Fréttablaðið - 03.03.2010, Side 10
10 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR
• Nýir tímar, nýjar hugmyndir www.or.is
Þinn styrkur
– okkar
framlag
Orkuveita Reykjavíkur auglýsir eftir umsókn-
um um styrki til mannúðar- og samfélags-
mála, menningarmála, umhverfis- og
útvistarmála og til íþrótta- og æskulýðsmála,
þ.m.t. styrkjum til afreksfólks.
Við vekjum sérstaka athygli á að eingöngu er hægt að sækja
um styrk á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is
Sækja skal um styrk fyrir 26. mars næstkomandi.
ALÞINGI Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu
stjórnarþingmannsins Sigmundar
Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu,
um að atvinnuleysið í landinu væri
„áfellisdómur yfir stjórnvöldum
þessa lands“.
Sigmundur lét ummælin
falla á Alþingi í gær og sagði að
efnahagshrun fyrir einu og hálfu
ári gæti ekki verið afsökun fyrir
því að ekki hafi gengið betur á
síðustu misserum. Hann hvatti
ríki og sveitarfélög til „að draga
ekki lappirnar“ og þvælast ekki
fyrir og bregða fæti fyrir fram-
kvæmdir.
Sigmundur Ernir vitnaði í upp-
lýsingar frá Samtökum atvinnu-
lífsins um að 11.000 störf hefðu
tapast á árinu 2008 og 2009 og
að atvinnuleysi yrði tíu prósent á
þessu ári og því næsta. „Þetta er
óþolandi,“ sagði Sigmundur Ernir.
Koma þyrfti eins mörgum fram-
kvæmdum á framkvæmdastig og
kostur er. Hann hvatti þingheim til
að sýna samstöðu og koma atvinnu-
lausum Íslendingum og verkefna-
lausum verktökum til hjálpar.
Í frammíkalli við ræðuna var
Sigmundur Ernir spurður hvers
vegna hann héldi ekki þessa ræðu
á þingflokksfundi? „Ég er alltaf að
því,“ svaraði hann.
Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæð-
isflokki, sagðist taka undir hvert
orð Sigmundar Ernis og fagnaði
því að hann bæri út boðskap Sam-
taka atvinnulífsins. Fram undan sé
að skera niður um 50 milljarða í
ríkisrekstri á næsta ári og því sé
nauðsynlegt að skapa ný störf og
afla nýrra gjaldeyristekna.
Birkir Jón Jónsson, Framsóknar-
flokki, sagði orð Sigmundar Ernis
til marks um að „eldsvoðinn“ sem
geisar innan VG hefði breiðst út
til Samfylkingarinnar. Sigmundur
Ernir hefði kaghýtt ríkisstjórnina
fyrir framan alþjóð og væri greini-
lega búinn að gefast upp á að tala
við þingflokk Samfylkingarinnar.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
Sjálfstæðisflokki, þakkaði Sig-
mundi Erni hreinskilnina og
sagðist taka undir með honum að
atvinnuleysið væri áfellisdómur
yfir stjórnvöldum og að ríki og
sveitarfélög ættu ekki að þvælast
fyrir framkvæmdum.
peturg@frettabladid.is
Ekki þvælast
fyrir fram-
kvæmdum
Stjórnarþingmaður segir atvinnuleysið áfellisdóm
yfir stjórnvöldum. Ríki og sveitarfélög eigi ekki að
bregða fæti fyrir framkvæmdir. „Kaghýddi ríkis-
stjórnina,“ segir stjórnarandstæðingur.
SIGMUNDUR ERNIR Af hverju heldurðu ekki þessa ræðu yfir þingflokknum? var kall-
að fram í ræðu þingmannsins í gær? Ég er alltaf að því, svaraði hann að bragði.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STYTTIST Í BOLTANN Suður-afrískur
fótboltaunnandi tók þátt í fögnuði í
Durban í gær þegar hundrað dagar
voru í heimsmeistaramótið.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVEITARSTJÓRNARMÁL Sk ipu-
lagsnefnd Akureyrar frestaði
afgreiðslu erindis þar sem farið
var fram á lóð til handa skyndi-
bitastaðnum KFC í bænum vegna
þess að ónógar upplýsingar fylgdu
erindinu. Í yfirlýsingu sem Her-
mann Jón Tómasson, bæjarstjóri
Akureyrar, sendi Fréttablaðinu
kemur jafnframt fram að skipu-
lagsstjóra bæjarins hafi verið falið
að afla frekari upplýsinga.
Erindið sem skipulagsnefnd
frestaði á fundi sínum 10. þessa
mánaðar var frá Helga Vilhjálms-
syni, eiganda KFC, en Helgi er
einnig oft kenndur við sælgætis-
gerðina Góu.
Hermann segir að þótt tilgreind
hafi verið stærð lóðar í umsókn
Helga hafi skort upplýsingar um
fyrirhugaða byggingu, hæð hennar
og umfang, sem og um þörf fyrir
aðgengi gangandi vegfarenda og
aðkomu ökutækja.
„Akureyri er einn alvinsælasti
áfangastaður ferðafólks á Íslandi
og hefur vaxið mjög sem slíkur á
síðustu árum. Veitingastaður KFC
yrði því kærkomin viðbót í blóm-
lega flóru veitingahúsa hér í bæ,
bæði fyrir ferðafólk og heima-
menn,“ skrifar Hermann og segir
að því beri að fagna erindi Helga
Vilhjálmssonar. „Og þegar frek-
ari gagna hefur verið aflað mun
það að sjálfsögðu hljóta eðlileg-
an framgang hjá skipulagsnefnd.
Akureyringar geta alltaf á sig
blómum bætt.“ - óká
Bæjarstjóri Akureyrar bíður gagna frá Helga í Góu:
Segir KFC vera kær-
komna viðbót í bæinn
ALÞINGI „Við tryggjum ekki atvinnu
og velferð í landinu nema við hætt-
um að tipla á tánum í kringum
kröfuhafa og útrásarvíkinga,“ sagði
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í
umræðum á Alþingi í gær.
Hún sagði að við þessar aðstæð-
ur væri það meðal brýnna atvinnu-
skapandi aðgerða „að setja „skuld-
sett fyrirtæki fjárglæframanna
í þrot. Hér á landi hafa fjárfestar
fyrst og fremst áhuga á að kaupa
stórfyrirtæki,“ sagði Lilja. „Velta
má fyrir sér hvers vegna ákveðn-
ir fjárfestar hafa svo mikið fjár-
magn milli handanna. Líklegast
er að þetta fé sé tilkomið í gegnum
skuldsettar yfirtökur fjárfesting-
arfélaga á rekstrarfélögum sem nú
eru tæmd af öllum eignum.“
Lilja sagði nauðsynlegt að setja
þessi fjárfestingarfélög og eignar-
haldsfélög sem fyrst í þrot til þess
að hægt verði að „þjóðnýta illa
fengið fé og til þess að tryggja að
þeir sem best eru til reksturs falln-
ir eignist rekstrarfélögin þegar þau
fara í sölu“. - pg
Lilja Mósesdóttir vill að hætt verði að tipla á tám í kringum útrásarvíkinga:
Vill setja skuldsett félög í þrot
LILJA MÓSESDÓTTIR Hún segir það
mikilvæga forsendu endurreisnar að
setja skuldsett fjárfestingarfélög í þrot.
LÖGREGLUMÁL Ein þeirra fimm
líkamsárása sem kærðar voru
til lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu eftir síðustu helgi átti
sér stað þegar tapsár íþróttamað-
ur gekk af velli eftir leik og sló til
áhorfanda.
Ekki hafa fengist upplýsing-
ar um það á hvaða kappleik þetta
átti sér stað. Áhorfandinn slasað-
ist ekki en kærði samt árásina.
Þá voru tvær tennur slegnar úr
tvítugum pilti. Árásarmaðurinn,
sem er nokkrum árum eldri, var
handtekinn og færður í fanga-
geymslu.
Loks má nefna konu á sjötugs-
aldri sem handtekin var eftir að
hafa látið ófriðlega á öldurhúsi.
Hún hafði slegið bæði til starfs-
manna og gesta. - jss
Líkamsárásir kærðar:
Tapsár íþrótta-
maður sló til
áhorfanda
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að draga sér fé úr
raftækjaverslun.
Maðurinn var rekstrarstjóri í
versluninni Johan Rönning ehf.
á Reyðarfirði. Hann seldi við-
skiptavini raftæki úr verslun-
inni fyrir 377 þúsund krónur.
Rekstrarstjórinn lét viðskiptavin-
inn leggja peningana inn á sinn
eigin reikning og notaði þá í eigin
þágu. Jafnframt reyndi hann að
rangfæra birgðabókhald. - jss
Rekstrarstjóri dæmdur:
Sveik fé út úr
raftækjaverslun