Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 50
22 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is > Rakel Dögg áfram í Noregi Rakel Dögg Bragadóttir, landsliðskona í handknattleik, verður áfram í herbúðum norska félagsins Levanger næstu tvö árin. Rakel Dögg skrifaði á sunnudaginn undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Rakel kom til félagsins í nóvember á síðasta ári en hún hafði lítið fengið að spila með danska félaginu KIF Vejen og færði sig því um set. Þar hefur gengið betur. Þjálfari Levanger er Ágúst Þór Jóhannsson. Handboltadómarinn Anton Gylfi Pálsson er á leið til Zagreb í Króatíu ásamt félaga sínum, Hlyni Leifssyni. „Við leggjum á okkur tuttugu tíma ferðalag út fyrir einn leik og svo aðra tut- tugu til baka. Þetta er ekkert business class eins og í fótbolt- anum.“ Anton og Hlynur eru að fara að dæma stórleik í Meistaradeild Evrópu, viðureign Croatia Zagreb og HSV Hamburg næsta sunnudag. Sannkallað risaverkefni. „Við fengum að vita þetta fyrir tveimur vikum en það ríkir alltaf leynd þar til á mánudeginum fyrir. Við höfum fengið flotta leiki í vetur en þetta er alvöru stórleikur,“ segir Anton sem er fullur tilhlökkunar. „Þetta verður örugglega skemmtilegt. Fullt hús, tíu þúsund manns og brjáluð stemning. Það gerist ekki betra.“ Þeir félagar hafa verið að klífa metorðastigann í handboltadómgæslunni. „Okkur gengur ágætlega. Við höfum fengið mjög góðan meðbyr. Það var búið að segja við okkur að við kæmum til greina sem dómarar á EM í Austurríki en svo vorum við ekki í hópnum. Þá stefnum við bara á næsta mót. Við vinnum hörðum höndum að því að komast þangað inn með því að standa okkur vel,“ segir Anton. „Við værum ekki að fá þennan leik nema við værum að fá mjög góða dóma. Hver leikur er bara úrslitaleikur fyrir dómara. Ef við skítum í brækurnar þarna þá fáum við ekki svona leik aftur.“ Anton segir að vel sé fylgst með þeim. „Við erum með erlenda eftirlitsdómara úti. Þeir eru duglegir við að hringja í eftirlitsdómara hérna heima og athuga hvernig gengur, athuga hvernig okkur er að ganga í prófum og svona. Það varð líka auðveldara fyrir þá að fylgjast með eftir að Sport-TV fór að sýna alla þessa leiki á Netinu.“ Hægt er að sjá leikinn á sunnudaginn á Netinu á vefsíðunni ehf-tv.com. ANTON GYLFI PÁLSSON OG HLYNUR LEIFSSON: DÆMA STÓRLEIK Í MEISTARADEILDINNI NÆSTU HELGI Það er ekkert business class eins og í fótboltanum FÓTBOLTI Ísland sækir Kýpur heim í vináttulandsleik í dag. Ísland verður án margra fastamanna í þessum leik. Má þar nefna Her- mann Hreiðarsson, Grétar Rafn Steinsson, Veigar Pál Gunnars- son og Eið Smára Guðjohnsen. Hermann og Grétar eru meiddir, Veigar veikur en Eiður fær frí. „Það er gott fyrir hann að fá frí. Hann er að koma sér fyrir hjá nýjum klúbbi og að reyna að vinna sig inn. Hann fær plús í kladdann frá klúbbnum fyrir að vera áfram á Englandi og æfa. Ef þetta hjálpar honum og hann fær að spila meira þá hjálpar það okkur líka,“ segir Ólafur Jóhann- esson þjálfari. Kári Árnason fær tækifæri með landsliðinu eftir langa fjar- veru. Ekki er langt síðan Kári var nánast búinn að afskrifa lands- liðið. „Þó að menn segi eitthvað sem þið skrifið og er kannski ekki endanlega rétt pirrar það mig ekki. Ísland hefur ekki efni á að vera í fýlu út í einhverja leik- menn,“ segir Ólafur. „Það er fínt að mæta þessu liði núna. Við erum með þeim í riðli á EM þannig að þetta er svolít- ill njósnaleikur fyrir bæði lið,“ segir Ólafur en hann vanmetur ekki andstæðinginn. „Það er ekk- ert sjálfgefið að við vinnum leik- inn. Kýpur er með öflugt lið og það hafa orðið miklar framfarir hjá þeim eins og sjá má á árangri þeirra í Meistaradeildinni. Ísland hefur aldrei efni á að vanmeta neinn. Við getum ekki talið okkur eiga að vinna neina þjóð.“ - hbg Ísland mætir Kýpur í dag: Kýpur er með öflugt lið ÓLAFUR JÓHANNESON Vanmetur ekki lið Kýpur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Íslenska 21 árs landslið- ið er í góðri stöðu í undankeppni Evrópumótsins eftir 2-2 jafntefli á móti ríkjandi Evrópumeisturum Þýskalands í Magdeburg í gær. Íslenska liðið lenti tvisvar undir í leiknum en strákarnir gáfust ekki upp og komu til baka í bæði skipt- in. Bjarni Þór Viðarsson skoraði jöfnunarmarkið eftir glæsilega sókn þrettán mínútum fyrir leiks- lok og á lokamínútunum björguðu bæði hann og Hólmar Örn Eyj- ólfsson með mögnuðum hætti á marklínu eftir að svo virtist sem aðalstjarna þýska liðsins væri að tryggja sínum mönnum sigur. „Þetta var glæsilegt stig. Það sýnir þvílíkan karakter hjá okkur að koma tvisvar til baka í þessum leik,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska liðsins og hetja á báðum endum vallarins. „Þeir fengu tækifæri í lokin en við hefð- um líka getað skorað eitthvað í viðbót. Þeir eru ríkjandi Evrópu- meistarar þannig að við erum mjög ánægðir sérstaklega þar sem þetta stig er svo mikilvægt fyrir okkur,“ segir Bjarni. Íslenska liðið hefur nú fimm stiga forskot á Þýskaland í barátt- unni um annað sætið en íslensku strákarnir eru svo tveimur stigum á eftir toppliði Tékka. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, virtist vera að tryggja þýska liðinu sigurinn í uppbótar- tíma þegar hann lyfti boltanum yfir Harald Björnsson markvörð og það virtist fátt geta komið í veg fyrir að boltinn færi inn í mark- ið. Bjarni Þór var þó ekki búinn að gefast upp heldur stökk á boltann og sparkaði honum aftur fyrir sig af marklínunni. „Hólmar bjargaði okkur þrem- ur mínútum áður og síðan vippaði hann yfir markmanninn og ég varð bara taka eins konar hjólhesta- spyrnu til þess að koma honum í burtu,“ lýsir Bjarni. Kolbeinn Sigþórsson jafnaðí leikinn í 1-1 á 13. mínútu aðeins þremur mínútum eftir að Þýska- land komst yfir. Þjóðverjarnir komust síðan aftur yfir eftir stór- sókn í upphafi seinni hálfleiks. Bjarni skoraði jöfnunarmarkið sitt síðan á 77. mínútu þegar hann batt enda á frábæra íslenska sókn. Jóhann Berg Guðmundsson lék þá á þýska varnarmenn á vinstri vængnum og gaf þá inn í teig á Kolbein Sigþórsson sem virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig. Kolbeinn tók við boltanum en lét hann svo fara til Bjarna. „Ég kallaði á Kolla og sagði honum að láta boltann fara og ég hitti hann síðan ágætlega. Ég þurfti síðan að bíða eftir því að hann færi inn því ég hélt fyrst að hann myndi ekki fara inn,“ segir Bjarni Þór. Bjarni segir að íslenska liðið hafi vitað að Þjóðverjarnir gætu gefið eftir í lokin. „Við vorum að horfa á leik hjá þeim í gær þar sem þeir voru að spila á móti Norður-Írum. Írarnir jöfnuðu á síðustu mínútu þannig að við viss- um að þetta væri ekkert búið,“ segir Bjarni og strákarnir fögn- uðu stiginu líkt og um sigur væri að ræða. „Við vissum að ef við myndum ná jafntefli þá værum við í þvílíkt góðum málum. Þeir ætluðu greini- lega að pakka okkur saman þannig að þetta var gaman og glæsilegt,“ sagði Bjarni að lokum. Íslensku strákarnir og þjálf- ararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra frammi- stöðu. Liðið spilaði frábæran bolta á löngum köflum í leiknum og sýndi síðan styrk sinn í að lifa af stórsókn þýska liðsins í kring- um hálfleikinn og koma sér aftur inn í leikinn. Það verður gaman að fylgjast með þessum strákum í framhaldinu. ooj@frettabladid.is Bjarni Þór var hetjan á báðum vallarhelmingum Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslenska 21 árs landsliðinu 2-2 jafntefli og bjargaði síðan á marklínu með magnaðri hjólhestaspyrnu í uppbótartíma leiksins. FYRIRLIÐINN FÓR FYRIR SÍNUM MÖNN- UM Bjarni Þór Viðarsson sést hér í leiknum í Magdeburg í gær. MYND/GETTY IMAGES Iceland Express kvenna Keflavík-Hamar 85-101 (42-49) Stigahæstar: Kristi Smith 27, Birna Valgarðs dóttir 15, Pálína Gunnlaugsdóttir 13, Svava Ósk Stefánsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 11 (6 stoðs.) - Julia Demirer 22 (16 frák.), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20 (13 frák.), Fanney Lind Guð mundsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 13 (5 stoðs.), Koren Schram 13, Guðbjörg Sverrisd.11. Grindavík-KR 45-66 (21-33) Stigahæstar: Michele DeVault 11, Jovana Lilja Stefánsdóttir 11 - Signý Hermannsdóttir 17, Margrét Kara Sturludóttir 16 (12 frák.), Heiðrún Kristmundsdóttir 12. Njarðvík-Haukar 61-94 (26-43) Stigahæstar: Ólöf Helga Pálsdóttir 17, Auður Jónsdóttir 13, Heiða Valdimarsdóttir 12 - Heather Ezell 33, Telma Björk Fjalarsdóttir 15, Rannveig Ólafsdóttir 10, Kiki Lund 9. Valur-Snæfell 58-83 (27-33) Stigahæstar: Dranadia Roc 17, Berglind Karen Ingvarsdóttir 15, Hrund Jóhannsdóttir 10 - Sherell Hobbs 30, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 12, Björg Guðrún Einarsdóttir 10. Stig liða í A-deild: KR 36, Hamar 24, Keflavík 24, Grindavík 22. Stig liða í B-deild: Haukar 24, Snæfell 12, Njarðvík 12, Valur 6. SEX LIÐA ÚRSLITIN Keflavík-Snæfell og Grindavík-Haukar mætast. KR og Hamar sitja hjá í fyrstu umferð. Það lið sem vinnur fyrr tvo leiki kemst í undanúrslit. ÚRSLITN Í GÆR HANDBOLTI Aron Kristjánsson skrifaði undir tveggja ára samn- ing við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover-Burgdorf í gær. Aron hefur náð frábærum árangri með Hauka hér heima og og liðið varð bikarmeistari undir hans stjórn um síðustu helgi. „Aron Kristjánsson var okkar fyrsti kostur og passar vel inn í okkar framtíð- arsýn. Hann er ungur, orkumikill og hefur náð árangri,” sagði Ulrich Karos framkvæmda- stjóri Hann- over-Burgdorf á heimasíðu félags- ins. -óój Aron fer til Hannover: Samdi í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.