Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 3 „Umferð um Heiðmörk hefur aug- ljóslega aukist eftir bankahrunið 2008,“ segir Kristín sem frá því í júlí 2008 hefur unnið að því að meta hana til fjár sem umhverf- isauðlind. Það er hennar doktors- verkefni og hún beitir fjölbreyttum rannsóknaraðferðum, meðal ann- ars hefur hún gert könnun meðal notenda. „Ég fór fjörutíu og níu sinnum í Heiðmörkina á ýmsum tímum, stoppaði fjóra klukkutíma í senn og spurði alla vegfarendur náið út í þann kostnað sem þeir legðu í til að komast á svæðið og hversu mikl- um tíma þeir eyddu í ferðina,“ lýsir hún. Ánægjuna sem fólk hafði af heimsóknunum reyndi hún þó ekki að verðmeta. „Við ætlum að reyna að fá ánægjuna inn í næstu könnun og átta okkur á hvaða gildi Heið- mörkin hefur fyrir þjóðina,“ segir hún bjartsýn og vísar þar til net- könnunar sem á næstunni fer út til 4.000 manna úrtaks á öllu land- inu. „Þó svo fólk búi fjarri svona stað þá getur það haft skoðanir á honum. Það vill kannski eiga val- kost um að njóta hans í framtíðinni og vernda hann vegna jarðfræði og annarra náttúrulegra þátta,“ segir hún. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem gerð er hérlend- is en Kristín segir þær vel þekkt- ar erlendis. „Í Bandaríkjunum hefur hagrænt mat á náttúrugæð- um þekkst lengi og þar hefur ekki verið ráðist í stórframkvæmdir síðustu fjörutíu ár öðruvísi en að það færi fram.“ Kristín kveðst hafa dvalið um tíma í umhverfis-, auð- linda- og hagfræðideild Berkley- háskóla í Bandaríkjunum sem hafi verið leiðandi á þessum sviðum í áratugi og þaðan fáist mikil sér- fræðiþekking. Leiðbeinandi henn- ar hér er Ragnar Árnason prófess- or. Rannsóknin er styrkt af Rannís, Landsvirkjun og eigendum Heið- merkur; Garðabæ, Reykjavík og Orkuveitu Reykjavíkur. Skógrækt- arfélög hafa umsjón með svæðinu, meðal annars landnemareitum sem félagasamtökum var úthlutað á síðustu öld. Doktorsritgerðinni býst Kristín við að ljúka á þessu ári. „Þá verða eigendurnir komnir með ágætt plagg til að stýra eftir þegar þeir taka ákvarðanir um nýt- ingu og verndun svæðisins í fram- tíðinni,“ segir hún. gun@frettabladid.is Verðgildi Heiðmerkur í krónum og aurum Heiðmörkin er útivistarperla í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem fólk gengur að vísri. Kristín Eiríks- dóttir, doktorsnemi í umhverfishagfræði við HÍ, vinnur að því að verðmeta gæði hennar í óbreyttri mynd. „Þó svo fólk búi fjarri svona stað þá getur það haft skoðanir á honum. Það vill kannski eiga valkost um að njóta hans í framtíðinni og vernda hann vegna jarðfræði og annarra náttúrulegra þátta,“ segir Kristín um Heiðmörkina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR „Strax eftir mótið í fyrra voru allir orðnir mjög spenntir fyrir næsta móti. Þetta er alveg frábær uppákoma sem vex með hverju árinu,“ segir Kolbrún Jónsdóttir, sem ásamt Brynju Þor- steinsdóttur er skipuleggjandi Kempu- móts Striksins á skíðum í Hlíðarfjalli, sem haldið er um helgina. Að sögn Kolbrúnar átti Brynja hug- myndina að mótinu, en hún er gömul landsliðskempa í skíðaíþróttum. „Henni datt í hug að safna saman fólki sem æfði eða keppti á skíðum en er hætt því fyrir einhverju síðan. Mótið tókst rosalega vel í fyrra og því ekkert til fyrirstöðu að halda það á nýjan leik,“ segir Kolbrún. Á Kempumótinu verður keppt í stór- svigi og samhliðarsvigi í nokkrum flokkum og einnig í liðakeppni. Allar kempur sem eru þrjátíu ára eða eldri eru hvattar til að skrá sig til leiks, en þó verður gerð undantekning fyrir skíðafólk á aldrinum 25 til 29 ára ef minnst tvö ár hafa liðið síðan það hætti keppni. Í fyrra mættu um fimm- tíu kempur til leiks en Kolbrún segir allt stefna í að keppendur verði hátt í hundrað í ár. „Á síðasta ári var elsti keppandinn 65 ára gamall og honum fannst þetta alveg æðislegt. Núna höfum við auglýst mótið nokkuð vel, bæði á Facebook og víðar, og búumst því við miklu fjöri.“ Mótið hefst með léttri skíðaæfingu og „fararstjórafundi“ upp á gamla mát- ann á föstudag. Að keppni lokinni á laugardag verður svo efnt til lokahófs þar sem lofað er kvöldverði, verð- launaafhendingu og skemmtun fram eftir nóttu. Keppnisgjald er 3.000 krónur og fer skráning fram í gegnum netfangið skidakempur@gmail.com. - kg Skíðakempur keppa á Akureyri KEMPUMÓT STRIKSINS VERÐUR HALDIÐ Í HLÍÐARFJALLI UM HELGINA. Góð stemning á Kempumótinu í fyrra. NÖFN ÞEIRRA SEM VERSLA CINTAMANI VÖRUR Í VERSLUNUM OKKAR Í AUSTURHRAUNI OG KRINGLUNNI FARA Í LUKKUPOTT. VINNINGURINN ER FERð MEð HARALDI ERNI UPP Á HVANNADALSHNJÚK! DREGIð 15 MARS. VILTU VINNA FERð Á HVANNADALSHNJÚK?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.