Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 36
 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR2 „Ég taldi að þetta gæti verið snið- ug leið til að kynna bæði Jógakenn- arafélagið og jóga sjálft,“ segir Ásta María Þórarinsdóttir, for- maður Jógakennarafélags Íslands. Félagið stendur í dag fyrir fyrsta jógadeginum á Íslandi en af því til- efni er víða hægt að sækja jóga- tíma frítt. Ásta segir uppátækið sótt í erlenda fyrirmynd en sé þó haldið með séríslensku lagi. Þá hafi þessi dagsetning þótt tilvalin í upphafi annar. Hún segir áhugann hjá félagsmönnum hafa verið framar vonum og mun fleiri hafi ákveð- ið að taka þátt og bjóða upp á fría jógatíma en hún bjóst við í fyrstu. Ásta segir áhuga Íslendinga á jóga hafa aukist jafnt og þétt síð- ustu árin, enda segir hún jóga selja sig sjálft. „Ef fólk hefur þol- inmæði til að koma í nokkur skipti er árangurinn svo fljótur að skila sér. Fyrst í betri líðan með minni vöðvabólgu og liðverkjum, svo kemur styrkurinn,“ segir Ásta. Hún bætir við að jóga rói einnig hugann og veiti fólki smá pásu frá streitu umheimsins. Í boði verða tímar í fjölbreytt- um tegundum jóga, allt frá krip- alu-jóga, kundalini-jóga og hot-jóga til dansjóga og hatha-jóga. Meðal annars verður boðið upp á fría jógatíma hjá Lótusjógasetri í Borgartúni, Yoga Shala á Engja- teigi, í WorldClass og jafnvel úti í skógi. Einnig í Sporthúsinu, Jafn- vægi heilsurækt og Hress. Þá eru einnig jógakennarar úti á landi sem bjóða upp á fría tíma, til dæmis á Selfossi, Grundarfirði og Ísafirði. Nánari dagskrá jógadagsins má finna á vefnum www.jogakenn- ari.is. solveig@frettabladid.is Víða frítt í jóga í dag Jógadagur Jógakennarafélags Íslands er haldinn í fyrsta sinn í dag. Af því tilefni verður frítt í jóga af hinum fjölbreyttustu tegundum víða um land, allt frá Reykjavík, til Grundarfjarðar og Ísafjarðar. Jóga skilar sér í betri líðan að sögn Ástu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Jógakennarafélags Íslands, sem stendur fyrir jógadegin- um í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VÍSINDAFÉLAG ÍSLENDINGA stendur að fyrirlestri Eiríks Steingrímssonar prófessors í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 14. Þar mun Eiríkur flytja fyrirlesturinn: Frá litfrumum til sortuæxla: Bygging og hlutverk stjórnpróteinsins MITF. Að finna goðsögnina í sjálf- um sér er ljósmyndasýning í Norræna húsinu. Ljósmyndarinn Fiann Paul mun leiða gesti um sýninguna á morgun. Ljósmyndarinn Fiann Paul verð- ur með leiðsögn um ljósmynda- sýninguna „Að finna goðsögnina í sjálfum sér“ klukkan 14 í Nor- ræna húsinu á morgun. Auk þess mun hann segja frá dvöl sinni á Grænlandi og sýna áður óbirtar ljósmyndir þaðan. Fiann Paul opnaði tvær ljós- myndasýningar í byrjun desem- ber. Aðra í Ráðhúsi Reykjavíkur og hina í Norræna húsinu. Á sýn- ingunni í Ráðhúsinu eru myndir sem prýða bók Fianns Paul, Goð- sögnin. Myndirnar í Norræna hús- inu eru hins vegar af öðrum toga, þær eru allar teknar á Grænlandi og býr mikil saga á bak við tilurð þeirra og tökurnar sjálfar. Fyrirsæturnar á myndunum setja sig í ævintýralegar stell- ingar og ríkir goðsögulegur blær yfir myndunum. Á myndunum má meðal annars sjá fegurðar- drottningu Grænlands, frækna veiðimenn og einnig eru börn af munaðarleysingjahæli á Græn- landi. Fiann dvaldi í nokkra mán- uði á Grænlandi við tökur en einn- ig hannaði hann alla búninga sem notaðir eru í myndatökurnar. Um ævintýraveröld Ljósmyndarinn Fiann Paul verður með leiðsögn um ljósmyndasýningu sína í Nor- ræna húsinu á morgun klukkan 14. MYND/FIANN PAUL Fróðleikur um ull ULLARFRÆÐINGURINN KRISTINN ARNÞÓRSSON FLYTUR FYRIRLESTUR UM ULL OG ULLARFRAMLEIÐSLU Í AMTSBÓKASAFNINU Á AKUREYRI Í DAG. Ævi Kristins er ofin í ull allt frá því að hann lék sér við verksmiðju- lækinn sem barn þar til hann lét af störfum sem ullarfræðingur. Í starfi sínu hjá Gefjun hafði hann meðal annars með höndum að blanda saman ullarhárum sauðkindanna til að búa til sauðalitina í ullargarni sem enn er notað í dag. Enn frem- ur hönnun á mynstri værðar- voða og margt fleira sem lýtur að vinnslu og hönnun á ullarvörum. Kristinn heldur í dag fyrirlestur um ull og ullarframleiðslu í Amtsbóka- safninu á Akureyri klukkan 14 í dag. Um leið verður opnuð á safn- inu sýning Iðnaðarsafnsins á Akur- eyri um ull og ullarframleiðslu á síðustu öld. Sú sýning verður opin til 31. janúar. www.idnadarsafnid.is Amtsbókasafnið á Akureyri. Ásta Arnardóttir • 862 6098 • asta@this.is Lótus jógasetur • www.this.is/asta YOGA HEFST 9. JAN MORGUN HÁDEGI SÍÐDEGI BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 18. JAN FJÖLSKYLDUYOGA HEFST 16. JAN DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Kennari: Meistari Zhang einkatímar og hópatímar Hugræn teigjuleikfimi innifalinn Skráning er hafin Tai chí Tau loFrístund akort Lífsskólinn ehf. Aromatherapyskóli Íslands Margret Demleitner kennari Lífsskólans ehf. verður með námskeið helgina 23.-24. janúar kl. 9 til 17 báða dagana og þriðjudaginn 26 jan frá kl 18 til 22. Greiðslan er 30.000 sem má skipta. Kennslugögn eru innifalin. Margret Demleitner er iðjuþjálfi , náttúrulæknir/heilpraktier, grasalæknir og ilmolíufræðingur og stundar einnig nálastungumeðferðir. Á námskeiðinu verður farið yfi r infl úensur A, B og Svínafl ensu, orsakir þeirra, útbreiðslu og náttúrulegar meðferðir við þeim. Einnig verður farið í orsakir blóðtappa og heilablæðinga. Fyrirbyggjandi aðferðir og meðferð eftir áfall Skráning og upplýsingar í síma 557 7070 og á vefpósti lifsskolinn@simnet.is einnig á heimasíðu skólans www.lifsskolinn.is fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík, Selfossi og Barðanum Skútuvogi Startaðu betur í vetur TUDOR rafgeymirinn er hannaður til að lifa allan veturinn af. Forðastu óvæntar uppákomur. TUDOR rafgeymar - betra start í allan vetur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.