Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 22
 3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● starfsmenntun Atvinnulausum hefur fjölgað til muna í Hafnarfirði og í stað þess stefna þeim til Reykjavík- ur eftir þjónustu var nýverið ákveðið að opna útibú frá Vinnumálastofnun í bænum. Atvinnumiðstöð Hafnarfjarð- ar opnar í miðbæ Hafnarfjarðar innan nokkurra vikna en þar verð- ur svæðisbundin vinnumiðlun auk þess sem veitt verður ráðgjöf og önnur þjónusta við atvinnuleitend- ur í Hafnarfirði. Sérstök áhersla verður lögð á að aðstoða ungt fólk og langtímaatvinnulausa. „Fyrir um það bil tíu árum var svæðisbundin vinnumiðlun starf- rækt á vegum Hafnarfjarðarbæj- ar en síðan tók ríkið hana yfir. Þá var atvinnuleysið á allt öðru róli heldur en það er í dag. Nú eru á bilinu þrettán til fjórtán hundr- uð á atvinnuleysisskrá í Hafnar- firði og þótti orðið ófært og í raun óhagkvæmt að stefna þeim öllum til Reykjavíkur,“ segir Guðmund- ur Rúnar Árnason, forseti bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar. Í sam- starfi við félagsmálaráðherra og forsvarsmenn Vinnumálastofnunar var ákveðið að koma á fót útibúi frá Vinnumálastofnun í Hafnarfirði. „Þetta er þróunarverkefni byggt á samstarfs- og þjónustusamningi milli Vinnumálastofnunar og Hafn- arfjarðarbæjar með aðild fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Hafnar- firði,“ segir Guðmundur. Hann segir að fram undan sé vinna við að móta starfið að fullu. „Samkomulagið felur í sér að Hafnarfjarðarbær mun í samráði við Vinnumálastofnun hafa for- göngu um svæðisbundið samstarf við stéttarfélög, atvinnurekend- ur, menntastofnanir, frjáls félaga- samtök og fleiri aðila. Sérstaklega er stefnt að því að efla vinnumiðl- un og faglega starfs- og námsráð- gjöf, auka virkni atvinnuleitenda og byggja upp fjölbreytt framboð vinnumarkaðsúrræða á svæðinu, til dæmis með auknum ráðning- um atvinnuleitenda í starfsþjálf- un, reynsluráðningum, vinnustaða- námi og átaksverkefnum,“ Gert er ráð fyrir því að fimm starfsmenn sinni þjónustu hjá Atvinnumiðstöðinni. Bærinn út- vegar tvo starfsmenn sem verða að hluta til á launum úr Atvinnu- leysistryggingasjóði og mun annar sinna langtímaatvinnulausum en hinn ungum atvinnulausum. „Þá koma hingað tveir til þrír ráðgjaf- ar frá Vinnumálastofnun til að sjá um starfs- og námsáðgjöf.“ Guðmundur segir fjölmörg úr- ræði og tilboð í Hafnarfirði og nefnir fyrirtækjasmiðju, nám- skeið í tengslum við Miðstöð sí- menntunar, nýsköpunarmiðstöðina Kveikjuna og samkomulagsdeigl- una sem starfrækt er á vegum Rauða krossins. „Þá höfum við boðið upp á atvinnutengda endur- hæfingu í samstarfi við verkalýðs- félögin og Sjúkraþjálfarann en þar er lagt upp úr alls kyns virkni auk þess sem fólk fær kynni af vinnu- markaðinum. Það er því verið að vinna gott starf á ýmsum vígstöð- um en með Atvinnumiðstöðinni fáum við betri yfirsýn og tækifæri til að tengja það betur saman.“ - ve Aukin nærþjónusta „Þetta hefur farið mjög vel af stað. Okkur sýnist að 50 prósent af ung- mennum á landinu hafi nýtt sér einhver af þessum úrræðum sem við bjóðum upp á,“ segir Hrafn- hildur Tómasdóttir, verkefnis- stjóri átaksins Ungt fólk til at- hafna. Átakið miðar að því að eng- inn á aldrinum 16 til 25 ára verði atvinnulaus lengur en í þrjá mán- uði án þess að bjóðast vinna, náms- tækifæri, starfsþjálfun eða þátt- taka í öðrum verkefnum. Félags- og tryggingamálaráðu- neytið ýtti verkefninu nýverið úr vör í samstarfi við Vinnumála- stofnun. Vinnumálastofnun sér um framkvæmd átaksins og er það í höndum þjónustuskrifstofa Vinnu- málastofnunar á landsbyggðinni en í Reykjavík hefur verið opnuð ný þjónustuskrifstofa á Suðurlands- braut 22. Þar fær ungt fólk leið- sögn og ráðgjöf um þá fjölbreyttu möguleika sem því stendur nú til boða á kynningarfundi. Að honum loknum skrá atvinnuleitendur sig í það úrræði sem þeim líst best á, en annars á það á hættu að missa atvinnuleysisbætur. „Unga fólkið hefur fjölbreytt val um úrræði, eða 40 talsins, en ekki val um aðgerða- leysi,“ segir Hrafnhildur og nefn- ir sjálfseflingu, ferðaþjónustunám og Grunnmenntaskólann hjá Mími sem dæmi um vinsæl úrræði. Hægt er að fræðast betur um ferlið og þau úrræði sem standa til boða inni á vefsíðu Vinnumálastofnunar, www. vinnumalastofnun.is/ungir. - rve Fjölbreytt úrræði fyrir ungt fólk Hrafnhildur segir átakið Ungt fólk til athafna hafa farið vel af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Guðmundur segir Atvinnumiðstöðina gefa betri yfirsýn yfir þau úrræði sem eru í boði í Hafnarfirði og tengja þau betur saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● KAFFISPJALL Í SÆTÚNINU Stéttarfélagið Efling hefur boðið atvinnuleitendum til sín í kaffi að undanförnu til skrafs og ráðagerða. Bæði til að kynna þeim hvaða úrræði og möguleikar eru í stöðunni og leita eftir skoðunum og líðan þeirra sjálfra með beinum samtölum. Þar hefur verið spjallað um menntunarmöguleika, gönguhópa, um aukið samstarf við Rauðakrosshúsið og Hlutverkasetrið svo eitthvað sé nefnt. Undirtektir hafa verið alveg frábærar, að sögn starfsmanna sem segja ljóst að fólk sé ekkert að leggja árar í bát þó að það sé tímabundið án atvinnu. Ætlunin er að halda kaffi- spjallinu áfram og þeir félagsmenn sem eru í atvinnuleit og ekki hefur verið haft samband við mega sem sagt eiga vona á hringingum á næst- unni. Heimild: www.efling.is ● SJÁLFSTÆÐI OG SAMVINNA Í FYRIR- RÚMI Fræðslunet Suður- lands býður upp á margvís- leg námskeið með styrkjum frá Fræðslumiðstöð atvinnulífs- ins. Eitt þeirra nefnist Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun og er ætlað fólki sem á við lestr- ar- og/eða ritunarörðugleika. Meta má námið til stytting- ar á námi í framhaldsskóla um allt að fimm einingar. Tilgang- ur námsins er að styrkja lestr- ar- og ritunarhæfni og auka þar með hæfni til starfs og áframhaldandi náms. Áhersla er lögð á að efla lesskilning, lestrarlöngun, úthald við lestur og stafsetningarfærni. Námsmönnum er leiðbeint um mismun- andi tækni, aðferðir og hjálpartæki, svo sem yfirlestrar- og leiðrétting- arforrit. Verð 11.000 krónur. Áætlað er að kennsla hefjist í næstu viku, kennslutímar eru 60 talsins og er kennt einu sinni til tvisvar í viku í allt að þrjár kennslustundir í senn. Nánari upplýsingar á fraedslunet.is. www.tskoli.is Brúðarkjóll, eldhúskollur eða kassabíll • ARPA grunn- og endurnýjunarnámskeið • Breytingastjórnun og niðurskurður • Brúðarkjóllinn – hönnun og saumaskapur • ECDIS rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi • Eldhúskollur afa og ömmu frá 1940 • GMDSS námskeið • GPS staðsetningartæki og rötun • Grjóthleðsla – torf og grjót • Húsgagnaviðgerðir • Kassabílanámskeið • Skírnarkjólasaumur • Skemmti- og smáskipanámskeið • Smíðað úr innlendum við • Starfsmannasamtöl og launaviðtöl • Stjórnun og stefnumótun • Vélgæsla – smáskipavélavörður • Þekkingarstjórnun og fræðslustarf fyrirtækja Nánari upplýsingar í Endurmenntunarskólanum, s. 514 9603 eða á endurmenntun@tskoli.is Fylgstu með á www.tskoli.is auk fjölda annarra námskeiða...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.