Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 13 500.000.000 +1.500.000.000 Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Þrefaldur fyrsti vinningur stefnir í 500 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 1.500 milljónir. ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 3. MARS 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Þrefaldu r 1. vinnin gur SLYS Kona um fertugt þótti sleppa ótrúlega vel þegar hún féll í um fimm metra djúpa hraunsprungu skammt frá Helgafelli við Hafnarfjörð í gær. Sprunguna huldi um eins metra þykkur snjór. Konan var á göngu í hrauninu með vin- konu sinni. Hún vildi ekki koma fram undir nafni, en sagði í samtali við Fréttablaðið að þær hefðu ekki áttað sig á að snjórinn hyldi sprungu fyrr en um seinan. Konurnar stigu á svipuðum tíma á snjóbrúna, en önnur náði að kasta sér til hliðar þegar snjórinn gaf sig. Konan er lurkum lamin og hrufluð, en ekki alvarlega slösuð eftir slysið. Hún segir snjóinn sem brast hafa fallið á undan henni í sprunguna. Það hafi án efa bjargað miklu að lenda á snjó en ekki hörðu hrauninu. Snjórinn setti konuna þó einnig í hættu því meiri snjór hrundi ofan í sprunguna á eftir konunni, og grófst hún á kaf í snjóinn. Hún segist sem betur fer hafa náð að losa aðra höndina, og getað mokað frá andlitinu til að bjarga sér frá köfnun. Samferðakonan hringdi strax á Neyðar- línuna, og voru björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn fljótir á vettvang. „Það var vissulega mikil hætta á ferðum, og hefði verið meiri ef konan hefði verið ein á ferð,“ segir Ari Jóhannes Hauksson, varð- stjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins. Hann segir varasamt að fara um hraun utan þekktra gönguleiða þegar snjóþekja geti hulið hættulegar sprungur. Brýna verði fyrir göngufólki að fara varlega, og vera alls ekki eitt á ferð, síst af öllu utan hefðbund- inna göngustíga. Einn björgunarsveitarmanna var á ferð nærri svæðinu á þyrlu þegar útkallið kom. Hann brást skjótt við og ferjaði björgun- arsveitarmenn á staðinn, auk þess að ferja konurnar af svæðinu eftir að björgunar- störfum var lokið. brjann@frettabladid.is Ómeidd eftir fall í hraunsprungu Kona um fertugt slapp með skrekkinn þegar hún féll niður í um fimm metra djúpa hraunsprungu. Vinkona hennar náði að kasta sér til hliðar þegar snjóbrú yfir sprunguna gaf sig. Sýna þarf aðgát þar sem snjór getur hulið hraunsprungur, segir björgunarmaður. FAGNAÐARFUNDIR Konan sem féll í sprunguna faðmaði vinkonu sína þegar hún kom upp úr sprungunni. Sprungan var þröng og um fimm metrar á dýpt. Björg- unarsveitarmaður var fyrir tilviljun á ferð á þyrlu þegar útkallið kom, og flutti hann björgunarmenn á staðinn og konurnar af vettvangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.