Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 26
 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ÚTIVIST OG HEILSA „Ætlarðu að skella þér með?“ er það fyrsta sem Sesselja segir fjör- lega við rígfullorðinn blaðamann- inn þegar hann forvitnast um hjóla- ferðirnar í Bláfjöll. „Ég býð öllum unglingadeildum grunnskóla á höf- uðborgarsvæðinu að hjóla með 800 nemendur í fjöllin í maí og byrj- un júní. Það var opnað fyrir bók- anir í dag og strax eru komnir 200 á skrá,“ heldur hún áfram kampa- kát. Það er þó ekki eintóm léttúð á bak við ákvörðun hennar því með henni kveðst hún vilja efla vitund ungs fólks um sjálfbæra, umhverf- isvæna, heilsubætandi og ánægju- lega ferðamennsku. „Þetta er líka hvati til að velja önnur farartæki en einkabílinn,“ bendir hún á. Stefanía hefur verið að kenna hjólreiðar. Í fyrravetur var hún með þróunarverkefni í Álftamýr- arskóla sem hét Hjólafærni, hjól- um og verum klár í umferðinni. Hún kveðst hafa sagt kennara- stöðunni lausri að minnsta kosti þetta árið til að vinna því braut- argengi að hjólreiðar fengju meiri vigt í samfélaginu. „Krakkar hafa svolítið tileinkað sér að hætta að hjóla um tólf ára aldurinn. Þeir þykjast frekar halda kúlinu með því að labba sem er illskiljanlegt því hjólreiðar eru bæði töff og skemmtilegar.“ Sesselja kveðst senda gátlista í skólana sem nemendur taka með sér heim og fylla þar út sannar upplýsingar um ástand reiðhjól- anna. Hún mun síðan koma í skól- ana áður en lagt er af stað og skoða hjól og hjálma. Hún segir fyrirhug- aða leið liggja að mestu um stíga, meðal annars um Heiðmörkina og aðeins verði hjólað um Suðurlands- veg á eins og hálfs kílómetra kafla. „Við erum að tala um óbyggðaferð en samt komumst við þangað að miklu leyti á malbiki. Þó þurfum við aðeins að klöngrast og á einum stað að teyma hjólin.“ En hversu marga ætlar hún að fara með í einu? Ég geri ráð fyrir að fara með 80 í einu og skipti þeim upp í fjóra hópa svo ég hef fleiri fullorðna með mér, enda er þetta samstarfs- verkefni fleiri aðila, meðal annars Breiðabliks og við ætlum að gista í Breiðabliksskálanum.“ Fyrstu ferðirnar eru auglýst- ar fyrstu mánudagana í maí. „Ég stefni á að fara tvær ferðir í viku allan maí og fyrstu vikuna í júní, nema þegar uppstigningardagur kemur inn í,“ lýsir Stefanía sem kveðst hafa tekið út lífeyrissparnað- inn sinn til að helga sig meðal ann- ars þessu verkefni. „Ég hafði engan áhuga á að það yrði stolið meira frá mér,“ segir hún. „Heldur vildi ég verja þessum aurum á einhvern heilbrigðan hátt.“ gun@frettabladid.is Unglingar hjóla í Bláfjöll Stefanía Traustadóttir kennari er áhugamaður um reiðhjólamenningu. Hún hefur skipulagt hópferðir með unglingum á vordögum upp í Bláfjöll og hlakkar mikið til. Hún býðst til að hjóla með 800 nemend- ur unglingadeilda og þegar hafa 200 skráð sig. Hægt er að skrá sig á vefnum www.hjolafaerni.is „Við erum að tala um óbyggðaferð en þó komumst við þangað að miklu leyti á malbiki,“ segir Stefanía og kveðst leggja áherslu á að bæði hjól og hjálmar séu í góðu lagi áður en lagt verður af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aukin hollusta í fæðuvali hefur einnig mikið að segja auk þess sem mikil- vægt er að draga úr neyslu á óhollu feitmeti og skyndifæði. Hreyfing og hollt mataræði er einnig fyrirbyggjandi og minnkar líkur á ýmsum kvillum, svo sem æðasjúk- dómum og hjartakvillum. Mælt er með því að fólk stundi einhvers konar líkamsrækt í að minnsta kosti þrjátíu mínútur á dag, flesta daga vikunnar. Regluleg hreyfing dregur einnig úr streitu og stuðlar að bættum svefni og þar með aukinni vellíðan. Hreyfing bætir líðan REGLULEG HREYFING SKIPTIR MIKLU MÁLI FYRIR HEILBRIGÐAN LÍKAMA. Regluleg hreyfing skiptir miklu máli fyrir heilsu manna. Ef vítamín eru geymd á köldum, dimmum stað og vel innsigluð, ættu þau að endast í tvö til þrjú ár. Eftir að innsigl- ið er farið má reikna með tólf mánaða geymsluþoli. Ný og betri bæti- efnabiblía STOTT PILATES® Photography © Merrithew Corporation. K IRKJULUNDUR 19 . 210 GARÐABÆR . S ÍMI : 894 1806 . www.jafnvaegi . i s Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. 601103 - létt fylltur og bjartur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- teg. 8115 - létt fylltur og mjög fallegur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- NÝJAR SENDINGAR - SÖMU GÓÐU VERÐIN FimmtudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.