Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 36
9. janúar 2010 LAUGARDAGUR2
„Ég taldi að þetta gæti verið snið-
ug leið til að kynna bæði Jógakenn-
arafélagið og jóga sjálft,“ segir
Ásta María Þórarinsdóttir, for-
maður Jógakennarafélags Íslands.
Félagið stendur í dag fyrir fyrsta
jógadeginum á Íslandi en af því til-
efni er víða hægt að sækja jóga-
tíma frítt.
Ásta segir uppátækið sótt í
erlenda fyrirmynd en sé þó haldið
með séríslensku lagi. Þá hafi þessi
dagsetning þótt tilvalin í upphafi
annar. Hún segir áhugann hjá
félagsmönnum hafa verið framar
vonum og mun fleiri hafi ákveð-
ið að taka þátt og bjóða upp á fría
jógatíma en hún bjóst við í fyrstu.
Ásta segir áhuga Íslendinga á
jóga hafa aukist jafnt og þétt síð-
ustu árin, enda segir hún jóga
selja sig sjálft. „Ef fólk hefur þol-
inmæði til að koma í nokkur skipti
er árangurinn svo fljótur að skila
sér. Fyrst í betri líðan með minni
vöðvabólgu og liðverkjum, svo
kemur styrkurinn,“ segir Ásta.
Hún bætir við að jóga rói einnig
hugann og veiti fólki smá pásu frá
streitu umheimsins.
Í boði verða tímar í fjölbreytt-
um tegundum jóga, allt frá krip-
alu-jóga, kundalini-jóga og hot-jóga
til dansjóga og hatha-jóga.
Meðal annars verður boðið upp
á fría jógatíma hjá Lótusjógasetri
í Borgartúni, Yoga Shala á Engja-
teigi, í WorldClass og jafnvel úti í
skógi. Einnig í Sporthúsinu, Jafn-
vægi heilsurækt og Hress.
Þá eru einnig jógakennarar úti
á landi sem bjóða upp á fría tíma,
til dæmis á Selfossi, Grundarfirði
og Ísafirði.
Nánari dagskrá jógadagsins má
finna á vefnum www.jogakenn-
ari.is.
solveig@frettabladid.is
Víða frítt í jóga í dag
Jógadagur Jógakennarafélags Íslands er haldinn í fyrsta sinn í dag. Af því tilefni verður frítt í jóga af
hinum fjölbreyttustu tegundum víða um land, allt frá Reykjavík, til Grundarfjarðar og Ísafjarðar.
Jóga skilar sér í betri líðan að sögn Ástu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Jógakennarafélags Íslands, sem stendur fyrir jógadegin-
um í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VÍSINDAFÉLAG ÍSLENDINGA stendur að fyrirlestri
Eiríks Steingrímssonar prófessors í Þjóðmenningarhúsinu í dag
klukkan 14. Þar mun Eiríkur flytja fyrirlesturinn: Frá litfrumum til
sortuæxla: Bygging og hlutverk stjórnpróteinsins MITF.
Að finna goðsögnina í sjálf-
um sér er ljósmyndasýning í
Norræna húsinu. Ljósmyndarinn
Fiann Paul mun leiða gesti um
sýninguna á morgun.
Ljósmyndarinn Fiann Paul verð-
ur með leiðsögn um ljósmynda-
sýninguna „Að finna goðsögnina
í sjálfum sér“ klukkan 14 í Nor-
ræna húsinu á morgun. Auk þess
mun hann segja frá dvöl sinni á
Grænlandi og sýna áður óbirtar
ljósmyndir þaðan.
Fiann Paul opnaði tvær ljós-
myndasýningar í byrjun desem-
ber. Aðra í Ráðhúsi Reykjavíkur
og hina í Norræna húsinu. Á sýn-
ingunni í Ráðhúsinu eru myndir
sem prýða bók Fianns Paul, Goð-
sögnin. Myndirnar í Norræna hús-
inu eru hins vegar af öðrum toga,
þær eru allar teknar á Grænlandi
og býr mikil saga á bak við tilurð
þeirra og tökurnar sjálfar.
Fyrirsæturnar á myndunum
setja sig í ævintýralegar stell-
ingar og ríkir goðsögulegur blær
yfir myndunum. Á myndunum
má meðal annars sjá fegurðar-
drottningu Grænlands, frækna
veiðimenn og einnig eru börn af
munaðarleysingjahæli á Græn-
landi. Fiann dvaldi í nokkra mán-
uði á Grænlandi við tökur en einn-
ig hannaði hann alla búninga sem
notaðir eru í myndatökurnar.
Um ævintýraveröld
Ljósmyndarinn Fiann Paul verður með leiðsögn um ljósmyndasýningu sína í Nor-
ræna húsinu á morgun klukkan 14. MYND/FIANN PAUL
Fróðleikur um ull
ULLARFRÆÐINGURINN KRISTINN
ARNÞÓRSSON FLYTUR FYRIRLESTUR
UM ULL OG ULLARFRAMLEIÐSLU Í
AMTSBÓKASAFNINU Á AKUREYRI Í
DAG.
Ævi Kristins er ofin í ull allt frá því
að hann lék sér við verksmiðju-
lækinn sem barn þar til hann lét af
störfum sem ullarfræðingur.
Í starfi sínu hjá Gefjun hafði
hann meðal annars með
höndum að blanda
saman ullarhárum
sauðkindanna til að
búa til sauðalitina
í ullargarni sem
enn er notað í
dag. Enn frem-
ur hönnun á
mynstri værðar-
voða og margt fleira sem lýtur að
vinnslu og hönnun á ullarvörum.
Kristinn heldur í dag fyrirlestur um
ull og ullarframleiðslu í Amtsbóka-
safninu á Akureyri klukkan 14 í
dag. Um leið verður opnuð á safn-
inu sýning Iðnaðarsafnsins á Akur-
eyri um ull og ullarframleiðslu á
síðustu öld. Sú sýning verður opin
til 31. janúar.
www.idnadarsafnid.is
Amtsbókasafnið á Akureyri.
Ásta Arnardóttir • 862 6098 • asta@this.is
Lótus jógasetur • www.this.is/asta
YOGA HEFST 9. JAN
MORGUN HÁDEGI SÍÐDEGI
BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 18. JAN
FJÖLSKYLDUYOGA HEFST 16. JAN
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Kennari: Meistari Zhang
einkatímar og hópatímar
Hugræn
teigjuleikfimi
innifalinn
Skráning
er hafin
Tai chí
Tau loFrístund
akort
Lífsskólinn ehf.
Aromatherapyskóli Íslands
Margret Demleitner kennari Lífsskólans ehf. verður með námskeið
helgina 23.-24. janúar kl. 9 til 17 báða dagana og þriðjudaginn
26 jan frá kl 18 til 22. Greiðslan er 30.000 sem má skipta.
Kennslugögn eru innifalin.
Margret Demleitner er iðjuþjálfi , náttúrulæknir/heilpraktier, grasalæknir
og ilmolíufræðingur og stundar einnig nálastungumeðferðir.
Á námskeiðinu verður farið yfi r infl úensur A, B og Svínafl ensu,
orsakir þeirra, útbreiðslu og náttúrulegar meðferðir við þeim.
Einnig verður farið í orsakir blóðtappa og heilablæðinga.
Fyrirbyggjandi aðferðir og meðferð eftir áfall
Skráning og upplýsingar í síma 557 7070 og á vefpósti
lifsskolinn@simnet.is einnig á heimasíðu skólans www.lifsskolinn.is
fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík,
Selfossi og Barðanum Skútuvogi
Startaðu betur í vetur
TUDOR rafgeymirinn er hannaður til að lifa allan
veturinn af. Forðastu óvæntar uppákomur.
TUDOR rafgeymar - betra start í allan vetur!