Fréttablaðið - 26.01.2010, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 26. janúar 2010 17
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til
að senda línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og
bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið
er á móti efni á netfanginu greinar@
frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar
sem finna má nánari leiðbeiningar.
Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í
Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum
miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
UMRÆÐAN
Björn Brynjólfur
Björnsson skrifar um
kvikmyndagerð
35% niðurskurður á því fé sem
mennta- og menningar-
málaráðuneytið og fjár-
málaráðuneytið hafa
skuldbundið sig með samning-
um til að setja í kvikmyndasjóði
er langmesti niðurskurður sam-
bærilegra samninga í mennta- og
menningarmálaráðuneytinu, þar
sem niðurskurðurinn er 0% til
10%. Stefna yfirvalda er að skera
mun meira niður í kvikmyndagerð
en á nokkru sambærilegu sviði.
Því var líst yfir þegar gengið
var til niðurskurðar að ætlunin
væri að dreifa byrðunum á sann-
gjarnan hátt. Hér er ekki verið að
því. Hér er verið að vinna óbæt-
anlegan skaða á atvinnugrein sem
miklu meira vit væri í að efla.
Nú hefur það bæst við að stjórn-
endur Ríkisútvarpsins segjast
munu draga verulega úr kaupum á
kvikmyndaefni sem framleitt er á
Íslandi. Afleiðingarnar verða þær
að framleiðsla á leiknu sjónvarps-
efni, sem nýlega er hafin hérlendis
mun enn dragast verulega saman
og svo til útilokað verður að fram-
leiða heimildarmyndir á Íslandi.
Núverandi stjórnendur RÚV
hafa með þessu útspili ítrekað þá
stefnu að fyrirtækið eigi ekki sam-
leið með íslenskri kvikmyndagerð
og vöxtur hennar og viðgangur sé
RÚV óviðkomandi. Útvarpsstjóri
hefur lýst þessari skoðun með
þeim orðum að RÚV hafi aðeins
skyldum að gegna gagnvart áhorf-
endum sínum og engum öðrum.
Brot á þjónustusamningi
Í hverri viku benda áhorfendur
(með fjarstýringunni) stjórnend-
um RÚV á það efni sem þeir helst
vilja fá: Vandað íslenskt efni. Þess-
ir sömu áhorfendur eru óvart líka
eigendur fyrirtækisins, en engu
að síður ætla núverandi stjórnend-
ur að fara þveröfuga leið og draga
sem mest úr þessu efni.
Sú skoðun að RÚV hafi engum
samfélagslegum skyldum að gegna
sem risafyrirtæki í almannaeigu á
þessu sviði mun vera óþekkt í Evr-
ópu þar sem fjöldi sambærilegra
ríkisrekinna sjónvarpsstöðva lítur
ekki bara á það sem skyldu sína
að starfa með kvikmyndaiðnaði
síns lands að því að þróa og fram-
leiða kvikmyndaefni sem á rætur
í tungumáli og menningu þjóðar-
innar – heldur gerir það með mik-
illi ánægju.
Slíkt samstarf hefur undan-
tekningalaust getið af sér
afurðir sem seljast víða
um heim – og skila verð-
mætum gjaldeyri.
Ákvörðun stjórnenda
RÚV er líka brot á þjón-
ustusamningi fyrirtækis-
ins við mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið, en
því svara stjórnendur
RÚV á þann veg að þar
sem framlög til stofnun-
arinnar hafa nú verið skert frá því
sem segi í samningnum þurfi þeir
hvorki, né geti, uppfyllt samning-
inn. Það munu margir forstöðu-
menn ríkisstofnana vera spennt-
ir að sjá hvort ráðuneytið tekur
þessa röksemdafærslu gilda.
Ekki bara spurning um peninga
Ríkisútvarpið er að skera niður um
270 milljónir en tekjur þess á síð-
asta ári voru 4,4 milljarðar. Nú sjá
stjórnendur þess enga aðra leið en
að skera verulega niður þær 100
milljónir sem þeir kaupa fyrir
íslenskt kvikmyndaefni. Fyrir
þessa peninga fást kvikmyndir,
heimildarmyndir og leikið sjón-
varpsefni sem kostar milljarða
að framleiða því aðeins lítill hluti
kostnaðar við framleiðslu þessa
efnis er greiddur af RÚV. Fram-
leiðslukostnað þess efnis sem RÚV
framleiðir sjálft þarf fyrirtækið
hins vegar að greiða að fullu.
En peningar eru ekki allt. Ef
við þurfum á einhverju að halda
á þessum dögum þá eru það kvik-
myndir, heimildarmyndir og sjón-
varpsþáttaraðir um lífið í þessu
landi. Börnin okkar þurfa á því að
halda. Kvikmyndir eru stór hluti
af menningu okkar og tilveru og
sá hlutur mun stækka.
Framsýnir leiðtogar myndu efla
þennan iðnað sem skapar spenn-
andi störf sem ungt fólk hefur
áhuga á og vinnur með tungumál
okkar og menningu.Hér eru miklir
möguleikar. Við eigum vel mennt-
að fagfólk í öllum deildum.
Eftirspurn eftir vönduðu kvik-
myndaefni í veröldinni er óseðj-
andi og fátt er betur til þess fallið
en kvikmyndir að flytja heiminum
mynd af þessu landi, fólkinu sem
hér býr – og lífinu sem það lifir.
Það er mynd sem við þurfum ekki
að skammast okkar fyrir.
En við þurfum að skammast
okkar fyrir þau skemmdarverk
sem nú eru unnin á íslenskri menn-
ingu.
Höfundur er formaður Íslensku
kvikmynda- og sjónvarpsaka-
demíunnar.
Menningarlegt skemmdarverk
BJÖRN BRYNJÓLF-
UR BJÖRNSSON
Núverandi stjórnendur RÚV
hafa með þessu útspili ítrekað
þá stefnu að fyrirtækið eigi
ekki samleið með íslenskri
kvikmyndagerð og vöxtur
hennar og viðgangur sé RÚV
óviðkomandi.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Móttöku auglýsinga og skráninga
í Símaskrána 2010 fer senn að ljúka.
Ef þú vilt breyta skráningu þinni eða fyrirtækis þíns hafðu
þá samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 522 3200,
farðu inn á Já.is eða sendu tölvupóst á ja@ja.is.
Þú ert ekkert
númer ef þú ert ekki
í Símaskránni