Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.01.2010, Blaðsíða 35
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég ætla að klára að pakka saman jólunum og fara eina óumflýjan- lega ferð í Sorpu,“ segir Arndís Björk Ásgeirsdóttir, dagskrár- gerðarkona á tónlistardeild Rásar 1, þegar hún er spurð hvernig hún hyggst eyða helginni. Þó er fleira á dagskránni hjá Arndísi í dag en tiltekt, því að henni lokinni ætlar hún að skella sér í dansveislu í Kramhúsinu. „Veislan verður undir styrkri stjórn Margrétar Erlu Maack í boði samstarfskonu minnar, fjalla- geitarinnar Steinunnar Harðar- dóttur, sem fagnar sextugsafmæli sínu með þessum skemmtilega hætti. Ég býst nú samt ekki við því að ég nái að dansa mikið því ég þarf svo að bruna í Salinn í Kópavogi, þar sem ég ætla sko alls ekki að missa af tónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar píanó- leikara og Rans Dank, en þeir ætla að spila spennandi dagskrá fyrir tvö píanó. Það er alltof sjaldan sem maður fær tækifæri til að fara á svoleiðis tónleika, þótt heilmik- ið sé til af flottri tónlist fyrir þá hljóðfærasamsetningu.“ Á morgun ætlar Arndís að skella sér í bíó ásamt Magdalenu dóttur sinni. „Líklega sjáum við annað hvort Alvin og íkornana eða Artúr 2, en endanleg ákvörðun verð- ur tekin á morgun og verður hún alfarið hennar. Svo var ég víst líka búin að lofa ferð niður á Tjörn og mun uppfylla það loforð með gleði ef vel viðrar,“ segir Arndís. „Í framhaldi af því verður sjálf- sagt sest inn á eitthvert gott kaffi- hús í miðborginni og spjallað yfir kakóbolla,“ bætir hún við. „Svo vona ég að mér takist að finna laus- ar stundir inn á milli til að kynn- ast orkuboltanum og eldhuganum Ragnari í Smára betur í gegnum bókina hans Jóns Karls Helgason- ar. Það er áhugaverð bók um magn- aðan mann sem við eigum svo ótrú- lega margt að þakka,“ segir Arndís Björk Ásgeirsdóttir. kjartan@frettabladid.is Dansveisla og tónleikar Tiltekt eftir hátíðarnar verður Arndísi Björk Ásgeirsdóttur dagskrárgerðarkonu efst í huga fyrri hluta helgarinnar. Hún ætlar þó einnig að gefa sér tíma til að til að fara í afmæli, í bíó og á tónleika. Arndís ætlar ekki að missa af tónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar og Rans Dank í Salnum í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS stendur fyrir fyrirlestrum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag klukkan 13.30. Meðal annars mun Max Houghton, ritstjóri tímaritsins Foto8 í London, flytja fyrirlestur á ensku um breytingar á fréttaljósmyndun í Bandaríkjun- um í kringum síðustu heimskreppu. Lín Design, gamla sjónvarpshúsið • Laugavegi 176 • Sími 533 2220 • www.lindesign.is M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300 NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 13. JANÚAR pplýsingar og innritun í síma 567 0300 / 894-2737 Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is • Vörn gegn frosti og tæringu • Hentugt fyrir alla málma • Eykur endingartíma • Kemur í veg fyrir gerlamengun • Vörn allt niður að -30°C • Engin eiturefni – umhverfisvænt • Léttir dælingu fyrir hita og kælikerfi frostlögur Umhverfisvænn Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is DÚNDUR ÚTSALA Opnunartími Mán. til fös. 11.00-18.00 laug. 11.00-16.00 MIKIÐ ÚRVAL AF ELDRI FATNAÐI FRÁ KR 1000 ALLAR BUXUR 2 FYRIR 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.