Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 4
4 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA Í fyrsta skipti á lýð- veldistímanum gefst þjóðinni færi á að kjósa um tiltekið mál í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið sem liggur fyrir er hvort lög um breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave taki gildi. Raunar hefur hún þegar tekið gildi, þar sem breytingarlögin tóku gildi þrátt fyrir synjun for- seta Íslands. Eftir þeim hefur hins vegar, eðlilega, ekki verið farið og því er það þjóðarinnar að ákveða hvort svo verði. Í upplýsingabæklingi ríkis- stjórnarinnar er tilgreint hvað gerist eftir því hvort lögun- um verður hafnað eða ekki. Þar segir að verði lögin samþykkt séu helstu óvissuþættirnir hvaða greiðslur fáist út úr slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og hve- nær þær berist. Að auki hvaða áhrif gengisþróun, hagvöxtur og aðrar aðstæður í þjóðarbúinu hafi. Verði breytingartillögunni hafnað telst helsta óvissan hvaða ákvarðanir stjórnvöld á Íslandi, í Bretlandi og Hollandi taki um framhald málsins. Þá sé sama óvissan uppi um greiðslur úr slitameðferðinni. Það er því alls ekki rétt, sem sumstaðar hefur verið ámálgað, að kosningarnar snúist um hvort greiða eigi skuldirnar sem urðu til vegna Icesave-reikninganna. Verði breytingarlögunum hafnað standa fyrri lögin eftir. Semja þarf þó upp á nýtt þar sem Icesave-samningarnir frá í júní og október gætu ekki tekið gildi. Þar er kveðið á um að Bret- ar og Hollendingar samþykki fyrirvara Íslendinga. Þeir hafa þegar hafnað þeim. kolbeinn@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 7° 3° 1° 7° 7° 7° 1° 1° 19° 7° 17° 5° 15° -2° 9° 14° -2° Á MORGUN 8-15 m/s V-til, annars hægari. FÖSTUDAGUR 8-15 m/s, hvassast V-til. 3 2 1 5 4 -2 1 -1 -4 0 0 9 9 7 7 5 5 5 12 7 7 5 3 5 0 -2 -1 6 4 4 4 2 SKÚRIR EÐA ÉL Útlit er fyrir blautt veður um sunn- an- og vestanvert landið næstu daga en fyrir norðan og austan verður úr- komulítið og bjart- ara. Það fer einnig hlýnandi með fremur stífri suð- vestanátt og má búast við samfelldri rigningu suðvestan til á föstudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HOLLAND, AP Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu- Serba, segir að fjöldamorðin í Srebrenica og 44 mánaða umsátur um borgina Sara- jevo séu einber uppspuni. Allur málatilbún- aður á hend- ur sér vegna stríðsglæpa sé byggður á föls- unum. Karadzic heldur í dag áfram að lesa yfirlýsingu sína fyrir stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóð- anna í Haag, þar sem hann sætir alvarlegum ákærum vegna Bosn- íustríðsins árin 1992-95. Hann segist ætla að færa fram sönnur á sakleysi Serba í máls vörn sinni. - gb Karadzic fyrir rétti: Segir fjölda- morð uppspuna RADOVAN KARADZIC SJÁVARÚTVEGUR Allt er nú fullt af síld í Grundarfirði, að sögn vest- lenska fréttablaðsins Skessuhorns. Telja heimildarmenn blaðsins að allt að hálf milljón tonn af síld sé þar að finna. Hafrannsóknaskipið Dröfn hefur verið við mælingar á Breiða- firði og sýnatöku undanfarna daga og hefur nokkrum tonnum verið landað í Grundarfirði og fryst. Skessuhorn segir að síldartorf- urnar séu mjög þéttar. Þær nái frá botni að yfirborði og gangan nái inn í Kolgrafarfjörð. - kóp Hafró við mælingar: Allt fullt af síld í Grundarfirði SKIPULAGSMÁL Afgreiðslu leyfa fyrir tvær umdeildar fram- kvæmdir á Heilsuverndarreitn- um við Barónsstíg og Egilsgötu var frestað á síðasta fundi skipu- lagsráðs Reykjavíkur. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sækir húsfélag Domus Medica um leyfi fyrir þriggja hæða við- byggingu ásamt bílageymslu á tveimur hæðum. Þessum áform- um hafa íbúar við Egilsgötu og eigandi gömlu Heilsuvernd- arstöðvarinnar mótmælt með vísan í aukna bílaumferð. Eig- andi Heilsuverndarstöðvarinnar fyrir sitt leyti vill fá heimild til að innrétta bygginguna þannig að Icelandair Hotels geti hafið þar rekstur í vor. - gar Frestanir í skipulagsráði: Domus og hótel áfram óafgreitt HEILBRIGÐISMÁL Meta þarf hvort og þá hvaða áhrif starfsemi einkarek- ins spítala á Ásbrú (gamla varn- arsvæðið á Keflavíkurflugvelli) hefur á íslenska heilbrigðiskerf- ið. Þetta segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Forvígismenn spítalans hafa óskað eftir fundi með Geir og er hann fyrirhugaður við fyrsta hentugleika. Fram hefur komið að ætlun þeirra er að veita sérhæfða þjónustu, fyrst og fremst fyrir útlendinga. Geir vill ekki láta uppi eigin skoðanir á hugmyndum um einka- rekinn spítala og kveðst ætla að meta málið án þess að gefa sér skoðanir á því fyrirfram. „Ég vil skoða hvaða hugmyndir eru í gangi, við hverju má búast og hver áhrifin gætu orðið,“ segir hann. Að auki þurfi að fara yfir hvort sú þjónusta sem bjóða á upp á stand- ist þær kröfur sem gerðar eru til heilbrigðisþjónustu á Íslandi. „Að öðru leyti er þetta pólitísk ákvörð- un og ég ætla ekki að lýsa yfir pól- itískri afstöðu til málsins.“ Geir bendir á að nú þegar sé talsvert um einkarekna heilbrigð- isþjónustu í landinu. Margvíslegar rannsóknir og aðgerðir auk margs annars fari fram á einkastofum lækna. - bþs Landlæknir segir að skoða þurfi vandlega áform um einkarekinn spítala á Ásbrú: Áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið metin GEIR GUNNLAUGSSON Kosið um breytingu á lögum Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag verður ekki tekin afstaða til réttmætis þess að greiða af Icesave. Kosið er um hvort breytingar á lögum um ríkisábyrgð taki gildi eða ekki. Óvissa er um hvað tekur þá við. UTANKJÖRFUNDUR Þjóðaratkvæðagreiðslan er þegar hafin. Að öllu óbreyttu verður kjördagur á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGIN FRÁ Í SEPTEMBER Verði eftirstöðvar af láninu 2024 verði að semja upp á nýtt. Ríkisábyrgðin tekur ekki gildi fyrr en Bretar og Hollending- ar hafa samþykkt fyrirvara. Skuldbindingar Tryggingarsjóðs séu háðar sömu fyrirvör- um og ríkisábyrgð. 1) Lánasamningar túlkaðir í samræmi við Brussel-viðmið (um erfiðar og fordæmalausar aðstæður Íslands.) 2) Komið verði í veg fyrir aðför að eignum Íslands. 3) Yfirráð yfir náttúruauðlindum tryggð. Sett hámark á afborganir sem ekki verði farið yfir. 1) Mat Eurostat á vergri landsframleiðslu. 2) Miðað við meðallag miðgengis Seðlabankans árlega. Látið reyna á hvort kröfur Tryggingarsjóðs í þrotabú Landsbankans séu forgangskröfur. LÖG UM BREYTINGAR Verði eftirstöðvar af láninu 2024 framlengist samningur til 2030 og þá um fimm ár til ef með þarf. Fellt úr gildi. Bretar og Hollendingar höfnuðu sumum fyrirvörum. Fellt úr gildi. 1) Brussel-viðmið aðeins til hliðsjónar, ekki beitt við túlkun. Ensk lög gilda um samningana. 2) Sagt tryggt. 3) Sagt tryggt. Sett hámark á afborganir, en þó tryggt að vextir verði ávallt greiddir sem gætu farið yfir hámark, en talið ólík- legt. Gólf á greiðslum þar sem vaxtagreiðslur eru tryggðar. 1) Mat AGS á vergri landsframleiðslu. 2) Miðað við meðal- lag miðgengis Seðlabankans ársfjórðungslega. Svipað ákvæði í viðaukasamningum. Þó veigamikill munur: 1) Ekki útilokað að viðsemjendur eigi frekari kröfur en sjóðurinn. 2) Niðurstaða íslenskra dómstóla má ekki vera í andstöðu við ráðgefandi álit EFTA-dómstóls. 3) Niðurstöður íslenskra dómstóla breyta ekki sjálfkrafa samningi. Greiðslutími Fyrirvarar samþykktir Tryggingarsjóður Forsendur ríkisábyrgðar Greiðsluhámark Hagtölur Forgangskröfur AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 02.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,2753 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,92 129,54 192,40 193,34 174,00 174,98 23,378 23,514 21,567 21,695 17,885 17,989 1,4474 1,4558 196,75 197,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.