Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Áætlanir eru enn á teikni-borðinu um að reisa 23.800 fermetra hús yfir Listahá- skóla Íslands á mótum Laugaveg- ar, Frakkastígs og Hverfisgötu og verslana- og þjónustukjarna ofar við Laugaveginn. Sveinn Björns- sonar, framkvæmdastjóri fast- eignafélagsins Cube Properties, sem á meirihluta fasteigna og lóða á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, segir efnahagsástandið setja strik í reikninginn. „Plönin eru óbreytt. Þau hafa aðeins verið færð til á meðan beðið er eftir því að málin skýrist í efnahagsóreiðunni. Á meðan leigjum við fasteignirnar út og sjáum til þess að þær standi undir sér,“ segir hann. Nokkuð umdeild vinningstil- laga að byggingu Listaháskól- ans var lögð fram haustið 2008. Samkvæmt henni mun götumynd- in halda sér að hluta og byggja á bak við og á milli þeirra húsa sem fyrir eru. Laugaveg 45 á að færa að 41. Rúmur helmingur nýja hússins á að vera neðanjarðar. Samkvæmt fyrri áætlunum mun Cube Properties fjármagna byggingu hússins og eiga það en leigja skólanum. Verkefnið er ekki komið á það stig að hægt sé að sækja um lánsfjármagn fyrir framkvæmdina, að sögn Sveins. Áætlanir um verslanamiðstöð- ina eru komnar skemur á veg. Fyrirhugað var að hún næði frá horni Laugavegar 65 að Lauga- vegi 71 og langleiðina niður að Skúlagötu. Sveinn segir miðstöð- ina verða minni í sniðum en upp- haflega var stefnt að. Sveinn segir Cube Properties til- búið til framkvæmda þegar stjórn- völd gefi græna ljósið. Þangað til sé allt á bið. „Við verðum fasteigna- leiga þar til málin fara að þokast,“ segir hann. Ekki er stefnt að sölu eigna þótt áætlanir hafi breyst. jonab@frettabladid.is Listaháskólinn enn í biðstöðu í borginni Fasteignafélag, að hluta í eigu þrotabús Samsonar, hefur enn í bígerð að fara í umfangsmiklar framkvæmdir í miðborginni. F A S T E I G N I R C U B E P R O P E R T I E S Í M I Ð B O R G R E Y K J A V Í K U R 8 Laugavegur Hverfisgata Vi ta st íg ur Fr ak ka st íg ur Va tn ss tí gu r Skúlagata 10a 53 55 57 59 61 54 56 58 39 41 43 45 8 6 3 26 28 30 32-34 86 88a 90 92b 92c90b67a 88c 84 65 6967 7 9 9a 71 92 92a Ekki er útilokað að leitað verði eftir því að skrá hlutabréf Mar- els á erlendan hlutabréfamarkað á næsta ári. Um tvíhliða skráningu væri að ræða en Marel hefur verið á markaði hér frá 1982. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest og stjórnarformaður Marels, segir í ávarpi í ársskýrslu fyrirtækisins að stefnt hafi verið að því um nokkurt skeið að auka virði hlutafjáreignar í félaginu með tvíhliða skráningu. Líkur eru á að nýhafið ár verði fyrsta svokallaða „hreina“ rekstrarár Marels þar sem búið sé að selja eignir utan kjarna- starfsemi. Þarsíðasta ár var fyrsta „hreina“ rekstrarár stoðtækja- fyrirtækisins Össurar en hluta- bréf þess voru skráð á hlutabréfa- markað í Kaupmannahöfn í sept- ember í fyrra. Þau hafa hækkað um 46 prósent síðan. Fyrir tvíhliða skráningu voru hlutabréf Össurar með umtals- verðum afslætti á verðkennitöl- ur samanburðarfélaga en eru nú á svipuðu róli. Líklegt þykir að for- svarsmenn Marels geri sér svip- aðar vonir en hlutabréf Marels hafa ekki hækkað í takt við er- lend samanburðarfélög. - jab Skrá má Marel ytra á næsta ári Síðasta rekstrarári Haga, móð- urfélags Hagkaupa og Bónuss og á annan tug annarra verslana, lauk í febrúarlok og hófst nýtt ár í bókum félagsins á mánudag. Skráningarferli Haga á hluta- bréfamarkað hófst fyrir nokkru og er fundað reglulega um málið. Þá er áreiðanleikakönnun á fyrstu metrunum. Stefnt er á að útboðs- og skrán- ingarlýsingu Haga, sem þarf að liggja fyrir áður en félagið er skráð á hlutabréfamarkað, verði lokið í apríl eða snemma í maí, samkvæmt heimildum Mark- aðarins. Gefið hefur verið út að horft sé til skráningar á seinni hluta ársins. Í skráningarlýsingu fyrirtækja fyrir útboð eru endurskoðaðar sögulegar fjárhagsupplýsingar síðustu þriggja ára. Þar má jafn- framt finna ýmsar aðrar fjárhags- upplýsingar um fyrirtækið, yfirlit um sögu þess, framtíðarhorfur og lýsingu á tengdum aðilum. - jab Hagar færast nær hlutabréfamarkaði B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. AMarkaðsreikningur bundinn í tíu daga. BAð auki er 3% viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild. CAð auki er 5% viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild. DVaxtareikningur bundinn í sjö daga EAð auki er 1,5% heimildargjald skuldfært mánaðarlega af heimild. FFer eftir því hvernig fyrirtækið er metið hjá MP. Aðeins eru greiddir vextir af nýttri heimild. GPM er bundinn í tíu daga. HEkkert heimildargjald. I0,25% úttektargjald Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 4,30%A 14,35%B 14%B Vaxtaþrep 5,55% 14,25%C 14%C Vaxtareikningur 5,80%D 14%E 14%E MP Sparnaður 12,55 til 4,20% 14,05% 14,05% F PM-reikningur 14,25 til 5,85% G 16,40% 16,40% H Netreikningur 5,85% I 16,40% 15,75% KEYPT Í MATINN Áreiðanleikakönnun fyrir skráningu Haga á hlutabréfamarkað er hafin og er stefnt að því að hluta- bréf félagsins geti skipt um hendur í Kauphöllinni á seinni hluta ársins. MARKAÐURINN/VILHELM TÆKJABÚNAÐUR SKOÐAÐUR Þegar Marel hefur flaggað einfaldari efnahags- reikningi en áður í eitt ár getur félagið verið fýsilegri kostur fyrir erlendra fjárfesta. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum VALITOR um hvaða lausnir henta þér best. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og skjóta þjónustu. FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is VISA og Mastercard færsluhirðing! Allt hlutafé Bílaleigu Flugleiða ehf./Hertz hefur verið selt félagi í jafnri eigu Sigfúsar R. Sigfús- sonar, Sigfúsar B. Sigfússonar, Hendriks Berndsen og Sigurð- ar Berndsen. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist söluna. Sigfús R. Sigfússon var um ára- bil eigandi og forstjóri bifreiða- umboðsins Heklu hf. og þrír síð- asttöldu kaupendurnir áttu og ráku ALP bílaleigu árin 2000- 2004. Nýr eigandi tók við 1. mars og hefur einn leyfi til að nota og markaðssetja vörumerkið Hertz á Íslandi. Bílaleiga Flugleiða ehf. rekur níu starfsstöðvar um allt land og ræður yfir 1000 bílum yfir annatímann. Þar starfa 45 en yfir sumarið 70-80. Kaupverð er trún- aðarmál. - fi Bankinn selur Hertz HERTZ Á ÍSLANDI Hertz International er stærsta bílaleiga heims með starfsemi í 145 löndum. M A R K A Ð U R IN N /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.