Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 14.01.2010, Síða 6
6 14. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is Útsalan heldur áfram 50% afsláttur Hamfarir á Haítí HAÍTÍ, AP Enginn veit hve margir fórust þegar harður jarðskjálfti reið yfir Haítí í fyrrakvöld. Jean-Max Bellerive forsætis- ráðherra sagðist óttast að fjöldi látinna skipti hundruðum þús- unda og þingmaðurinn Youri Lat- ortue talaði um hálfa milljón, en viðurkenndi jafnframt að það væri hrein ágiskun. Staðfest er að hinir látnu skipta að minnsta kosti þúsundum, en fullvíst þótti jafnframt að sú tala myndi hækka verulega. Í höfuðborginni Port-au-Prince mátti sjá lík hvarvetna. Víða var þeim raðað upp og við skóla- byggingar voru lík ungra barna í hrúgum. Jarðskjálfti, sem mældist 7,0 stig, reið yfir stuttu fyrir klukkan tíu í fyrrakvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru 15 km suð- vestur af höfuðborginni á 10 km dýpi. Eftirskjálftarnir skiptu tugum og mældust tólf þeirra á bilinu 5,0 til 5,9. Skjálftinn er sá stærsti sem orðið hefur á Haítí í meira en tvær aldir. Eyðileggingin var gríðarleg. Meðal annars eyðilagðist forsetahöllin, dómkirkja borgarinnar, sjúkra- hús, skólar, aðalfangelsið og fjöldi íbúðarhúsa. „Þingið er hrunið. Skattstofan er hrunin. Skólar hafa hrunið. Sjúkra- hús hafa hrunið,“ sagði Réné Pré- val forseti. „Í mörgum skólanna eru margir látnir.“ Fréttir bárust af því að fjöldi fanga hafi sloppið þegar aðalfangelsi höfuðborgarinnar eyðilagðist. Yfirmaður friðargæslu- liðs Sameinuðu þjóðanna í Haítí er látinn og kaþólski erkibiskupinn í Port-au-Prince sömuleiðis. „Dómkirkjan, skrifstofur erki- biskups, allar stóru kirkjurnar og skólarnir eru rústir einar,“ sagði Bernardito Auza erkibiskup, sendi- fulltrúi Páfagarðs á Haítí. Alþjóða rauði krossinn sagði allar líkur á því að þriðjungur íbúa landsins þyrfti á neyðarhjálp að halda. Hins vegar myndi það ekki skýrast almennilega fyrr en í dag eða á morgun. Haítí er eitt fátækasta ríki ver- aldar og mátti engan veginn við því að verða fyrir hörmungum af þessu tagi ofan á erfitt ástand- ið. Einræðisstjórnir og byltingar undanfarinna áratuga hafa farið illa með þjóðina, svo grunnþjón- usta er nánast engin. Samgöngur eru erfiðar og fátt í þjóðfélaginu almennt sem virkar. gudsteinn@frettabladid.is Ringulreið og óvissa eftir öflugan skjálfta Jarðskjálftinn á Haítí er sá harðasti þar í meira en 200 ár. Þriðjungur íbúa landsins talinn þurfa neyðarhjálp. Helstu byggingar höfuðborgarinnar Port-au- Prince eyðilögðust, þar á meðal skólar, sjúkrahús og aðalfangelsi borgarinnar. „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkj- unum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmunds- sonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. Halldór er í guðfræðinámi í Ohio í Bandaríkjunum. Hann fór þaðan á mánudag í vikuferð með fjórtán manna hópi í námsferð að kynna sér hjálparstarf sem banda- rísk kirkja í Colorado rekur meðal fátækra barna og einstæðra mæðra á Haítí. Hann lét vita af sér strax eftir skjálftann í fyrrakvöld og sagðist óhultur en að hótelið í Jacmel, um þrjátíu kílómetra suður af höfuð- borginni Port-au-Prince, væri stór- skemmt. Um miðnætti í fyrrakvöld, rúmum tveimur tímum eftir skjálftann, lét Hall- dór Elías vita af sér á samskiptavefnum Twitt- er. Hann sagðist þá sitja undir tré í garði „þar sem einu sinni var fínt hótel í Jacmel“. Jenný Brynjarsdóttir, kona Hall- dórs, sagðist hafa fengið tölvupóst frá skipuleggjendum ferðarinnar snemma í gær um að allir úr hópn- um væru heilir á húfi. „Ástandið á hótelinu var betra en fyrst var talið og mér skilst þau hafi gist þar í nótt [í fyrrinótt],“ sagði Jenný í gærkvöld. Hún sagði þá að ekk- ert hefði heyrst til hópsins síðan og ekki heyrðist meira frá Hall- dóri áður en blaðið fór í prentun í gærkvöld. Jenný sagði að hún ætti von á fólkinu heim til Bandaríkjanna en það gæti tekið tíma. - pg Íslenskur guðfræðinemi gisti á hóteli sem skemmdist í skjálftanum á Haítí: „Þar sem einu sinni var fínt hótel …“ HALLDÓR ELÍAS GUÐMUNDS- SON Lét konu sína vita af sér strax eftir skjálftann en síðan hefur ekkert til hans spurst. MYND/ÚR EINKASAFNI Íbúar: Um 9 milljónir Höfuðborg: Port-au-Prince Forseti: René Préval Forsætisráðherra: Jean-Max Bellerive Sjálfstæði: 1804, áður frönsk nýlenda Tungumál: Blendingsmál og franska, bæði opinber Þjóðartekjur á mann: Um 100 þúsund krónur á ári EITT FÁTÆKASTA RÍKI HEIMS Borgar þú öðrum fyrir að farga þínu jólatré? Já 3,3% Nei 96,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Keyptir þú raftæki í desember? Segðu þína skoðun á visir.is. Rauði kross Íslands hóf í gær símasöfnun vegna jarðskjálftanna. Opnað var fyrir símanúmerið 904- 1500 en þegar hringt er í númerið dragast 1.500 krónur frá næsta símreikningi. Í tilkynningu frá Rauða krossin- um kemur fram að sjálfboðaliðar hafi unnið sleitulaust að björgun og við umönnun slasaðra á ham- farasvæðinu frá því í gær. Rauði krosinn á Haítí hefur áralanga reynslu af neyðarvið- brögðum enda hafa fellibyljir valdið miklum usla á eyjunni undanfarinn áratug. - óká OPNAÐ FYRIR SÍMASÖFNUN EFTIR JARÐSKJÁLFTANN Götur höfuðborgarinnar Port-au-Prince voru ekki auðveldar yfirferðar í gær. NORDICPHOTOS/AFP FORSETAHÖLLIN ÓNÝT Flestar helstu byggingar höfuðborgarinnar voru rústir einar eftir hamfarirnar á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.