Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 46
18 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þú getur alveg tekið fram úr núna. Ekki renna út í kant. Þú ættir nú að líta oftar í speglana. Passaðu hraðann. Það er gult. Aðeins hægar, þarna er lögga. Gleymdirðu ekki að gefa stefnuljós? Ökukennsla ætti kannski að snúast aðeins meira um heilbrigða skynsemi. Í bókinni segir að maður eigi að hafa báðar hendur á stýrinu. Bíó í kvöld? Já!!! Með Stjána! Nú fara allir í bað! Við þurf- um ekki að fara í bað! Jú, koma svo. EKKI BAÐ! EKKI BAÐ! EKKI BAÐ! Við hefðum unnið þetta rifrildi ef einhver hefði ekki verið með hálfan sandkassann í bux- unum sínum. Sorrí með mig. Sígilt barnalán BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Nú virðast Grikkir loks vera búnir að spila rassinn úr buxunum. Hefur það tekið dágóðan tíma en ég hélt þeir væru á endasprettinum þegar ég bjó þarna í fimm ár fyrir aldamót. MÉR er minnisstætt þegar ég var í minni fyrstu vinnu þar í landi að kokka á mex- íkóskum veitingastað. Þá sögðu samstarfs- mennirnir með dularfullum svip að eftir- litsmenn frá heilbrigðisráðuneytinu væru mættir á vettvang. Lét ég ekki segja mér það tvisvar og hófst strax handa við að koma óhreinindum og lögleysu fyrir katt- arnef. Vakti þetta mikla kátínu hjá kolleg- um mínum. Eftirlitsmennirnir komu auð- vitað aldrei inn í eldhús. Þess í stað sátu þeir meðal kúnnanna og fengu að smakka margarítu, búrrítos og síðan þykkt umslag í eftirrétt. ÞETTA var um jól. Skömmu fyrir páska komu þeir aftur enda eru Grikk- ir vanir að bregða undir sig betri fætinum um páskahátíðina og því veitti eftirlitsmönnunum ekkert af aukatekjum. Í þá daga var líka á allra vit- orði að flestir læknar litu ekki við örkumla fólki fyrr en þeir fundu fyrir umslag- inu læðast í jakkavasann. SÍÐAN vann ég á menningarsetri sem átti ekkert aflögu í umslag svo eftirlitsmenn létu það eiga sig. Þó kom Vinnueftirlit- ið nokkrum sinnum og kom það þá í minn hlut að loka nokkra ólöglega kokka inni á klósetti. Ólöglegum þjónum var hins vegar skipað til sætis þar sem ég færði þeim viskí í klaka og virtust því kúnnar meðan úttektin fór fram. REYNDAR hefur óreiðan löngum verið við lýði við Eyjahaf. Jóhann Kapodistrías, fyrsti forsætisráðherra Grikkja, vildi til dæmis fá lýðinn til að borða kartöflur en landinn hafði löngum fúlsað við slíku. Þá ákvað Jóhann að varðveita þær í vöktuðum geymslum. Það var eins og við manninn mælt; fyrr en varði voru Grikkir farnir að stela þeim, rétt eins og til var ætlast. EN nú er sem sagt komið upp ástand álíka því þegar Helenu fögru var stolið, eða þegar Persar komu með herafla sinn, þegar nasistar ætluðu að geysast yfir land- ið í yfirreið sinni, þegar Papadopoulos ein- ræðisherra kúgaði lýðinn eða þegar þjóð sem ekki getur myndað þriggja manna röð án þess að komi til handalögmála á að fara að skipuleggja heila ólympíuleika. ÞÁ er von á góðu því þetta eru einu tæki- færin þar sem Grikkir taka sig saman í andlitinu. Betri tíð í Grikklandi Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.