Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 14
14 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ekki var laust við að Frakk-ar móðguðust fyrir sína hönd og Zapateros, forsætisráðherra Spánar, þegar tilkynnt var að Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlaði að heiðra einhverja mikla Evrópumessu í Madrid í vor með fjarveru sinni. Þessi samkunda átti að vera fundur æðstu ráða- manna Bandaríkjamanna og Evr- ópusambandsins til að ræða brýn- ustu heimsmál, og hafði Zapatero lagt allt kapp á að búa sig undir að taka á móti stórmenninu, en nú verður hann væntanlega að láta sér lynda að fá einhverjar undir tyllur í staðinn. Til að reyna að bera höfuðið hátt lýsti hann því yfir að Obama hefði mikið að gera og væri þess vegna bundinn annars staðar. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn snið- gengur Evrópumenn; er mönn- um í fersku minni að hann þáði ekki boð Angelu Merkel í haust að vera viðstaddur þegar þess var minnst að tuttugu ár voru liðin síðan Berlínarmúrinn féll. Þetta er reyndar gömul hefð í Bandaríkjunum, og minnast menn stundum orða Kissingers, þegar hann var utanríkisráð- herra: „Evrópa, hvað er það? Það er ekki einu sinni símanúmer.“ Þetta hafa menn gjarnan útskýrt með því að Evrópa hafi þá ekki verið nógu sameinuð, það hafi sárlega vantað einhvern „utan- ríkisráðherra“ sem gæti komið fram fyrir hönd sambandsríkj- anna, tvíhent símtólið og sagt meiningu sína umbúðalaust svo aðrir yrðu að beygja sig. Hefði það ekki verið munur ef stjórn- arskrá Evrópu hefði verið komin í gildi þegar Íraksstríðið hófst? spyrja menn stundum, þá hefði utanríkisráðherrann heldur en ekki staðið uppi í hárinu á skúrk- inum Bush og látið hann fá það óþvegið. Að vísu hugsa menn þessa hugsun aldrei til enda, því eins og staðan var þá í álfunni er langlíklegast að sá utanríkisráð- herra hefði auðmjúklegast geng- ið til stuðnings við Bandaríkja- menn, kannske boðist til að senda einhverjar „Evrópuhersveitir“ til Íraks, og því hefði franskur almenningur naumast tekið þegj- andi og hljóðalaust. Nú var „stjórnarskrá“ Evrópu að vísu felld í þjóðaratkvæða- greiðslum, en í staðinn kom hinn svokallaði „Lissabon-samning- ur“ sem er alveg eins, og því er nú loksins búið að stofna embætti „utanríkisráðherra“ sambands- ins. Þegar það var í undirbúningi veltu menn því fyrir sér hvaða stórmenni gæti skipað þennan virðulega sess, og voru ýmsir nefndir, en svo var það bresk barónessa sem varð fyrir val- inu, öllum að óvörum og senni- lega fyrst og fremst henni sjálfri; hún varð víst alveg steini lostin. Þessi kona, sem nefnist Cathrine Ashton af Upphollandi, var þá alveg óþekkt og nú þegar nokkr- ir mánuðir eru liðnir frá því að hún var útnefnd er hún það enn. Samkvæmt enskri bókmennta- hefð væri hægt að kalla hana „ósýnilegu konuna“. Reyndar vantar ekki að um hana sé skrif- að í frönskum blöðum, en þar er einkum rakið hvað hún hafi ekki gert, ekki hvað hún kunni að hafa afrekað. Hún hefur t.d. ekki tekið í mál að flytja til Brussel, heldur býr þar í hótelherbergj- um og er jafnan með annan fót- inn í London. Þegar jarðskjálft- inn mikli varð á Haítí og Hillary Clinton var fljót á vettvang til að kynna sér ástandið og hug- hreysta hrjáða landsmenn fór barónessan beint heim í helgar- frí til fjölskyldunnar í Englandi, og sagði að svona túrismi, sem sé til landa sem eru hjálpar þurfi, væri óþarfi. Og þó er aðstoð Evr- ópumanna við Haítíbúa mun meiri en það sem Bandaríkja- menn leggja af mörkunum. Um síðir varð barónessan þó að halda blaðamannafund um málið, en vegna vanþekkingar var hún svo ruglingsleg í tali að utanríkisráð- herra Spánar varð að taka orðið af henni. Og hann útskýrði stöð- una á þremur tungumálum, en barónessan er hins vegar einung- is mælt á ensku. Hún svarar hins vegar í síma, að því leyti er hún yfir alla gagnrýni hafin, en ekki eftir kl. átta á kvöldin, né heldur á helgidögum, og hún mun hafa lýst því yfir að hún ætli ekki að leggjast í ferðalög. Barack Obama mun ekki hafa tjáð sig um það hvers vegna hann ætli ekki að koma til Madrid í vor. En einhverjir samstarfs- menn hans, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa hins vegar sagt að þessar Evrópumessur séu tímaeyðsla, þar sé ekki talað um neitt sem máli skipti heldur einungis um „klór-kjúklinga“ og annað álíka, Evrópumenn séu auk þess fáfróðir um helstu vanda- mál heims, og í staðinn fyrir að koma fram sameinaðir reyni hver að ota sínum tota og mynda ein- hver prívat og persónuleg tengsl við Bandaríkjaforseta, utan við allt Evrópusamband. Kannske er þetta skýringin á því að þegar velja átti „utanríkisráðherra“ skuli þeir hafa leitað uppi þá lit- lausustu persónu sem völ var á, einhverja sem tryggt var að myndi aldrei skyggja á neina ráð- herra hinna einstöku þjóða sam- bandsins og aldrei láta neitt til sín taka. Barónessan EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Utanríkisráðherra Evrópu UMRÆÐAN Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar um þjóð- aratkvæði Forsætisráðherra segir þjóðaratkvæða-greiðsluna fara fram 6. mars en telur atkvæðagreiðsluna á sama tíma bæði til- gangslausa og marklausa. Þessi skoð- un ráðherra lýsir best því öngstræti sem málið er komið í hjá framkvæmdarvald- inu. Icesave-lögin margumræddu sem samþykkt voru á Alþingi af öllum þingmönnum Samfylk- ingar og meginþorra Vinstri grænna var synjað staðfestingar af forseta Íslands eftir áskorun um 60 þúsund Íslendinga þess efnis. Þá hefur þingið samþykkt lög um þjóðaratkvæðagreiðslu og sam- kvæmt stjórnarskrá Íslands er verið að fram- fylgja stjórnskipulegu ferli málsins og næsta skref er að leggja málið í dóm þjóðarinnar. Það er framkvæmdarvaldsins að framkvæma lög og framfylgja því ferli sem gert er ráð fyrir í stjórnarskrá. Ef umrædd lög ríkisstjórnarinnar eru hins vegar tilgangslaus og marklaus að mati forsætisráðherra þá getur ríkis- stjórnin lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi og lagt til að umtöluðustu lög Íslandssögunnar verði felld úr gildi. Á meðan Icesave-lögin eru í gildi og enginn samningur er í hendi við Breta og Hollendinga er augljóst mál að þjóð- in eigi að fá að segja sína skoðun á lög- unum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allar hugmyndir og umræða um frestun á atkvæðagreiðslunni veikja málstað okkar gagnvart viðsemjendum okkar og hafa enga þýðingu að öðru leyti en að slá vandanum á frest. Það má líka benda á þá augljósu staðreynd að þjóðaratkvæðagreiðslan er löngu hafin, en hátt á þriðja þúsund einstaklingar hafa nú þegar greitt atkvæði utankjörsstaðar. Það er mín skoðun að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi að fara fram og að þjóðin eigi að fá tækifæri til þess að segja sína skoðun á málinu. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram ERLA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR B ændasamtökin leggjast gegn aðild Íslands að Evr- ópusambandinu. Þetta gera þau áður en fyrir liggur aðildarsamningur til að leggja fyrir þjóðina. Í ræðu sinni á Búnaðarþingi benti Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtakanna, á að ef ekki væri fyrir landbúnað hér þyrfti að flytja inn erlendar landbún- aðarvörur fyrir 100 milljónir króna á degi hverjum. Vandséð er af hverju formanninum þykir tilefni til að draga upp slíkt dæmi, nema hann óttist að landbúnaður leggist hér af. Auðvitað væri fáránlegt að gefa sér að innganga Íslands í Evrópusambandið fæli í sér dauðann fyrir íslenskan landbún- að. Nær væri að ætla að uppstokkun á meingölluðu hafta- og styrkjakerfi sem hér hefur verið byggt upp verði landbúnað- inum lyftistöng og drifkraftur umbóta. Í þeim efnum gætu íslenskir bændur horft til reynslu Finna. Núna er staðan þannig að miklar hömlur eru á innflutningi á landbúnaðarvörum og skattfé rennur í stríðum straumi til styrktar landbúnaði. Um leið eru bændur ekkert of sælir af því sem í þeirra hlut kemur og verð á landbúnaðarvörum er hátt. Hvaða hagsmuna er verið að gæta með varðstöðu um þetta kerfi? Ef til vill þarf ekki að koma á óvart að forsvarsmaður hags- munasamtaka sem samkvæmt fjárlagavef ríkisins fá á árinu í sinn hlut 667,5 milljónir króna finni því allt til foráttu að raska því kerfi. Í því ljósi er vert að skoða afstöðu Bændasamtakanna til Evrópusambandsins og tilmæla í greiningarskýrslu fram- kvæmdastjórnar ESB vegna aðildarumsóknar Íslands. Í greiningarskýrslunni eru raunar gerðar athugasemdir við að Bændasamtökunum sé falin stjórnsýsla landbúnaðarmála. Þannig sé Bændasamtökunum meðal annars ætlað það hlutverk að greiða ríkisstyrki til einstakra bænda. Þá sé öll tölfræði um íslenskan landbúnað vanþróuð og byggi í mörgum tilfellum á áætluðum stærðum fremur en rauntölum. Mælst er til þess að hér verði komið upp upplýsingakerfi fyrir móttakendur land- búnaðarstyrkja undir sameiginlegri stjórn og tryggt að árlega verði birtar upplýsingar um styrkþega. Bent er á að landbún- aðar- og sjávarútvegsráðuneytið sé of veikburða til að sinna stjórnsýslu landbúnaðarmála. Hagsmunasamtökin virðast hafa bæði töglin og hagldirnar. Það er alveg ljóst að komi til inngöngu í Evrópusambandið þá kallar það á uppstokkun á ríkjandi fyrirkomulagi. Ef hins vegar á að láta þá dæma um ágæti breytinganna sem sjá fram á að missa við þær spón úr aski sínum er hætt við að hér verði lítil framþróun. Nær væri að taka mark á ábendingum um úrbætur, hvort sem þær snúa að landbúnaði, eflingu sjálfstæðis dóms- stóla með breytingum á verklagi við skipan dómara, eða öðrum þáttum. Einangrunarhyggja og ótti við breytingar kann ekki góðri lukku að stýra. Er þjóðarhag borgið með óhagkvæmu kerfi? Að missa spón úr aski sínum ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR Riddarar réttlætisins Ríkislögreglustjóri hefur fengið óvæntan liðsauka í baráttunni við lögleysu og glæpi – nánar tiltekið Frjálslynda flokkinn. Á mánudagskvöld birtist fréttatilkynning á heimasíðu flokksins þar sem upplýst var að eftir- lýstur strokufangi sem ekkert hefur spurst til væri á leiðinni til Portúgal. Heimildarmaður flokksins kveðst hafa reynt að gera lögreglu viðvart, en verið tekið fálega. „Svona vinnubrögðum mun Frjálslyndi flokkurinn breyta“ stendur á heima- síðu flokksins. Hvernig, er óvíst enda á flokkurinn engan mann á þingi lengur. Kannski frjálslyndir taki lögin í eigin hendur og berjist við illþýðið grímuklæddir að nóttu til. Skjaldborgin fundin Tilkynnt var í gær að Einar Karl Har- aldsson hefði verið ráðinn tímabundið sem aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ef ríkisstjórnin stæði sig jafn vel við að skapa störf fyrir almenning og fyrir Einar Karl Haraldsson værum við líklega í góðum málum. En það er þó búið að slá skjaldborg um eitt heimili. Ekki allir fábjánar Tilvist og fjöldi fábjána á Íslandi bar á góma í spjalli Þráins Bertelsson- ar alþingismanns við Heimi Karlsson og Sólveigu Bergmann í útvarpsþættinum Ísland í bítið í gær. Þráinn fór yfir rökin með listamanna- launum og reifaði í framhjáhlaupi þá skoðun sína að þeir væru fábjánar sem ekki skildu gagnsemi þeirra. Þráinn bætti við að hann teldi um fimm prósent Íslendinga til fábjána. Hann dró að vísu í land síðar um dag- inn og sagði „umdeilanlegt“ hversu smekklegt væri að nota orðið fábjáni í þessi samhengi. „Eflaust er þetta vanþroska og menningarsnauða fólk ekki allt saman greindar- skert og skilgreinanlegt sem fábjánar,“ skrifaði Þráinn, með útréttan sáttarfaðm. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.