Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 22
22 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR N ýjasta útgáfa Jóhanns er platan And in the end- less pause there came the sound of bees. Hún kemur út á vegum 12 tóna á Íslandi eins og fyrri verk Jóhanns. „Platan er tónlist úr kvikmyndinni Varmints. Mig langaði þó að diskurinn væri sjálfstæður frá myndinni svo það er meiri músík á plötunni en í mynd- inni. Þetta er hugsað sem sjálfstætt verk. Þetta er ekki ósvipað og Engla- börn, sem byrjaði sem leikhúsmúsík en endaði sem plata,“ segir Jóhann. Varmints var sýnd hér á kvikmynda- hátíð í fyrra. „Leikstjórinn heitir Marc Craste. Hann hefur gert marg- verðlaunaðar animation-myndir, videó fyrir múm og sitthvað fleira. Þetta er mynd um litlar sætar verur sem upp- lifa heimsendi. Myndin byrjar í fal- legu friðsælu umhverfi, en svo færist myrkr ið yfir. Þetta er dæmisaga með miklum umhverfisskilaboðum. Tón- listin er í ætt við síðustu plötur mínar. Spannar mikið svið. Frá því að vera sæt og falleg yfir í það að vera mjög þung og drungaleg. Það er ekkert talað í myndinni svo það þurfti að segja sög- una að miklu leyti með tónlistinni.“ Fjarlægð á ástandið Tónlistin á nýju plötunni er gömul fyrir Jóhanni og fjölmörg önnur verkefni hafa komið til sögunnar í millitíðinni. „Jú, ég er búinn að gera músík fyrir tvær aðrar myndir síðan ég kláraði Varmints. Samdi tónlist fyrir mex- íkóska „science fiction“-mynd sem heit- ir By day and by night og danska mynd sem er hálfgerður óður til Kaupmanna- hafnar og heitir Drømme I København. Hún var opnunarmynd Copenhagen DOX-hátíðarinnar í nóvember og á gala- sýningunni sýndum við sérstaka útgáfu af myndinni þar sem við tókum mús- íkina úr hljóðrásinni og spiluðum hana „læf“ með hljómsveit og kór danska útvarpsins. Þetta er gamall draumur minn sem varð loks að veruleika.“ Jóhann hefur búið í Kaupmannahöfn í þrjú ár. Hann segist hafa samsvarað sér ágætlega í Kaupmannahafnar-óðnum. „Þetta er metnaðarfull mynd en þó er engin glansmynd af Kaupmannahöfn sem er dregin upp – þetta er mynd um húsin og fólkið í borginni, og frásögnin er í litlum sögubrotum og myndskeið- um, bæði hversdagslegum og dramat- ískum. Það er fókuserað á arkitektúrinn og á samspil manns og borgar. Taktur borgarinnar er miklu hægari en manns- ins. Líf borgar er mælt á skala sem spannar hundruð ára á meðan maður- inn er á skalanum 70-80 ár. Það setja allir mark sitt á borgina. Tónlistin er mín upplifun af borginni sem útlend- ingur. Þeir vildu fá einhvern sem hefði fjarlægð á borgina og gat séð hana með augum útlendingsins, bæði fegurðina og ljótleikann.“ Hvernig var að horfa á íslenska hrun- ið utan frá? „Ég hef fylgst vel með og þótt ég hafi fjarlægð á þetta er átakanlegt að sjá hvernig mál standa. Þetta er nátt- úrlega ömurlegt. En þegar ég kem hing- að finn ég fyrir miklum krafti í listalíf- inu. Mér finnst miklu meira að gerast en þegar ég fór. Fólk fókusar á það sem skiptir máli í stað þess að sitja og bíða og skrifa umsóknir í einhverja Bónus- sjóði. Á móti eru Danir fljótari að missa móðinn þegar sjóðirnir tæmast, enda góðu vanir.“ Að lifa á listinni Sem listamaður er Jóhann í góðri stöðu. Hann er orðinn alþjóðlegt „nafn“, getur valið úr verkefnum og virðist alltaf með mörg og spennandi járn í eldin- um. Hann fer reglulega og heldur tón- leika víðs vegar um heim. „Það er alltaf einhver spilamennska hér og þar,“ segir hann. „Næst tveggja vikna túr um Bandaríkin í maí. Ég og Matthías Hemstock spilum með amer- ískum strengjakvartett. Við spilum músík af plötunum og líka óútkomið og nýtt efni. Mér finnst gott að þróa efnið og spila það til á tónleikum. Ég hafði verið að spila tónlist af Ford- lândiu löngu áður en platan kom út. Það er grundvallarlega ekki mikill munur á því hvernig ég sem þessa tón- list og aðra, t.d. það sem ég sem með vinum mínum í Orgelkvartettinum. Hins vegar er útfærslan allt önnur og meiri tími sem fer í að kommúnikera hugmyndirnar til hljóðfæraleikara, maður verður að nótera þessa músík mjög nákvæmlega. Ég geri líka svolítið af því að spila með stærri sveitum og þá eru leikin verk í heild sinni. Síðast með Krakow Sinfonietta í Póllandi þar sem IBM 1401 var tekin fyrir.“ Ég spyr Jóhann hvort það hafi alltaf verið ásetningur hans að „lifa af list- inni“. Hann er ekki viss. Þetta varð bara svona. „ Ég man satt að segja ekki hvenær ég ákvað að gerast tónlistarmaður að atvinnu. Ég stofnaði átján ára hljóm- sveitina Daisy Hill Puppy Farm og gerði tvær plötur með henni án þess í rauninni að við vissum hvað við værum að gera. Það er þó vissulega kraftur í því efni. Eftir Daisy Hill vissi ég að ég þyrfti að afla mér reynslu. Á þeim tímapunkti fannst mér ég ekki geta skilað því frá mér sem ég vildi skila frá mér í músík. Ég tók þá ákvörðun að vinna með sem flestum, sem og ég gerði. Á næstu árum vann ég með alls konar fólki, var í Ham og Unun og vann með Páli Óskari. Ég vildi prófa alls konar hluti og sanka að mér reynslu.“ Veggir brotnir niður Um miðjan 10. áratuginn var Jóhann með Pétri Hallgrímssyni og Söru Marti Guðmundsdóttur í hljómsveit- inni LHOOQ. Hljómsveitin vann sér það til frægðar að vera valin af David Bowie til að hita upp fyrir hann í Laug- ardalshöll og gerði eina plötu. Sveitin rann í gegnum færiband poppbransans í Bretlandi. „Það var mikill skóli sem kenndi manni að hlusta á eigin sannfæringu,“ segir Jóhann. „Maður var svo grænn og vissi ekkert hvernig bransinn virkaði. Við vildum bara búa til músík en láta Fyrir mér er þetta bara músík Jóhann Jóhannsson hefur verið að gera það gott undanfarin ár með tónlist sinni og plötum. Hann býr nú í Kaupmannahöfn en varði jólunum á Íslandi. Ný plata var að koma út með honum og Dr. Gunni greip hann í spjall yfir ilmandi bolla á Kaffismiðjunni. aðra sjá um markaðsmálin. Ég komst að því að ég vildi ekki vinna í þessum poppframleiðsluheimi og öllu því sem honum fylgir. Ég komst að því að ég átti ekki heima þarna. Maður sá þetta frek- ar fljótt og áhuginn fór að liggja annars staðar. Fljótlega upp úr þessu varð Til- raunaeldhúsið til. Það varð kveikjan að mörgu því sem ég er að fást við í dag.“ Tilraunaeldhúsið var samstarf þriggja ólíkra listamanna, Jóhanns, Kristínar Bjarkar (Kira Kira) og Hilm- ars Jenssonar og hafði það að markmiði að tefla saman listafólki úr ólíkum áttum á forsendum tilraunamennsk- unnar. „Þetta starf varð hvatning til að fara nýjar leiðir og gera hlutina upp á eigin spýtur á svona grasrótar-level. Ég hafði verið að gera leikhústónlist í nokkurn tíma og líka tónlist fyrir heim- ildarmyndir og slíkt, en ég hafði aldrei hugsað mér það til útgáfu. Þegar ég gerði tónlistina við leikritið Englabörn fannst mér hins vegar í fyrsta skipti augljóst að það efni ætti að koma út á plötu.“ Með Englabörnum má segja að hjólin á sólóferli Jóhanns hafi farið að snúast, því platan var gefin út á alþjóðamark- aði og fékk gríðarlega góða dóma. Sú plata gerði hann að „nafni“. „Ég fann rödd með þeirri plötu og farveg. Með Englabörnum gat ég loks- ins sagt: „Svona er ég. Þetta er fyrsta platan mín.“ Ég hafði svo sem aldrei hugsað um það að gefa út sólóplötu fyrr. Eftir allt þetta brölt þá lít ég svo á að Englabörn sé núllpunkturinn. Og plat- an hefur lifað. Fólk er enn þá að kaupa hana og hafa samband eftir að hafa uppgötvað hana.“ Stefnir á stórvirki Platan Fordlândia, sem Jóhann gaf út í nóvember 2008, er líklega metn- aðarfyllsta verk Jóhanns til þessa. Þemuverk um samnefndan risaverk- smiðjubæ sem Henry Ford byggði í frumskógum Amazon á 3. áratug síð- ustu aldar, en dagaði uppi sem algjör mistök fáum árum síðar. „Platan kom út í nóvember 2008 í miðju efnahagshruninu, sem var dálítið viðeigandi því verkið fjallar um dramb og drauma sem verða að engu. Þessi plata sameinar element úr öllum plötunum mínum. Þarna eru smærri stykki svipuð Englabörnum, stærri verk sem svipar til IBM og svo „drone“-verk sem svipa til Virðulegra forseta. Næsta plata mun samt toppa þetta allt saman.“ Hvað erum við að tala um þá? „Það kemur í ljós en það verður stórt, ef allt gengur upp. Ég er kominn með slatta af efni fyrir það verk, en það eru önnur verkefni fram undan sem ég þarf að klára fyrst. Það koma örugglega 2- 3 plötur á milli. Sándtrökk og önnur verkefni, ný Apparat-plata er til dæmis langt komin og kemur sennilega út í ár. Það verður að klára þetta allt áður en ég ræðst í stórvirkið!“ NÆSTA PLATA MUN TOPPA ÞETTA ALLT SAMAN Jóhann Jóhannsson: „Með Englabörnum gat ég loksins sagt: „Svona er ég. Þetta er fyrsta platan mín.“ MYND/MAGNÚS HELGASON 1988 Daisy Hill Puppy Farm – 4 laga 7“ 1994 Lengi lifi (með Ham) 1998 LHOOQ - LHOOQ 2000 Motorlab #1 (Tilraunaeldhúsið) 2002 Apparat Organ Quartet 2002 Englabörn 2004 Virðulegu forsetar 2004 Dís (úr kvikmynd) 2006 IBM 1401, A User’s Manual 2008 Fordlândia TÍU PLÖTUR AF FERLI JÓHANNS Mér finnst miklu meira vera að ger- ast í lista- lífinu. Fólk fókuserar á það sem skiptir máli í stað þess að sitja og bíða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.