Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 24
24 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR A far skiptar skoðanir eru um þær ákvarðanir Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta lög um breytingu á lögum um ríkisábyrgð á Icesave- reikningum Landsbankans á þriðjudag. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að afgerandi meirihluti þjóðarinnar styður þessa niðurstöðu forsetans. Alls sögðust 62,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni styðja ákvörðun Ólafs Ragnars, en 37,6 prósent sögðust ekki styðja ákvörðunina. Einnig var spurt hvernig fólk hygðist greiða atkvæði í fyrirhugaðri þjóðarat- kvæðagreiðslu. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 39,9 prósent telja að lögin ættu að halda gildi sínu. Alls sagði 60,1 prósent að lögin ætti að fella úr gildi. Mælanlegur munur var á afstöðu karla og kvenna til spurninganna. Um 64,2 prósent karla sögðust styðja ákvörðun forsetans, en 60,4 prósent kvenna. Konur eru líklegri en karlar til að stað- festa lög ríkisstjórnarinnar í komandi þjóð- aratkvæðagreiðslu. Um 43,6 prósent kvenna sem svöruðu könnun Fréttablaðsins sögðust myndu samþykkja lögin, en 37,3 prósent karla. Munurinn er 6,3 prósentustig. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna styður ákvörðun forsetans um að neita að staðfesta lögin. Aðeins meðal stuðn- ingsmanna Samfylkingarinnar er innan við helmingur sem segist styðja ákvörðun for- setans. Alls sögðust tæplega 86 prósent fólks sem sagðist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú styðja synjun forseta Íslands, og um 80 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Þá sögðust tæplega 53 prósent þeirra sem kjósa myndu Vinstri græn styðja ákvörðun Ólafs Ragnars. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar skera sig nokkuð úr. Rúmlega 34 prósent þeirra sögðust styðja synjun forsetans en 66 pró- sent segjast henni andvígir. Skýr skil á flokkslínum Stuðningsmenn flokkanna skiptast í tvö horn þegar spurt er hvort þeir hyggist samþykkja lög ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Afar lítill stuðningur er við að lögin verði staðfest meðal stuðningsmanna stóru stjórnarandstöðuflokkanna, en meiri- hluti stuðningsmanna ríkisstjórnarflokk- anna vill staðfesta lögin. Aðeins tæplega 19 prósent stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins vilja samþykkja lög ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hlutfallið var svipað meðal stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins, þar sem tæplega 22 prósent sögðust vilja að lögin haldi gildi sínu eftir atkvæðagreiðsluna. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar virð- ast líklegri en aðrir til að styðja lög ríkis- stjórnarinnar. Rúmlega 74 prósent sögðust ætla að samþykkja lögin. Talsvert lægra hlutfall stuðningsmanna Vinstri grænna styður lögin, tæplega 64 prósent þeirra sem afstöðu tóku. Ekki var mögulegt að greina svör stuðn- ingsmanna Borgarahreyfingarinnar eða Hreyfingarinnar þar sem stuðningsmenn- irnir voru of fáir til að niðurstöður væru töl- fræðilega marktækar. Minni stuðningur í borginni Lítill munur var á afstöðu fólks til laga rík- isstjórnarinnar um Icesave eftir búsetu. Ívið hærra hlutfall höfuðborgarbúa myndi sam- þykkja lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, ríf- lega 41 prósent aðspurðra á móti tæplega 38 prósentum á landsbyggðinni. Stuðningur við ákvörðun forsetans um að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu er ívið meiri á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Alls sögðust 65 prósent fólks sem býr á lands- byggðinni styðja ákvörðun forsetans, en 60,4 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Styðja forsetann og hafna lögum Langsamlega flestir þeirra sem styðja þá ákvörðun forsetans að vísa lögum ríkisstjórn- arinnar um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu ætla að hafna frumvarpinu í atkvæðagreiðsl- unni. Málum er öfugt farið hjá þeim sem voru andsnúnir ákvörðun forsetans, og ætlar mik- ill meirihluti þeirra að staðfesta lögin í þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Af þeim sem sögðust styðja ákvörðun for- setans vildu aðeis 15,3 prósent staðfesta lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 84,7 prósent voru á móti staðfestingu laganna. Alls vildu 82,2 prósent þeirra sem sögðust andvígir synjun Ólafs Ragnars að lög ríkis- stjórnarinnar héldu gildi sínu, en 17,8 prósent vildu ekki staðfesta lögin. Í símakönnun Fréttablaðsins fimmtudag- inn 7. janúar var hringt í 1.100 manns. Svar- endur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfalls- lega eftir búsetu. Spurt var: Styður þú ákvörðun forseta um að staðfesta ekki nýju Icesave-lögin og vísa þeim til þjóðarinnar? Alls tóku 84,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt hvernig fólk ætlaði að greiða atkvæði í fyrirhugaðri þjóðaratkvæða- greiðslu. Notast var við orðalag svipað og notað verður á kjörseðlinum í þjóðaratkvæða- greiðslunni, en orðalagið var einfaldað nokk- uð þar sem um símakönnun var að ræða. Spurt var: Eiga lög um ríkisábyrgð á láni frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum vegna Icesave, sem Alþingi samþykkti en forseti synjaði stað- festingar, að halda gildi sínu? Alls tóku 60 prósent afstöðu til spurningarinnar. Meirihluti hyggst hafna lögum Sex af hverjum tíu sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins hyggjast greiða atkvæði gegn lögum ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave. Svipað hlutfall styður ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að staðfesta ekki nýju Ice- save-lögin heldur vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Brjánn Jónasson rýndi í niðurstöður nýrrar símakönnunar Fréttablaðsins. Talsverður munur er á skoðanakönnunum sem gerð- ar hafa verið eftir að forsetinn ákvað að skrifa ekki undir lög ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var á fimmtu- dagskvöld sögðust rúmlega 62 prósent styðja ákvörð- un forseta. Í könnun MMR sem gerð var á þriðjudag og miðvikudag sögðust 56 prósent styðja ákvörðun forseta. Í könnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið, sem gerð var á þriðjudag og miðvikudag, sögðust 45 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ákvörðun forsetans. Þegar Fréttablaðið spurði hvernig fólk ætlaði að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sögðust 40 prósent ætla að samþykkja lögin. Í könnun MMR var hlutfallið 42 prósent. Alls sögðust 53 prósent vilja staðfesta lögin í könnun Gallup. Miklar sveiflur mælast í könnunum á stuðningi við ákvörðun forseta Íslands um að synja lögum um Icesave staðfestingar, sem sýnir að þorri landsmanna hefur ekki myndað sér ákveðna skoðun á málinu, segir Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann bendir á að stuðningur við synjun forsetans mælist nú minni en áður en hann tók ákvörðun sína, en meiri en strax eftir að hann tilkynnti að hann hefði synjað lögunum stað- festingar. Mögulega megi skýra talsverðan mun milli kannana á dagamuni á skoðunum fólks. Stuðningur við ákvörðun forsetans skrifast að einhverju leyti á að krafan um þjóðarat- kvæðagreiðslu er ávallt vinsæl hér á landi, segir Gunnar Helgi. Það þurfi pólitíska djúphygli til að rökstyðja svo vel sé hér á landi af hverju þjóðarat- kvæðagreiðsla eigi ekki að fara fram. Gunnar Helgi segir alls ekki koma á óvart að fylgismenn stóru stjórnar- andstöðuflokkanna styðji frekar ákvörðun forset- ans en stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna. Stuðningur við ákvörðun forsetans velti því að einhverju leyti á vænting- um til niðurstöðu málsins. Augljóst er einnig á könnunum sem gerðar hafa verið frá því forsetinn synjaði lögunum staðfestingar að stór hluti kjósenda á eftir að taka afstöðu til þess hvort staðfesta eigi lög ríkisstjórnarinnar eða hafna þeim, segir Gunnar Helgi. Það sé einnig merki um að erfitt sé fyrir almenning að setja sig inn í málið, og hvort fullnægjandi árangur hafi náðst frá því fyrri lögin um ríkisábyrgð vegna Icesave voru sett í ágúst. Í þessu felst ákveðin hætta á að fólk átti sig ekki nægilega á afleiðingum þess að hafna eða samþykkja lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem hættan sé að niðurstaðan endurspegli ekki í raun hagsmuni þjóðarinnar, segir Gunnar Helgi. Hann segir að vonandi komist meiri festa á skoðanir fólks áður en atkvæðagreiðslan fari fram, ella sé hætta á að alltaf verði efasemdir um niðurstöðuna. Dagamunur á skoðunum fólks VÍSAÐ TIL ÞJÓÐARINNAR Forsetinn tilkynnti á Bessastöðum á þriðjudag að hann hefði ákveðið að vísa lögum um Icesave til þjóðarinnar. Meirihluti þjóðarinnar telur það hafa verið rétta ákvörðun, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GUNNAR HELGI KRISTINSSON SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS Styður þú ákvörðun forseta um að staðfesta ekki nýju Icesave-lögin og vísa þeim til þjóðarinnar? Eiga lög um ríkisábyrgð á láni frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum vegna Icesave, sem Alþingi samþykkti en forseti synj- aði staðfestingar, að halda gildi sínu? Já Nei 20,3% 79,7% 14,1% 85,9% 65,6% 34,4% 47,5% 52,5% Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri græn 78,3% 21,7% 81,2% 18,8% 25,7% 74,3% 36,7% 63,6% Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri græn 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0 Allir Karlar Konur Já Nei Allir Karlar Konur 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0 Ekki var marktækt að reikna stuðning fyrir stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar eða Hreyfingarinnar Munur á niðurstöðum kannana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.