Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 30
 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR6 Helsti kostur Ford Ka er einnig helsti löstur bílsins. Hann er lít- ill og búinn fáum aukahlutum sem gerir hann fremur ódýran og hag- kvæman í rekstri enda eyðir hann aðeins um fimm lítrum á hundrað kílómetrum. Hins vegar er venju- legt fólk orðið vant nokkrum lúxus í bílum á borð við rafdrifnum rúðum og fjarstýrðri samlæsingu. Slíkt er ekki að finna á ódýrustu týpu hins nýja Ford Ka en þó er hægt að kaupa samlæsingu sem aukahlut. Í bílnum eru þó vissulega ýmsir nytsamlegir eiginleikar á borð við öryggispúða, hálkuviðvörun, brekkubremsu, útvarp, geislaspil- ara og iPod-tengi. Auk þess eyðslu- mælir, ESP-stöðugleikastýrikerfi með spólvörn, ABS-hemlalæsivörn og IPS-öryggiskerfi. Hinn nýi Ford Ka er nokkuð breyttur í útliti að innan og utan og hefur fengið nokkuð sportlegt yfir- bragð. Hann er mun straumlínulag- aðri og ljósin gefa bílnum sterkan karakter. Mælaborðið er töffaralegt og gefur fyrirheit um nokkuð meiri lúxus en boðið er upp á. Ford Ka er þægilegur í akstri og lætur rafmagnsstýrið mjög vel að stjórn. Hann er lipur í umferðinni og vinnur alveg ágætlega úr þeim 69 hestöflum sem hann hefur yfir að ráða. Ekki sakar smæðin í mið- borginni því Ka getur hvar sem er fundið stæði. Smæðin verður hins vegar til þess að Ford Ka er ekki hentugur barnafólki heldur á betur heima í eigu einstaklinga eða barnlausra para. Sumarferðalagið ætti þó ekki að verða mikið vandamál fyrir eig- endur smábílsins enda er skottið furðanlega stórt miðað við stærð bílsins og rúmar vel tjald, svefn- poka og annan farangur. Á heildina litið er Ka snaggara- legur smábíll með fleiri kosti en galla. Skynsamlegur í snattið Nýr Ford Ka er nýlega kominn til landsins. Bíllinn er nokkuð breyttur í útliti að innan sem utan en heldur þó sömu eiginleikum. Hann er smár en knár og fullkominn í útréttingar í miðbænum. Mælaborðið er töffaralegt og öll útlits- hönnun innra rýmis nokkuð flott. Skottið í smábílnum er furðanlega stórt. Hinn nýi Ford Ka er sportlegur í útliti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYNSLUAKSTUR Ford Ka Vélarstærð: 1,2i Hestöfl/Nm: 69/102 Eyðsla, blandaður akstur: 5,1 l 0-100 km/klst: 13,1 sek Stærð farangursrýmis: 224 til 747 l PLÚS Nettur og lipur Lítil eyðsla Gott skott miðað við stærð MÍNUS Engin samlæsing eða rafmagn í rúðum. Félag íslenskra bif- reiðaeigenda, FÍB, er hagsmunafélag bif- reiðaeigenda. Það hefur beitt sér fyrir betri vegasamgöng- um og öryggismálum umferðarinnar bæði með betri skoðun far- artækja og almennu öryggi öku- manna og far- þega. www.fib.is Hefurðu gengið Strútsstíg? Skoðaðu ferðaúrvalið á utivist.is Laugavegi 178 - Sími: 562-1000 - www.utivist.is Skíðabox St i l l ing hf . · S ími 520 8000 www.st i l l ing. is · s t i l l ing@sti l l ing. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.