Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 9. janúar 2010 Skíðaparadís Akureyringa í Hlíð- arfjalli hefur skartað miklum og góðum snjó að undanförnu og að- sóknin er með eindæmum góð. „Það snjóaði helling hér yfir jólin svo við höfum ekki aldeilis þurft að kvarta,“ segir Alfreð Almarsson, starfsmaður Vetraríþróttamiðstöðv- ar Íslands í Hlíðarfjalli þegar sleg- ið er á þráðinn norður til að spyrja frétta úr fjallinu. Hann segir veður hafa verið tiltölulega hagstætt til úti- vistar en margir hafi notað frídaga um hátíðarnar til skíðaiðkunar. „Um nýárið var æðislegt veður og fjöl- mennið hér meira en nokkru sinni áður á þessum árstíma. Þá voru milli 1300 og 1500 manns í brekkunum dag eftir dag,“ segir hann ánægður. Frostið var talsvert um tíma og þegar vindur lét líka á sér kræla við- urkennir Alfreð að kuldinn hafi bitið í kinnarnar. „Fólk lét ekki kuldann á sig fá, enda vel gallað og alveg í skýjunum yfir þessu færi,“ segir hann og bætir við að nú hafi hlýnað og hitastigið sé um frostmark. Fimm lyftur eru í gangi í Hlíð- arfjalli þegar mest er um að vera, barnalyftur, stólalyfta og aðrar þar á milli. Alfreð segir skíðasvæðið vera opnað klukkan hálf þrjú á virkum dögum og opið til sjö á kvöldin og um helgar sé opið milli tíu á morgnana til fjögur. Hann minnir á vetrarkort- in sem gildi í Hlíðarfjalli og telur þau góðan kost fyrir þá sem séu dug- legir að stunda brekkurnar. - gun Mikið um að vera í Hlíðarfjalli HLÍÐARFJALL Glæný mynd úr vetrarparadís- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/BIGGI Náttúrustofa Vesturlands lauk nýlega árlegri talningu vetrarfugla á Snæfells- nesi sem fram fer í kringum áramót. Fuglalífið var óvenju blómlegt líkt og síðasta vetur og er það talið stafa af mikilli síldargengd í Breiðafirði annan veturinn í röð. Á talningasvæð- unum voru samtals 20 þúsund fuglar af 33 tegundum. Algengasti fuglinn var æðarfugl en þar á eftir komu hvít- máfur og svartbakur. Síðan fýll, sendl- ingur, tjaldur, bjartmávur, stokkönd, toppskarfur og hávella. Af einstökum talningasvæðum voru flestir fuglar í Grundarfirði, eða 6.562 talsins. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreif- ingu fugla að vetrarlagi. Á vef Nátt- úrufræðistofnunar Íslands segir að ár- legar vetrarfuglatalningar hafi hafist á Íslandi um jólaleytið 1952 að amer- ískri fyrirmynd. Þetta verkefni sé ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hafi verið hér á landi og sú sem taki til flestra fuglategunda. Nánari upplýsingar um talningu Náttúrustofu Vesturlands má nálgast á www.nvs.is. Blómlegt fuglalíf á Snæfellsnesi ÆÐARKOLLA. Algengasta fuglategundin á Snæfellsnesi virðist vera æðurin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Keith McHenry, einn stofnenda Food Not Bombs, flytur fyrirlestur í Friðar- húsi Samtaka hernaðarandstæðinga við Njálsgötu á morgun í tilefni af 30 ára af- mæli Food Not Bombs. Food Not Bombs er alþjóðleg hreyfing sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna árið 1980. Stofnandi hennar var hópur fólks sem þoldi ekki lengur að horfa upp á ríkisstjórnina verja gríðarlegum fjár- munum í stríðsrekstur á meðan almenn- ir borgarar liðu skort. Hópurinn tók því málin í eigin hendur og hóf að gefa þeim mat sem á þurftu að halda. Hugmyndafræði hreyfingarinn- ar hefur síðan þá náð fótfestu víða um heim. Hérlendis hefur Food Not Bombs átt sér stað á Lækjartorgi á hverjum laugardegi í tæp tvö ár. McHenry er nú á ferðalagi um heim- inn þar sem hann segir sögu verkefnis- ins. Auk fyrirlestursins á morgun, sem hefst klukkan 20.00, verður sýnd mynd um starf Food Not Bombs í Afríku. Nauðsynjar en ekki stríðsrekstur Elsku hjartans sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurður Jóhann Thorsteinsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 6. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir Dóra Thorsteinsson Sigurður Ólafsson Geir Thorsteinsson Halldóra Æsa Aradóttir Pjetur Stefánsson María Árnadóttir Helga Sigríður Thorsteinsson Jón Helgi Jónsson og systkinabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir og mágur, Sigmundur Þór Símonarson rafvirki, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 4. janúar sl. Útförin fer fram frá Grafarvogs- kirkju mánudaginn 11. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Geðhjálp, rnr. 1175-15- 510048, kt. 531180-0469. Anna Rós Sigmundsdóttir Andrés Magnússon Símon Símonarson Sólrún Anna Símonardóttir Jóhann Harðarson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, Auðar Tryggvadóttur Lautasmára 39, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Kvennadeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka umönnun. Helgi G. Björnsson Kristín Emilsdóttir Guðbjörg Björnsdóttir Elísabet Björg Björnsdóttir Jón Engilbert Sigurðsson barnabörn og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og heiðruðu minningu okkar ástkæru, Þóreyjar Sigurðardóttur frá Skúfsstöðum Möðruvallastræti 1, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Kristnesspítala og Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Inga, Anna, Sveinn og Bragi Ingólfsbörn. Þórleifur Haraldsson. Þorvaldur, Björg og Anna Sigurðarbörn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Sörensson fyrrum háskólaritari, lést á heimili sínu, fimmtudaginn 7. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Perla Kolka Auður Stefánsdóttir Herbert Jónsson Bragi Stefánsson Svala Karlsdóttir Björg Kolka Melkun, Margrét Kolka Haraldsdóttir, Ása Kolka Haraldsdóttir Elín Perla Kolka, Páll Kolka tengdabörn og afabörnin. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Sæmundar Sæmundssonar sem lést af slysförum föstudaginn 18. desember sl. Sérstakar þakkir viljum við færa Knattspyrnufélaginu Haukum sem og Guðnýju Pálsdóttur og öðru starfsfólki Iceland Express fyrir ómetanlega aðstoð og stuðning. Oddur Sæmundsson Eydís Ingimundardóttir Íris Sæmundsdóttir Heimir Hallgrímsson Jón Trausti Sæmundsson Grace Fu Sigrún Erla Sæmundsdóttir Guðbjörn Alexander Sæmundsson Pétur Ásbjörn Sæmundsson Kolbrún Birna Bjarnadóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Kornelíus Jónsson úrsmíðameistari, lést miðvikudaginn 6. janúar á Landspítalanum í Fossvogi. Sigríður Pétursdóttir Haraldur Kornelíusson Íris Ægisdóttir Kornelía Kornelíusdóttir Gísli Árni Atlason Pétur Kornelíusson Gunnhildur Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Klara Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 2. janúar. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hennar. Útförin fór fram þann 8. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Skjóli. Þorsteinn Svörfuður Kjartansson Hafdís Guðmundsdóttir Ólafur Kristinn Kjartansson Hulda Sveinsdóttir Þórunn Sólveig Kjartansdóttir Friðrik Alfreðsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Jóns Kristins Hansen sem lést þann 19. desember síðastliðinn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar, starfsfólks gjör- gæsludeildar og 14G á Landspítalanum v/Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Júlíusdóttir dætur, tengdasynir og barnabörn. PENINGUM VEL VARIÐ Hreyfingin Food Not Bombs berst fyrir bættu aðgengi almennings að mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.