir eins og upphaflega stóð til. Tveir nemendur voru væntanlegir frá Gasasvæðinu, en skömmu fyrir brottför þeirra var landamærunum lokað og þeir fengu ekki leyfi til að yfirgefa svæðið. Þriggja ára tilraun Tilraunatímabil Jafnréttisskól- ans nær yfir þrjú ár og á nem- endum að fjölga með hverju ári sem líður. Næsta haust er gert ráð fyrir sex nemendum og átta þar á eftir. Þegar þessu tímabili lýkur tekur erlendur matsaðili verkefn- ið út, en stefnt er að því að skólinn verði viðurkenndur sem hluti af Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þrír slíkir eru fyrir hér á landi; Land- græðsluskólinn, Sjávarútvegsskól- inn og Jarðhitaskólinn, sem eru fyrirmyndir að starfsemi Jafnrétt- isskólans. Allir þessir skólar hafa það að markmiði að bjóða hingað fólki frá þróunarlöndunum til að afla sér þekkingar og þjálfunar á sviðum sem Íslendingar hafa sér- þekkingu á. „Það sama gildir um jafnréttisstarf og jafnréttisrann- sóknir, en sögulega og menning- arlega búum við þar að hefð og reynslu til að byggja á,“ segir Sig- ríður, sem segir ómetanlegt starf unnið innan veggja allra þessara skóla. Jafnréttisskólinn er starfrækt- ur í tengslum við EDDU öndveg- issetur, rannsóknarsetur sem þær Sigríður og Irma eru í forsvari fyrir. Innan EDDU fara meðal annars fram þverþjóðlegar jafn- réttisrannsóknir með tilliti til alþjóða- og þróunarsamstarfs og því er eitt af áherslusviðum set- ursins að styðja sérstaklega við skólann. Edda hlaut á síðasta ári stærsta rannsóknarstyrk Rannís sem veittur hefur verið til hug- og félagsvísinda hér á landi. Himinn og haf á milli Mikið skilur Ísland og Afganist- an að þegar kemur að jafnréttis- málum. Á meðan Ísland mælist meðal þeirra fremstu í alþjóðleg- um úttektum á kynjajafnrétti er Afganistan í einu af neðstu sæt- unum. Meðal lífaldur kvenna þar er 44 ár og ekki nema 11 prósent kvenna læs. Við uppbyggingu í landinu skiptir sköpum að bæta kjör kvenna. Bæði Latifa og Hafiz segja það lærdómsríka reynslu að koma úr þeirra aðstæðum og sjá hvernig jafnréttismálum er háttað hér á landi. En námið er ekki ein- hliða heldur segjast forsvarsmenn skólans einnig hafa lært mikið af þeim. Enda er stefnan að námið sé þverþjóðlegt og þverfaglegt. „Fólk frá ólíkum menningarheimum hefur iðulega staðalmyndir hvert um annað og það er lærdómsríkt að sjá sjálf okkur í ljósi hinna“ eins og Sigríður segir. Nemendur skólans fá til sín fjölda sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum jafnréttis, auk þess að heimsækja sjálfir stofnanir og fyrirtæki og kynna sér stefnu þeirra í jafnréttismálum. Þá er námið í senn fræðilegt og hagnýtt og nemendurnir læra ýmsa tækni sem á að nýtast þeim í heimalandi sínu, svo sem samningagerð og - tækni. Enn fremur er ljóst að með því að veita þessum nemendum þjálfun hér er verið að mennta fleiri. Þau Latifa og Hafiz ætla til að mynda bæði að halda nám- skeið sem byggir á þeirri þekk- ingu sem þau hafa viðað að sér hér og þannig mun þekking þeirra nýtast fleirum í Afganistan. Þau hafa auk þess unnið að verkefn- um hér sem munu verða liður í starfi þeirra að jafnréttismálum í heimalandinu. Liður í þróunarsamvinnu Íslands Jafnréttisskólinn er samvinnu- verkefni Háskóla Íslands og utan- ríkisráðuneytisins og er liður í þróunarsamvinnu Íslands. „Það er yfirlýst stefna í utanríkismál- um Íslands að leggja áherslu á jafnrétti,“ segir Irma. „Áhersla á jafnrétti í alþjóðlegu samhengi þarf að vera studd af rannsóknum og þekkingaröflun. Starf Jafn- réttisskólans og öndvegis seturs- ins EDDU eru framlag í þá veru. Það hefur verið afar lærdóms- ríkt að eiga samræður við þau Latifu og Hafiz um jafnréttismál og bera saman bækur okkar. Við erum sannfærð um að þetta starf eigi eftir að styrkja okkur hér heima á vettvangi jafnréttismála, ekki síður en það fólk sem sækir okkur hingað heim til að kynna sér málaflokkinn.“ Þverþjóðlegar jafnréttissamræður Þau Latifa Hamidi og Hafiz Noori eru fyrstu nemendurnir til að ljúka námi við Jafnréttisskóla Háskóla Íslands. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir náði þeim rétt áður en þau flugu aftur heim til Afganistans og fékk að heyra hvað þau taka með sér héðan. ÁNÆGÐ MEÐ ÚTKOMUNA Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir og Irma Erlingsdóttir eru konurnar á bak við Jafnréttisskóla Háskóla Íslands. Þær unnu náið með þeim Latifu Hamidi og Hafiz Noori meðan á dvöl þeirra stóð og eru þau öll á einu máli um að hafa lært mikið á þessari fyrstu önn skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LATIFA HAMIDI Segist vel geta nýtt þekkingu á íslensk- um jafnréttismálum í Afganistan, þótt ólíkar aðferðir þurfi að finna til að miðla henni þar. HAFIZ NOORI Varð sérstaklega hrifinn af því hvað honum virtist Íslending- ar fylgjast vel með málefnum þjóðar sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.