Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 20
 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR Foreldrahlutverk samfélagsins UMRÆÐAN Sigrún Júlíusdóttir skrifar um gildi og niðurskurð Á okkur dynja nú fal- legu kjörorðin sem aldrei fyrr. Stundum er þetta einsog viðlag eða viðkvæði milli versa, eins konar trúarorð eða heilagt „faðirvor“ um óumdeildan boð- skap sem minna þarf á: Ræktum trúnaðartraust og heiðarleika! Stöndum vörð um viðkvæm- ustu gildin! Treystum grunn- stoðir velferðarsamfélagsins! Vægjum menntakerfi og heilsu- gæslu! Hlúum að fjölskyldunni, hornsteini einstaklings og sam- félags! Verndum ungviðið! Börn- in eru auður framtíðar! Vísindin efla alla dáð ! – látum rannsóknir liggja til grundvallar aðgerðaá- ætlunum ríkisstjórnarinnar í málefnum, barna, ungmenna og foreldrahópa. Nýtum okkur reynslu nágrannaþjóða og grein- argerðir þeirra um velheppnaðar kreppuaðgerðir. Þannig hljómar almannaróm- ur og flaumurinn í fjölmiðlum og þannig er viðlagið í hátíðarræð- um, (einkum um áramót og á 17. júní) – og á sjálfu stjórnarheim- ilinu. Foreldrarnir á því heimili vilja og vita vel, en þeim reyn- ist auðveldara um að tala en í að komast við að framfylgja góðum ásetningi og vera honum trúir. Allir foreldrar vilja vel, en þeim tekst misjafnlega vel að fram- fylgja því sem þeir boða, ýmist vegna vangetu og þekkingar- skorts eða hagsmunastreitu. For- dæmishegðun foreldra og fyrir- myndir vega hins vegar þyngra en orðin ein, einkum hvað varð- ar mörk, heilindi, áherslur og sið- ferði. Þetta á jafnt við um ein- staklinga sem ríkisvald. Meginþemað Þótt viðlagið við yfirlýst mark- mið og stefnu sé háleitt og fal- legt snýst nú meginþema ver- sanna um að skera niður og spara þjónustu og fjárframlög á svið- um sem snerta þroska ungviðis- ins og velferð almennings. Ójöfn staða sveitarfélaga hvað varðar frumþjónustu og niðurskurð rík- isrekinnar heilbrigðisþjónustu bitnar á börnum og öldruðum sem eiga allt sitt undir þreki og styrk millikynslóðarinnar. Rann- sóknir og tölfræði sýna að í þeim hópi kemur álagið harðast niður þar sem bjargráðin eru minnst og þar verða félagslegu afleið- ingarnar verstar. Þær birtast m.a. í upplausn fjölskyldu, fumi og vanmætti við að rækta börn, kenna þeim siðræna hegðun og setja þeim mörk. Með því að stytta kennslutíma, skerða blóm- legt mennta- og uppeldisstarf og vega þannig að mannræktar- starfi fagfólks í skólum er geng- ið á mikilvægan stofn. Þegar það framlag brestur, kemur það vís- ast niður á þeim hluta umræddr- ar millikynslóðar sem verst er í stakk búinn til að bæta börn- um sínum það upp. Þetta eykur félagslegt misrétti og stéttar- lega mismunun með áhrifum sem berast áfram til næstu kyn- slóðar. Ekki aðeins eru laufg- aðar greinar þannig sagaðar af heldur skaddast líka viðkvæmir sprotar þegar skurðarhnífurinn ógnar tímamótalöggjöf um for- eldraorlof sem er landi og þjóð til sóma og talin til eftirbreytni á alþjóðavettvangi. Hér var sleg- inn vörður um parsambandið, foreldraverkefnið og hagsmuni hins ómálga barns, „auð fram- tíðar“. Rannsóknir sýndu að það örlaði þegar á árangri í traust- ari frumtengslum beggja for- eldra við barn sitt, gagnkvæmri ábyrgð og auknu jafnræði í og utan fjölskyldu. Öðrum sprota er ógnað þegar heildarhagsmunir ungmenna á vinnumarkaði víkja fyrir skammtíma efnahagsá- vinningi. Í stað heildarstefnu í samfelldu lausnarferli er beitt, oft niðurlægjandi, plást- ursaðgerðum eða sýndar- björgunum í einstaklings- málum. Eitt háskalegasta dæmið um að höggva á grein- ina sem setið er á, er að skerða launakjör, þrengja starfsaðstæður og auka álag á fagstéttir. Með því er þjarmað að þeim sem eiga að leiðbeina, hjúkra og stappa stáli í aðra. Á tímum bankahruns og sið- rofs virðast vitrustu menn ekki sjást fyrir í örvæntingar- hugmyndum og fálmkenndum aðgerðum. Sumar af bagaleg- ustu tillögunum sem hér var vísað til hafa þó ekki aðeins geigað heldur verið markvisst dregnar til baka, þökk sé skörpu aðhaldi hagsmunasamtaka, fag- félaga, meðferðaraðila og ann- arra sérfræðinga í „mannauðs- geiranum“, og þökk sé viti og viðbrögðum einstakra stjórn- málamanna. Þrástefin Hraust þjóð getur tekist á við tímabundið efnahagstjón líkt og bruna- eða aflatjón, en það er vafasamt að mannlegt velferð- arhrun, þ.e. þroska-, heilsu- og félagstjón barna og fullorðinna, sé til þess fallið að búa þjóðina í stakk til að ráða við þær lang- tímameinsemdir sem af slíku hljótast, og ógna mannauði. En hvernig varðveitist og eflist mannauður? Það er tugþúsunda starfslið faglærðs og ófaglærðs starfsfólks heilbrigðis-, félags- og menntakerfis sem ber hann uppi, ber í bresti öryggisnets- ins og leggur í það heilan hug, hönd og hjarta að almenningur, notendur þjónustunnar, komist óskaddaður gegnum öldurót, sjó- slys og hafvillur velferðarskút- unnar. Þrástefin, rauður þráður, í orðræðu þeirra eru varnaðarorð og vísun í rannsóknaniðurstöður og þekkingarreynslu fagfólks og fræðimanna á sviðinu. Með snöggsoðinni orðræðu- greiningu á rituðu framlagi þessa hóps, samþykktum, yfir- lýsingum og áskorunum þeirra má sjá endurtekin stef. Þau tengj- ast öll ábyrgðarkennd gagnvart hag barna og vitund um gildi mannauðs og mannræktar. Þau varða það hverjir hafa raun- verulega eitthvað um málin að segja, hvernig sé farsælast að haga (úrræða)seglum og eftir hvaða áherslum skuli siglt í átt að öruggustu höfninni. Skemmst er að minnast þess sem fram kemur í opinberri skýrslu Vistheimila- nefndar um stofnanavistun barna, að stjórnvöld skelltu skollaeyr- um við álitsgjöf og varnaðar- orðum sérfræðinga þeirra tíma varðandi eftirlitsbrest, aðbúnað og aðstæður barna og ungmenna sem vistuð voru m.a. á Breiðavík um og eftir seinni hluta síðustu aldar. Stjórnvöld viðurkenna og alþjóð veit þetta nú. Í dag ligg- ur fyrir þekking byggð á traust- um rannsóknum á þörfum barna og því sem er þeim fyrir bestu, bæði almennt og í fjölskyldum sem þarfnast stuðnings og inn- gripa. Fagleg stefnumótun og aðstoð sérfræðinga í velferðar- þjónustu getur skipt sköpum um afdrif þeirra og félagshæfni sem þjóðfélagsþegna. Hvað er nóg? Í orðræðu framangreinds hóps eru viðbrögð „foreldranna“ sett í sitt pólitíska samhengi og bent er á að vilja er að þora. Höfðað er til þess að veita óhikað það fjármagn sem við búum yfir til að efla leikskóla og grunnskóla, vernda foreldrahlutverkin og frumtengsl foreldra og barna, standa vörð um jafnstöðu kynj- anna og efla úrræði gegn brott- falli í skólum og öðrum vísbend- ingum um sálfélagslegan vanda barna og unglinga, ásamt því að styrkja ungt fólk á vinnumark- aði. Þótt aðrar áherslur vegi nú hlutfallslega þyngra á fjárlög- um og njóti verndar gegn skurð- arhnífnum, þá eru það gildin hér að baki sem meiru ráða um fram- tíð þjóðarinnar en ýmislegt af því sem hærra fer í umræðunni um þessar mundir – „því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús?“ Stundum er deilt um hvort skuli skera beint eða bogið, altækt, sértækt, eða „flatt“. En í öllum tilvikum er þjarmað að þeim gildum sem treysta grunn- stoðirnar, og ekki skal gert lítið úr því að það útheimtir beinhart fé og kostar sitt bæði í fyrirhöfn og fyrirhyggju að halda þeim við. Ekki má því stöðva gangverkið og ekki dugar að slátra mjólkur- kúnni heldur þurfa hjólin að snú- ast til að verðmæti skapist. En, gleymum ekki að arðsköpun er afstæð þörf. Hvað er nóg? Þarf lítil þjóð tugþúsundir jeppa, legíó af verslunarhöllum og háreist- um, helköldum bankamusterum, virkjanir í öllum krummaskuð- um og jarðgöng um jaðarbyggð- ir? Auk þarfagreiningar og end- urskoðunar í þessum efnum er nú ekki síður þörf á að auka herðaspennu breiðu bakanna og slaka á sultarólum lágtekjufólks og lítilmagna. Auðmagnskattur og hækkun jaðarskatts myndu auðvitað eitthvað skerða hag þeirra sem þegar er vel borgið. En þegar slíkri leið er hafnað má spyrja hvort kannski sé verið að blóta á laun gegn viðlaginu góða og svíkja gildi mannauðs í þágu fjármagnshyggju og framleiðni til handa þeim sem síst þurfa meira? Hér þarf að líta til átta- vitans í höndum mannauðsgeir- ans og annars félagshyggjufólks þar sem byggt er á sannreynd- um rannsóknarniðurstöðum og fagþekkingu um „velferð sem virkar“. Lokaorð Olof Palme, einn ötulasti félags- hyggjusinni okkar tíma í pólit- ískri forystu á Norðurlöndum, sagði pólitík er að vilja. Í pól- itík sem kennir sig við jöfnuð felst þannig vilji, geta og þor til að raða aðgerðum eftir slíkum áherslum. Þar eru mikilvægustu gildin látin sitja í fyrirrúmi fyrir grynnri aðgerðum, yfirklóri og skammtímainngripum – hvað þá fyrir ívilnunum í þágu þeirra sem þegar hafa komið ár sinni tryggilega fyrir borð – ýmist með lögmætum eða ólögmætum hætti. Núverandi ríkisstjórn sýndi dug og kjark í því að samþykkja Icesave-frumvarpið, um ríkis- ábyrgð á aðhaldsskorti og sam- eiginlegu klúðri, til þess að bjarga heiðri og trausti íslensks samfélags og þeim verðmætum viðskipta og orðstírs sem það fæðir af sér. Slíkt er í anda siða- boða sem kynslóðirnar hafa fylgt og miðlað með lestri ævintýra og dæmisagna fyrir börn um það „hvernig fer fyrir þeim“ sem ekki axla ábyrgð, sýna heilindi og segja satt, hvernig sá vægir sem vitið hefur meira, hvern- ig sjálfsvirðing og sómakennd stuðla að því að fara með sigur af hólmi – að leikslokum. Nú er vinnufriður á stjórnarheimil- inu, hægt að horfa beint fram og bretta upp ermar með heið- virðu og þrótt að vopni. Það er núna, í siglingunni framundan, sem reynir á það hvort skal vega þyngra markaðshyggja og mann- auðstjón eða foreldraábyrgð og framtíðarheill barna. Höfundur er prófessor í félagsráð- gjöf og stjórnarformaður Rann- sóknastofnunar í barna- og fjöl- skylduvernd við Háskóla Íslands. SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR Hvað er nóg? Þarf lítil þjóð tugþúsundir jeppa, legíó af verslunarhöllum og háreistum, helköldum bankamusterum, virkjanir í öllum krumma skuð- um og jarðgöng um jaðar- byggðir? MILLJÓNIR BEINT Í VASANN Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni. Formaður Sjálfstæðisflokksins boðar til opins fundar um Icesave Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson ræðir nýja stöðu í Icesave. Laugardaginn 9. janúar Kl. 10.30 í Valhöll Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík Fundastjóri: Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna Allir velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.