Fréttablaðið - 03.03.2010, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 5
Kynning
Sjóvá veitir verkstæðum stjörnur
Stjörnugjöf Sjóvár á að auðvelda viðskiptavinum að velja verkstæði og fullvissa þá um hámarksgæði í viðgerðum og þjónustu. Stjörnu-
gjöfin er einnig hvati fyrir verkstæði að ráða fagmenntaða starfsmenn og taka upp vottað gæðakerfi BGS.
Þegar bíleigandi verður fyrir tjóni vaknar sú
spurning hvaða verkstæði séu best til þess
fallin að sjá um viðgerðina. Ný stjörnuflokk-
un Sjóvár auðveldar viðskiptavinum að finna
gott verkstæði sem er traustsins vert.
„Það að flokka verkstæði eftir gæðum í
þjónustu og viðgerðum hefur verið í umræð-
unni í fjölmörg ár,“ segir Guðmundur I. Þor-
steinsson, forstöðumaður ökutækjatjóna Sjó-
vár. Í þeirri deild starfa átta manns en þar fer
í gegn allt ökutækjatjón viðskiptavina Sjóvár
sem verður á Íslandi.
„Markviss vinna við stjörnugjöfina hófst
síðastliðið vor en þá var farið í að finna út
hvaða kröfur ætti að setja á verkstæðin,“ segir
Guðmundur og bætir við að aðalmarkmið
stjörnugjafarinnar sé að auðvelda viðskipta-
vinum val á verkstæði og auk þess hvetja
verkstæðin til aukinnar fagmennsku.
Stjörnugjöfin var kynnt verkstæðum og
öðrum hagsmunaaðilum í haust, en góður
skriður er kominn á málið nú. „Ég býst við
að í lok vikunnar verði búið að stjörnuflokka
tæplega tuttugu verkstæði,“ upplýsir Guð-
mundur.
Stjörnuflokkunin er mælanlegur saman-
burður á verkstæðum og á að tryggja við-
skiptavinum hámarksgæði á viðgerðum og
þjónustu. Hún er auk þess gæðatrygging
fyrir viðskiptavini Sjóvár og stuðlar að færri
kvörtunum, bættum vinnubrögðum og betri
viðgerðum. Einnig virkar hún sem hvati fyrir
verkstæði til að ráða fagmenntaða starfs-
menn.
Verkstæði sem uppfylla kröfur Sjóvár fá
úttekt og falla annaðhvort í þriggja eða fimm
stjörnu flokk. „Þriggja stjörnu verkstæð-
in eru fín verkstæði sem Sjóvá hefur haft
góða reynslu af en eru ekki tilbúin, eða eru
á leiðinni, til að fylla fimm stjörnu flokkinn,“
útskýrir Guðmundur. En hvað þarf verk-
stæði að hafa til að bera, til að komast í fimm
stjörnu flokk?
„Þau verkstæði hafa vottað gæðakerfi Bíl-
greinasambandsins umfram önnur verkstæði.
Í því felst meðal annars að fagmenntaður
meistari bílgreinarinnar sé ábyrgur fyrir við-
gerðum, að tækjabúnaður uppfylli kröfur, að
móttaka sé aðgreind frá verkstæði og leyfis-
bréf séu sýnileg,“ segir Guðmundur og því til
staðfestingar er gerð úttekt á starfseminni og
þjónustu tvisvar á ári.
Fyrsta fimm stjörnu verkstæði Sjóvár fékk
viðurkenningu fyrir tveimur vikum og var það
GB tjónaviðgerðir sem fékk þá viðurkenningu.
Er það ótvíræður gæðastimpill fyrir GB tjóna-
viðgerðir, að verða fyrst til. Öll stjörnuverk-
stæði fá áberandi merkingu með fimm hvítum
stjörnum á bláum grunni sem verður sýnileg-
ur öllum viðskiptavinum ásamt viðurkenningu
stjörnuflokkuninni til staðfestingar.
Upplýsingar um stjörnuverkstæði Sjóvár
má finna á www.sjova.is.
Guðmundur afhendir forsvarsmönnum GB tjónaviðgerða fyrstu fimm stjörnurnar.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn hlutu
starfsmenntaviðurkenningu Sam-
taka ferðaþjónustunnar nýlega á Degi
menntunar í ferðaþjónustu.
Viðurkenninguna hlutu Fjalla-
leiðsögumenn fyrir menntun jökla-
og fjallaleiðsögumanna og að hafa
með skýrri sýn lagt áherslu á mikil-
vægi starfsmenntunar í allri starfsemi
þeirra með það að markmiði að auka
öryggi, starfsánægju, draga úr starfs-
mannaveltu og síðast en ekki síst til
að ná samkeppnisforskoti og auka
arðsemi í rekstri fyrirtækisins með
aukinni starfsmenntun.
Fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögu-
menn var stofnað árið 1994. Markmið
þess var að fara ótroðnar slóðir með
innlenda sem erlenda ferðamenn,
opna augu fólks fyrir fjallaferðum,
stuðla að verndun viðkvæmrar nátt-
úru og auka gæði og fagmennsku í
leiðsögn.
Nánari upplýsingar um félagið má
nálgast á www.fjallaleidsogumenn.is.
Fjallaleiðsögumenn
hljóta viðurkenningu
STARFSMENNTAVIÐURKENNING SAF
VAR AFHENT Á DEGI MENNTUNAR.
Á ferð um Hvannadalshnúk.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Um hundrað nýjar gerðir verða
kynntar á alþjóðlegu bílasýning-
unni í Genf sem hefst formlega á
morgun og stendur til 14. mars.
Þar má að venju sjá rándýrar
glæsibifreiðar, ofursportbíla og
furðulega hugmyndabíla en einn-
ig verður áhersla lögð á breyttan
efnahag bifreiðaeigenda. Bíla-
framleiðendur leggja áherslu á
nýja orkugjafa sem eiga að koma
í staðinn fyrir hinn dýra bens-
índropa. Í boði verða minni
og sparneytnari bílar.
Sýningin var fyrst hald-
in árið 1905 en er nú haldin í
áttugasta sinn. Í gegnum tíð-
ina hefur þar litið dagsins ljós
meirihluti farartækja heimsins.
Litið er á sýninguna sem sam-
ræðugrundvöll bílaframleiðenda
heims enda þykir það kostur að
Svisslendingar hafa engan bíla-
iðnað sjálfir.
Risið úr öskustónni
Bílaiðnaður um allan heim hefur verið í sögulegri lægð síðastliðið ár. Á morg-
un hefst áttugasta alþjóðlega bílasýningin í Genf sem margir vonast til að
geti glætt iðnaðinn nýju lífi.
Hugmynda-
bíllinn Bert-
one Pandion.
Hann er
byggður á
8C Compet-
izione frá Alfa
Romeo.
Hugmyndabíllinn Honda 3R-C er
rafmagnsbíll á þremur hjólum fyrir einn.
Framtíðarhugmynd hönnuðanna er að
hann muni nýtast í borgarumferðinni.
Ökuþórinn Michael Schumacher kynnir nýjan Mercedes SLS AMG öryggisbíl fyrir Formúlu 1-kappaksturinn. NORDICPHOTOS/AFP
Langflestar frumsýningar fóru fram í gær en þá fengu fjölmiðlar einir að vera á
sýningunni. Sýningin sjálf verður ekki opnuð fyrr en á morgun. Hér er hulunni svipt
af nýrri Honda CR-Z is.
Mikill undirbúningur
liggur að baki jafn stórri
sýningu. Hér ryksugar
kona sýningarsvæði
ítalska Sbarro-bílsins.f