Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 2
2 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR FÆREYJAR Heilu fjölskyldurnar í Færeyjum þjást af arfgenga sjúk- dómnum CTD. Dæmi eru um að systkini deyja með stuttu milli- bili. Halldóra Storá, færeysk kona búsett á Íslandi um árabil, þekkir dæmi þessa, en ein frænka henn- ar og æskuvinkona hefur misst tvö börn úr CTD. Þriðja barnið er veikt og tvö bera veikina án ein- kenna. Það gera öll barnabörnin, níu talsins, líka. Nú þegar hefur um þriðjungur Færeyinga farið í blóðprufu vegna sjúkdómsins, aðallega ungt fólk, en um einn af hverjum sjö hundruð Færeyingum er með sjúkdóminn. Þetta er hundraðfalt hærra hlutfall en víðast í heimi. Á Íslandi hefur eitt barn greinst með sjúkdóminn, af átta til níu þúsund prófuðum. Halldóra segist fegin umfjöll- uninni á Íslandi, sérstaklega að heyra að hægt sé að fara í skimun á Landspítala, því hún hafi spurst fyrir hjá tveimur læknum hér, sem ekki þekktu til sjúkdómsins. „Það er þungu fargi af mér létt að þetta er komið á þetta stig. Nú fer ég í blóðprufu á morgun [í dag],“ segir hún. Eins og kom fram í blaðinu í gær er CTD efnaskiptagalli sem getur lýst sér á marga vegu. Sérlega ógn- vænlegt þykir að ungt fólk, áður án einkenna, getur látist fyrir- varalaust úr veikinni. Sjúkdómurinn komst í hámæli í Færeyjum í sumar þegar 25 ára kona var greind með hann á föstu- degi og boðuð í lyfjagjöf á mánu- degi. Hún lést á sunnudagsmorgni. Árið áður hafði frændi Halldóru, 21 árs gamall, orðið sama sjúk- dómi að bráð. Nú líta margir Færeyingar til baka og spyrja sig hvort einhver bráðkvaddur ættinginn hafi ef til vill látist úr CTD. Frænka Hall- dóru er í þessum hópi, því fyrir utan fyrrgreind börn missti hún hvítvoðung. Sú stúlka hefði verið um fertugt í dag. „Þetta er hræðilegt,“ segir Hall- dóra. „Það var aldrei staðfest að hún hefði verið með þennan sjúk- dóm. Þetta hefur ekkert verið kannað fyrr en núna.“ Halldóra þekkir dæmi um fólk sem hefur verið greint með CTD en hafði ekki vitað að nokkuð amaði að því. „Þetta er rosalega mikið áfall. En nú er þetta fólk komið á lyf og líður þá miklu betur,“ segir Halldóra. klemens@frettabladid.is Óttast erfðasjúkdóm og fer í skimun í dag Færeyingur frá Sandey ætlar í blóðprufu vegna CTD á Landspítalanum í dag. Frænka hennar missti tvö börn úr veikinni, þriðja barnið er veikt og tvö til við- bótar bera veikina. Er fegin umfjölluninni því læknar hér þekktu ekki CTD. HALLDÓRA STORÁ Halldóra er frá Skopun á Sandey, en á Sandey bera hlutfallslega flestir sjúkdóminn í sér. Fólk getur verið einkennalaust alla ævi. Halldóra ætlar í skoðun í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLI KR. Benedikt, verðið þið fyrir mikl- um gróðurhúsaáhrifum? „Nei, en við vitum að græna hliðin á að snúa upp.“ Geymslur lögreglunnar eru yfirfullar af búnaði til kannabisræktunar, hitalömp- um og heilu frystiklefunum. Benedikt H. Benediktsson hjá lögreglunni í Reykjavík hefur umsjón með birgðunum. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært Catalinu Mikue Ncogo fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frels- issviptingu og ólögmæta nauðung. Catalina er einnig ákærð fyrir hótanir, fyrir að hafa hrækt á lög- reglumann og tvær líkamsárásir. Hún neitaði sök í öllum ákærulið- unum fyrir Héraðsdómi Reykja- ness, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Catalina er enn í gæsluvarð- haldi, þar sem talin er hætta á að hún taki upp fyrri iðju. Hún hefur áður verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft viðurværi af umfangs- miklu vændi fjölmargra kvenna sem hún hélt úti í miðborg Reykja- víkur. Þá var hún einnig dæmd fyrir að hafa skipulagt og staðið að innflutningi á 400 grömmum af kókaíni til landsins frá Hollandi. Hún var þá sýknuð af ákæru um mansal. Tveimur dögum eftir að hún var dæmd í byrjun desember var hún handtekin aftur og hefur setið inni síðan. Dómari í héraðsdómi úrskurð- aði í gær að þinghaldið nú yrði lokað. Aðalmeðferð málsins var ákveðin 12. og 15. mars næstkom- andi. - jss CATALINA MIKUE NCOGO Ákæran á hendur Catalinu er í átta liðum. Catalina Mikue Ncogo aftur fyrir Héraðsdóm Reykjaness: Ákærð fyrir mansal og vændi ALÞINGI Efnahags- og skattanefnd Alþingis hyggst kalla skilanefnd- ir bankanna til fundar við sig á föstudag og ræða samskipti þeirra við skattrannsóknarstjóra. Fram er komið í fjölmiðlum að engin mál hafi verið send til skattrannsóknar að frumkvæði skilanefndanna. Þetta mál var rætt við skattrannsóknarstjóra á fundi efnahags- og skattanefndar í gærmorgun. Helgi Hjörvar, for- maður nefndarinnar, staðfesti við Fréttablaðið að til stæði að nefnd- in fundaði með skilanefndarfull- trúum á föstudag. - pg Efnahags- og skattanefnd: Kallar skila- nefndir fyrir DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan mann fyrir að vera drukkinn á hesti og hrækja síðan á lögregluvarð- stjóra. Maðurinn var á ferð á hestin- um í Hallárdal við Hallá í Aust- ur-Húnavatnssýslu í septemb- er 2008. Hann er ákærður fyrir að hafa verið svo ölvaður að hann hafi ekki verið fær um að stjórna hestinum örugglega. Þegar lögregla hafði stöðv- að ferð hans og var með hann í lögreglubíl á leið á Blönduós hrækti hann á lögregluvarðstjó- ra. - jss Ákærður af ríkissaksóknara: Ölvaður á hesti hrækti á löggu ALÞINGI Venjuleg fjölskylda þarf 100.000 króna heildartekjur til að standa undir hækkunum á bens- ínverði undanfarið ár. Þetta stað- hæfði Ásbjörn Óttarsson, Sjálf- stæðisflokki, á Alþingi í gær. Skattahækkanir um síðustu áramót hefðu hækkað verð á hverjum bensínlítra um 26 krón- ur. 37 króna hækkun mætti að auki rekja til þróunar á heims- markaðsverði. Kostnaðarauk- inn af þessum hækkunum fyrir venjulega fjölskyldu væri 52.000 krónur á ári og til að eiga fyrir því þurfi að vinna sér inn 100.000 krónur í heildarlaun. - pg Hækkað bensínverð: 52.000 króna útgjöld á ári NÁTTÚRUHAMFARIR Alþjóðabjörg- unarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður ekki send á skjálftasvæðið í Chile. Ástæðan er sú að of langt er liðið frá skjálft- anum og fjarlægðir miklar, sam- kvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsbjargar. Evrópusambandinu barst form- leg beiðni frá stjórnvöldum í Chile um aðstoð eftir jarðskjálftann á mánudag, um tveimur sólarhring- um eftir að hann reið yfir. Beðið var um færanleg sjúkrahús, vatns- hreinsibúnað, samskiptabúnað og sérfræðinga í að meta ástand bygginga. Rústabjörgunarsveitir frá nærliggjandi löndum eru á leið á skaðasvæðið til aðstoðar. - shá Alþjóðasveitin ekki send: Of langt liðið frá skjálftanum SANTIAGO Í CHILE Eyðileggingin af völdum jarðskjálftans, sem mældist 8,8 á Richter-kvarða, er gríðarleg. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Aðeins var brugðist við einni af fjórum ábendingum sem Ríkisendurskoðun gerði vegna starfsemi efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra (RLS) í stjórnsýsluúttekt árið 2006, samkvæmt eftirfylgni stofnunarinn- ar sem upplýst var um í gær. Alls voru gerðar fimmtán athugasemdir við starfsemi Ríkislögreglustjóra í úttektinni, en brugðist hefur verið við ellefu. Ríkisendurskoð- un telur að áætlanagerð hafi verið bætt innan deildarinnar, en öðrum ábendingum hafi ekki verið sinnt. Til dæmis var mælt með fjölgun starfsmanna deildarinnar, sér í lagi fjölgun sérfræðinga á sviði viðskiptafræði og fjármála. Einnig var mælt með aukinni samvinnu við skattayfirvöld. Ríkislögreglustjóri hefur ekki heldur brugð- ist við ábendingu um að endurskoða hámarks- aldur ökutækja lögreglunnar, og að gera lang- tímaáætlanir um endurnýjun bílaflotans. Ríkisendurskoðun gerði einnig úttekt á Umhverfisstofnun árið 2006. Í kjölfarið var því beint til umhverfisráðuneytisins að endur- skoða löggjöf um stofnunina. Við því hefur ekki verið brugðist. Brugðist hefur verið við öðrum athugasemdum vegna stofnunarinnar. - bj Ekki brugðist við athugasemdum um efnahagsbrotadeild RLS í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar: Starfsmönnum deildarinnar ekki fjölgað ÚRBÆTUR Brugðist var við ellefu af fimmtán athuga- semdum sem gerðar voru vegna embættis Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Sjóræningjar ræna bílalest Árás sómalískra ræningja, sem hingað til hafa einbeitt sér að sjóránum, á bílalest með hjálpargögn veldur hjálparstofnunum áhyggjum. Þrír flutningabílar og bílstjórar þeirra eru í haldi ræningjanna. Sjóræningjar hafa rænt birgðaflutningaskip en hafa hingað til ekki rænt flutningabíla. SÓMALÍA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.