Fréttablaðið - 03.03.2010, Side 36

Fréttablaðið - 03.03.2010, Side 36
 3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● starfsmenntun ● NÁMSKEIÐ Í BYGG- INGARIÐNAÐI Hjá Iðunni fræðslusetri eru ýmis nám- skeið í boði. Hlutverk Iðunnar er aðallega að bæta hæfni fyr- irtækja og starfsmanna í bíl- bygginga- og málmiðngrein- um, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum. Innan Iðunnar er boðið upp á nám- skeið fyrir sértæka hópa, eins og þá sem starfa við bygg- inga- og mannvirkjagerð. Dæmi um þau námskeið sem eru í boði fyrir þann hóp eru Ábyrgð byggingastjóra, Lagnir í sumarhús og Tilboðsgerð. Nýttu kraftinn er námskeið sem miðar að því að hvetja atvinnulausa einstaklinga til að nýta tíma sinn og kraft á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Rauði þráðurinn er að ganga til hvers dags sem vinnudagur væri og gera sig þannig samkeppnis- hæfari í atvinnuleitinni. Farið er yfir markvissa skráningu tímans sem nemur að minnsta kosti fjór- um tímum á hverjum virkum degi, hvatt til fjölbreytilegra verkefna og útvegaðar vottanir viðurkennd- ar af atvinnulífinu. VR býður fé- lagsmönnum sínum að sækja nám- skeiðið sér að kostnaðarlausu, sem þær Sigríður Snævarr og María Björk Óskarsdóttir viðskiptafræð- ingur hafa þróað. Sjá wwww.nyttu- kraftinn.is. Sigríður Snævarr og María Björk Óskarsdóttir þróuðu námskeiðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samkeppnishæfari í atvinnuleitinni ● NÁMSSAMNINGUR Nýlega var undirritaður samn- ingur milli Starfsafls og End- urmenntunar Háskóla Íslands sem á að að greiða leið al- mennra starfsmanna í atvinnu- lífinu á höfuðborgarsvæðinu að námskeiðum Endurmennt- unar. Starfsafl er starfsmennt Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins sem varð til í tengslum við kjarasamn- inga vorið 2000. Eitt af mark- miðum þess er að hafa frum- kvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun enda símennt- un starfsmanna lykill fyrirtækja að aukinni framleiðni. Heimild/www.starfsafl.is ● FYRIR VINNUSTAÐI OG HÓPA StjórnMennt Opna háskólans leggur metn- að í árangursríkar þekkingar- lausnir fyrir vinnustaði. Unnið er með fjölda fyrirtækja, stofn- ana og félagasamtaka til að gera góða hluti enn betur. Meðal þess sem er í boði er Þekkingarsetur og námskeiða- lotur, námskeið á vinnustöð- um, opin stjórnendanám- skeið og fleira. Viðfangsefni námskeiða og lausna Stjórn- menntar eru sótt til sérfræð- inga Háskólans í Reykjavík og fleiri aðila. Sjá www.opnihas- kolinn.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.