Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 8
8 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvað heitir sjúkdómurinn sem er hundraðfalt algengari í Færeyjum en annars staðar? 2 Hversu margir íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunn- ar eru nú í Chile? 3 Hversu mörg sveitarfélög eru á Íslandi í dag? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26 POWER VIKA 1.– 5. MARS frítt Þú kaupir eina d:struct 150g og færð eina 75g frítt með. Fæst á næstu hársnyrtistofu CHILE, AP Svo virðist sem dreg- ið hafi verulega úr gripdeildum í Concepcion í Chile, næststærstu borg landsins, en hún varð einna verst úti í jarðskjálftanum á laug- ardag. Stjórn landsins lagði mikla áherslu á að stöðva þjófnaði úr verslunum og sendi fjórtán þúsund manna herlið þeirra erinda á vett- vang, meðan björgunarfólk vann hörðum höndum að því að bjarga fólki úr rústum húsa. Þjófnaðaraldan sem braust út strax um helgina gerði það að verkum að erfiðara var að útvega mat og aðrar nauðsynjar handa nauðstöddum, þar sem verslanir höfðu víða verið tæmdar og jafn- vel kveikt í þeim. Í gær voru 723 dauðsföll stað- fest, en óttast er að sú tala muni hækka eitthvað. Flest dauðsföll- in urðu í litlum byggðarlögum við ströndina fyrir miðju landsins, næst upptökum skjálftans. Flóð- bylgja skall á þessum byggðum stuttu eftir að jarðskjálftinn reið yfir eldsnemma á laugardags- morgni. Meðal annars fórust þar um 40 eftirlaunaþegar, sem voru á sumar ferðalagi í langferðabifreið skammt frá sjávarþorpinu Pell- ehue. Þar hafði hópurinn numið staðar á áningarstað yfir nóttina. Þegar skjálftinn reið yfir hélt hóp- urinn á brott hið fyrsta til að kom- ast frá ströndinni, en það dugði ekki til því þrjár flóðbylgjur skullu af miklum krafti á ströndinni og náðu allt að 200 metra inn á land. Í gær höfðu einungis fundist lík fimm manna úr þessum hópi eldri borgara. Íbúar í Chile þekkja vel hætt- una af flóðbylgjum í kjölfar jarð- skjálfta. Vegaskilti vísa leiðina upp til hærri svæða þar sem fólk er óhult fyrir flóðunum. Í bænum Pelluhue hljóp fólk hópum saman af stað og hrópaði á nágranna sína að koma sér út úr húsunum. „Um það bil 20 mínútum eftir skjálftann komu þrjár flóðbylgjur, tvær þeirra gríðarmiklar, um sex metra háar, og sú þriðja jafnvel enn stærri. Sú fór yfir allt,“ sagði Claudio Escalona, rúmlega fertug- ur maður sem náði að komast upp á hæð fyrir ofan bæinn. „Við heyrðum óp í börnum, konum og öllum,“ sagði hann. „Síðan féll ógnvekjandi þögn yfir.“ Bærinn er nú rústir einar. Heim- ilistæki, föt og dauðir fiskar liggja út um allt eins og hráviði. Ástand- ið er svipað víða í sjávarþorpum á þessum slóðum. gudsteinn@frettabladid.is Flóðbylgjur skullu á strandbyggðunum Þúsundir hermanna í Chile hafa varið tíma sínum í að stöðva gripdeildir með- an björgunarfólk vinnur hörðum höndum í rústum húsa. Fjörutíu eftirlauna- þegar á sumarferðalagi í langferðabifreið fórust þegar flóðbylgja skall á þorpi. ELDAR LOGA Þykkur reykur barst frá matvörubúð í Concepcion í Chile í gær, þar sem hermenn stóðu vörð. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Muhammad Tahir- ul-Qadri, leiðtogi alþjóðlegra samtaka múslima, hefur gefið út trúaryfirlýsingu, svokallaða ‚fatwa‘, sem bannar sjálfsvígs- árásir. Tahir-ul-Qadri er fyrrverandi þingmaður frá Pakistan. Hann birti yfirlýsinguna, sem er 600 blaðsíðna löng, í London í gær og segir hana innihalda afdráttar- laust bann við hvers kyns hryðju- verkum. Allir trúarleiðtogar múslima geta gefið út yfirlýsingar, sem litið er á sem lög þótt þær hafi mismunandi mikið vægi. - gb Leiðtogi múslimasamtaka: Bannar allar sjálfsvígsárásir MUHHAMMED TAHIR-UL-QADRI Stofn- andi samtaka sem berjast fyrir hófsamri íslamstrú. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARFÉLÖG Frumvarp sem veit- ir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skýra heimild til að kalla eftir ársfjórðungslegum reikningsskilum frá sveitarfélög- um var samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þar er kveðið á um að eftirlits- nefndin fái sömu heimildir og löggiltir endurskoðendur sveitar- félaga til þess að afla upplýsinga hjá sveitarfélögum. Formleg heimild hefur ekki verið til staðar fram að þessu. Samkvæmt heimildum hafa ein- stök sveitarfélög verið treg til samstarfs við nefndina vegna þess. Stefnt er að afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi fyrir vorið. - pg Frumvarp Kristjáns L. Möller: Eftirlitsnefnd sveitarfélaga fær upplýsingar Tíðir bílaþjófnaðir Talsvert er um að bílum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu og því vill lög- reglan ítreka að þeir séu ekki skildir eftir ólæstir og í gangi. Tíðar tilkynn- ingar um bílastuld bera vott um að ökumenn þurfi að gera miklu betur í þessum efnum. LÖGREGLAN LÍFFRÆÐI Vorrall Hafrannsókna- stofnunar, eins og stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er jafn- an kölluð, hófst síðustu helgina í febrúar og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu: þrjú togskip auk rannsóknaskipa Hafró. Alls verð- ur togað á um 600 stöðvum vítt og breitt á landgrunninu á 20 til 500 metra dýpi. Vorrallið hefur verið fram- kvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Úrvinnsla mælinganna og aldursgreiningar fara fram í lok mars og fyrstu nið- urstöður verða kynntar í apríl. - shá Vorrall Hafró hafið: Leita botnfisks á 600 stöðum DÓMSMÁL Karlmaður um fimmtugt, Hans Alfreð Kristjánsson, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra í þriggja ára fang- elsi fyrir að stinga mann með hnífi. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í skaðabætur. Tildrög málsins voru þau, að árásarmaðurinn hafði verið í sam- búð með konu. Hlé varð á þeirri sambúð eftir að hann hóf refsiút- tekt í kjölfar þriggja ára fangelsis- dóms í apríl 2007. Þá refsingu hafði hann hlotið fyrir að stinga sambýl- iskonuna með hnífi, hella yfir hana bensíni og reyna að kveikja í henni með ónýtum eldfærum. Í sambúðarhléinu nú hafði konan kynnst öðrum manni. Svo skipuð- ust mál að mennirnir lentu báðir á sama tíma heima hjá konunni á Akureyri. Áfengi var haft um hönd. Til orðaskipta kom þegar konan vildi að vinurinn yfirgæfi íbúðina en fyrrverandi sambýlismaðurinn yrði eftir. Sá síðarnefndi tók þá upp búrhníf með löngu blaði og stakk manninn í brjóstkassann vinstra megin þannig að hnífsblaðið gekk 3,5 til 4 sentímetra inn í brjóst- vöðva hans. Árásarmaðurinn játaði verknaðinn í fyrstu hjá lögreglu, en breytti síðan framburði sínum fyrir dómi. Sagði hann þá að um slysa- verknað hefði verið að ræða. - jss AKUREYRI Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri kvað upp dóminn. Karlmaður um fimmtugt dæmdur fyrir líkamsárás í héraðsdómi: Fékk þrjú ár fyrir hnífstungu Skilanefnd selur spítalalóð Skilanefnd Kaupþings hefur ákveðið að selja lóð í miðborg London þar sem áður stóð sjúkrahús. Fram kemur á vef skilanefndarinnar að ráðgjafa- fyrirtæki hafi verið ráðið til að selja lóðina. VIÐSKIPTI SAMGÖNGUR Strætó bs. hagnaðist um 296 milljónir króna á síðasta ári eftir fjármagnsliði. Veruleg- ur viðsnúningur hefur orðið á neikvæðri stöðu eigin fjár, sam- kvæmt tilkynningu á vef fyrir- tækisins. Eigið fé Strætó var neikvætt um 150 milljónir króna í fyrra, en var neikvætt um 638 milljónir árið á undan. Í tilkynningunni segir að viðsnúningurinn á rekstrinum þýði að hægt verði að halda uppi óbreyttu þjónustustigi þrátt fyrir kostnaðarhækkanir. - bj Betri afkoma hjá Strætó: Þarf ekki að skerða þjónustu VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.