Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 68
36 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is SIGURÐUR JÚLÍUS JÓHANNESSON FÆDDIST ÞENNAN DAG 1868 „Mælum aldrei orð í reiði, engum manni svörum kalt.“ Sigurður (1868-1956) var lækn- ir og ljóðskáld. Hann stofn- aði ásamt I.O.G.T. barnablað- ið Æskuna, fyrsta barnablað á Íslandi og var ritstjóri henn- ar fyrstu tvö árin. Hann bjó í Vesturheimi í 60 ár og rit- stýrði þar tímaritunum Dag- skrá II, Lögbergi og Voröld. Íslenska óperan tók til starfa þennan dag árið 1982 með vígslu óperuhússins við Ingólfs- stræti og frumsýningu Sígaunabarónsins eftir Jo- hann Strauss. Sérlegur verndari óperunnar, Vig- dís Finnbogadóttir forseti, ávarpaði gesti og síðan var frumflutt tónverkið Tileinkun eftir tónskáldið Jón Nordal sem var sérstaklega samið fyrir þetta tækifæri. Garðar Cortes, söngvari og stjórnarfor- maður óperunnar, hélt líka stutta ræðu áður en sýning hófst á Sígaunabaróninum. Leikstjórn var í höndum Þórhildar Þorleifs- dóttur en hljómsveitarstjóri var Austurríkismað- urinn Alexander Maschat. Með helstu hlutverk fóru Kristinn Sigmundsson, John Speight, Garðar Cortes, Halldór Vilhelmsson, Ásrún Davíðsdótt- ir, Elísabet Erlingsdóttir, Stefán Guðmundsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Sýningunni var geysilega vel tekið og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna. ÞETTA GERÐIST: 9. JANÚAR 1982 Íslenska óperan vígð með viðhöfn MERKISATBURÐIR 1799 Aftakaveður gengur yfir Suðvesturland sem legg- ur kaupstaðinn Básenda á Reykjanesi í rúst, feyk- ir kirkjum á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn og eyði- leggur báta og skip. 1935 Lög eru staðfest um ald- urshámark opinberra starfsmanna. 1964 Tunnuverksmiðjan á Siglufirði eyðileggst í bruna og 40 manns missa þar vinnuna. 1986 Hafliði Hallgrímsson hlýt- ur tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt, Poemi. 1990 Mikið stormflóð veld- ur stórskemmdum á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Grindavík. Þúsundir fiska kastast á land í Vest- mannaeyjum. Fyrst þegar haft er samband við Unni Arngrímsdóttur, danskennara og fyrrum framkvæmdastjóra Módel- samtakanna, biður hún um hálftíma- frest á viðtalinu því hún er með kjöt- bollur í ofninum. Það kemur á daginn að hún er í óða önn að útbúa veislu sem hún ætlar að halda í félagsmið- stöðinni Árskógum á morgun vegna áttræðisafmælisins. „Ég ætla að bjóða upp á pinnamat. Það er handa- vinna í kringum hann en við mæðgur og tengdadóttir mín erum búnar að gefa okkur góðan tíma í að undirbúa hann,“ segir hún glaðlega og kveðst hlakka til dagsins sem hún ætlar að njóta með fjölskyldu og vinum. Unnur er borgardama. Faðir henn- ar var Arngrímur Kristjánsson, skóla- stjóri Melaskóla, og móðir hennar hin norska Henny Othelía Helgesen hús- freyja. Systur á hún eina sem heitir Áslaug Helga, börnin Hennýju, Arn- grím og Björn og átta barnabörn sem öll eru hér á landi nema það elsta sem heitir í höfuðið á henni og býr í Suður- Afríku. Svo á hún fjögur barnabarna- börn. „Langömmubörnin kalla mig lömmu, ég er ánægð með það,“ segir Unnur létt í máli. „Mér hefur alltaf verið dálítið illa við að vera svona löng, sérstaklega á unglingsárunum. Þegar ég fermdist var ég í síðum kjól og ég beygði mig í hnjánum.“ Unnur er þó þekkt fyrir allt annað en að ganga bogin því reisn og þokki hefur verið hennar aðalsmerki. Hún hlaut þakkarviðurkenningu frá Fé- lagi kvenna í atvinnurekstri árið 2001 í lok glæsts starfsferils því hún hafði rekið dansskóla með manni sínum, Hermanni Ragnari Stefáns- syni danskennara, um áratuga skeið. Einnig stofnað og rekið Módelsam- tökin í rúm þrjátíu ár og haldið mörg hundruð sýningar bæði hér heima og erlendis, meðal annars á ullarfatnaði sem íslenskar stúlkur klæddust. „Það var aldrei frí, heldur unnið öll kvöld og allar helgar yfir veturinn en það var rólegra á sumrin. Þó var ég með vikulegar sýningar á Hótel Loftleið- um í mörg ár yfir sumarmánuðina,“ rifjar Unnur upp. „Ég er lánsöm að hafa haft nóg að gera og verið bara sæmilega hress alla tíð,“ bætir hún við en kveðst þó hafa gengið gegnum geislameðferð fyrir tíu árum. „Það sleppur enginn alveg,“ segir hún og rifjar líka upp erfiðleika við missi eiginmannsins 1997. „Hermann var þá að verða sjötugur og við höfðum átt góð ár saman og góð börn. Hann hjálpaði mér í mínu starfi og ég hjálp- aði honum.“ Síðustu ár kveðst Unnur hafa átt flugvirkjann Gunnar Valgeirsson að félaga og vini. „Við erum búin að ferðast mikið um heiminn saman, til Balí, tvisvar til Suður-Afríku og oft til Bandaríkjanna,“ lýsir hún. „En nú er hann búinn að vera sjúkur í heilt ár. Þó er hann að koma heim af spítala og er rosalega duglegur og jákvæð- ur. Gunnar er búinn að gera mikið fyrir mig og ég stend að sjálfsögðu með honum í þessari erfiðu baráttu. Maður bara þroskast og heldur áfram og ég ætla að fagna því á afmælinu mínu að hafa átt innihaldsríkt líf og góða vini.“ gun@frettabladid.is UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR DANSKENNARI: VERÐUR ÁTTRÆÐ Á MORGUN Langömmubörnin kalla mig lömmu, ég er ánægð með það AFMÆLISBARNIÐ Unnur Arngrímsdóttir: „Maður bara þroskast og heldur áfram og ég ætla að fagna því á afmælinu mínu að hafa átt innihalds- ríkt líf og góða vini.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson 90 ára afmæli Guðríður O. Egilsdóttir fv. kennari við Hagaskóla verður níræð 10. janúar 2010. Af því tilefni býður hún vinum og venslafólki til kaffi samsætis í veitingasalnum Har- vard á Hótel Sögu, nk. sunnudag kl. 15.00 - 18.00. Halldór Vest- firðingur ársins Halldór Gunnar Pálsson var valinn Vestfirðing- ur ársins 2009 af lesend- um fréttavefjarins www. bb.is. Halldór Gunnar er 28 ára tónlistarmaður og kórstjóri á Flateyri. Hann hefur á undanförn- um árum getið sér gott orð sem tónlistarmaður og sló á síðasta ári í gegn sem kórstjóri og aðal driffjöður karlakórsins Fjallabræðra. Í Frétt á bb.is segir að lesendur hafa lýst Hall- dóri Gunnari sem dug- legum, skemmtilegum og miklu prúðmenni. Þá töldu margir að hann hafi kynnt Vestfirði á mjög já- kvæðan hátt með kórnum sínum. VESTFIRÐINGUR ÁRSINS 2009 Halldór Gunnar Pálsson stjórnar karlakórnum Fjallabræðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.