Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 37
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 7MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2010 bankans. Icelandic Group keyrði ofan í skuldasúpu í kjölfar dýr- keyptra skuldsettra yfirtakna í höndum þeirra og var fyrirtækið komið að barmi gjaldþrots í kring- um fall íslensku bankanna í okt- óber 2008. Landsbankinn kom félaginu til bjargar á bak við tjöldin, lagði því til þrjátíu milljarða króna og tók við stjórnartaumum. Vestia tók félagið formlega yfir á dögunum og er Steinþór Baldursson, fram- kvæmdastjóri Vestia, nú stjórnar- formaður Icelandic Group. Sömu sögu má segja um fjárhagsleg vandræði Eimskips, sem sökk í skuldafen í faðmi þeirra Magnús- ar og Björgólfs. Skilanefnd Lands- bankans stýrir nú meirihluta í fé- laginu ásamt öðrum kröfuhöfum. Nýi Landsbankinn á fimm pró- senta hlut í Eimskipi í dag. Annað dæmi sem viðmælendur nefna er skuldsett yfirtaka fjár- festa tengdum stórum hluthöfum bankanna, svo sem Kaupþings og Glitnis. Þar ber hæst kaup Knúts G. Haukssonar, forstjóra Heklu, og tengdra aðila á bílaumboðinu. Knútur vann lengi vel hjá Sam- skipum, skipaflutningafélaginu sem Ólafur Ólafsson hefur löng- um verið kenndur við. Á meðal annarra fjárfesta í kaupunum á umboðinu á sínum tíma var Hjör- leifur Jakobsson, framkvæmda- stjóri fjárfestingarfélagsins Kjal- ar, sem var í eigu Ólafs. Ólafur var á sama tíma með stærstu hluthöf- um Kaupþings, sem fjármagnaði kaupin. Arion banki tók umboðið yfir í febrúar í fyrra og var það eitt af fyrstu stóru fyrirtækjunum sem lenti í vasa bankanna. Kaup Sævarhöfða á bílaumboð- inu Ingvari Helgasyni og B&L um mitt ár 2007 eru af sama meiði. Eigendur Sævarhöfða er eignar- haldsfélagið Sund, sem að mestu hefur verið í eigu Gunnþórunn- ar Jónsdóttur og barna hennar, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur. Félagið átti um tíma stóra hluti í Landsbankan- um, Kaupþingi og Byr sparisjóði. Kristinn Geirsson, sem settist í forstjórastól Ingvars Helgason- ar, var í tilkynningum tengdum kaupunum á bílaumboðinu sömu- leiðis sagður hluthafi í Sævar- höfða. Hann átti sæti í stjórn Glitn- is á sama tíma en varð í apríl 2008 framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs bankans. Eftir bankahrunið tók að syrta í álinn hjá bílainnflytjendum þegar sala á nýjum bílum dróst saman um rúm níutíu prósent á milli ára. Bæði bílaumboðin voru flutt undir sama þak í kjölfarið. Íslandsbanki fékk endurskoðendafyrirtækið KPMG til að vera ráðgjafi um fjár- hagslega endurskipulagningu bíla- innflytjandans í fyrrahaust. Á end- anum fór svo að Íslandsbanki tók fyrirtækið yfir. Fjölmörg svipuð dæmi má tína til þar sem háar fjárhæðir runnu úr bönkunum vegna umfangsmik- illa fyrirtækjakaupa stærstu hlut- hafa þeirra og tengdra aðila. BAKLAND Í BANKANUM Þeir viðmælendur sem rætt hefur verið við vegna þessarar umfjöll- unar gagnrýna margt í aðkomu bankanna að þeim fyrirtækjum sem þar lenda, ekki síst þeim sem bankarnir taka yfir. Helsta gagnrýnin lýtur að því fjárhagslega öryggi sem stjórn- endur fyrirtækjanna virðast finna fyrir. Þeir virðist óhræddir við að bjóða upp á afslátt sem önnur fyr- irtæki ráða ekki við og líta á sem undirboð á samkeppnismarkaði. Dæmi um þetta er Húsasmiðjan sem Landsbankinn á. Húsasmiðjan tengdist jafn- framt annarri gagnrýni viðmæl- enda, sem jafnframt er af almenn- um toga og lýtur að sölu þeirra og tilraunum annarra fjárfesta til að kaupa þau. Þar virðist oftar en ekki komið að lokuðum dyrum og bankanum, að sögn þeirra sem rætt hefur verið við, virðist um- hugað um að halda í fyrirtækið í óákveðinn tíma. Þetta mun eiga við í tilviki Húsasmiðjunnar en eftir því sem næst verður komist mun áhugasamur erlendur fjár- festir hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut í Húsasmiðjunni. Ekk- ert liggur þó fyrir um skilmála viðskiptanna að öðru leyti en því að Landsbankinn átti að fá að eign- ast hlut í fyrirtækinu og geta selt hann síðar. Að þessu var ekki gengið og heyrir Húsasmiðjan nú undir Vestia, eignarhaldsfélag Lands- bankans. Þetta mun ekki vera eins- dæmi en Markaðurinn hefur heyrt fleiri sögur í svipuðum dúr. Erf- itt er þó að greina hvað greindi á milli enda kunna bankarnir að líta málin öðrum augum en þeir sem ekki fengu að kaupa fyrirtæki úr eignasafni þeirra. Viðmælendur Markaðarins benda jafnframt á að lenska sé að stjórnendur fyrirtækja í vanda hoppi frá borði í endurskipulagn- ingunni. Það komi sér illa enda stjórnendurnir með yfirgripsmikla þekkingu á daglegum rekstri við- komandi fyrirtækis. Þessa þróun telja menn geta leitt til þess að fyr- irtækin muni liggja í gjörgæslu bankanna lengur en þurfa þyki. Bankarnir kynntu allir verklagsreglur um úrlausn skuldavanda fyr- irtækja á heimasíðum sínum á síðasta ári. Þær eru svipaðar í grunn- inn en ekki samræmdar og er aðkoma bankanna jafn fjölbreytt og bankarnir eru margir. Bankarnir hafa verið að vinna að samræmdum verklagsreglum um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Þær hafa verið í skoðun á borði Fjármálaeftirlitsins um nokkurt skeið og munu Sam- tök fjármálafyrirtækja kynna þær í dag. Samræmdar reglur banka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.