Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 6
6 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR N1 Deildin KONUR Miðvikudagur KA heimilið Kaplakriki Fylkishöll Framhús KA/Þór - Valur FH - Stjarnan Fylkir - Haukar Fram - Víkingur 19:00 19:30 19:30 20:00 2009 - 2010 VIÐSKIPTI Þrotabú Landsbankans á háa fjárhæð, jafnvel 220 milljarða króna, á reikningi í Bank of England sem er seðlabanki Englands. Vext- ir á reikningnum eru mjög lágir eins og jafnan er með reikninga í seðlabönkum. Peningarnir eru afborganir af útlánum Lands- bankans. Ástæða þess að peningarnir eru geymdir við jafn kröpp kjör og raun ber vitni er fyrst og fremst sú að skilanefnd Landsbankans hefur metið mjög áhættusamt að færa þá til ávöxtun- ar í viðskiptabönkum í Englandi. „Flestir stærri bankar í Eng- landi, sem og alþjóðlegu bankarnir sem þar starfa, hafa gert kröfur á Landsbankann. Það er því varasamt af okkar hálfu að færa féð til banka sem gæti fryst það á móti sínum kröfum,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar- innar. Þó að kröfur banka í bú Lands- bankans séu metnar almennar og ólíklegt talið að þær fáist greiddar gætu bankarnir hæglega ákveðið að frysta féð þar til endanlega yrði skorið úr um lögmæti krafna þeirra. Slíkt ferli gæti tekið nokkur ár. Páll segir leiða leitað til að koma peningunum á hagstæðari reikn- inga. „Við höfum unnið að því að reyna að finna traustar og áhættu- litlar leiðir til að fá hærri vexti og það getur vel verið að slík leið finn- ist á næstu mánuðum. En fram til þessa hafa menn ekki talið sig hafa nægilega fast land undir fótum.“ En fleira spilar inn í. Í framhaldi bankahrunsins í október 2008 upp- hófust flóknar samningaviðræð- ur við bresk yfirvöld um meðferð eigna og skulda Landsbankans í Lundúnum. Kröfðust Bretarnir meðal annars þess að taka yfir verð- mæt lánasöfn bankans. Úr varð að Landsbankinn hélt sínu gegn því að féð yrði geymt tímabundið í Eng- landsbanka. Icesave-viðræðurnar hafa einnig haft sitt að segja og valdið tor- tryggni milli manna. Páll segir að hvað sem öðrum málum líði hafi skilanefnd Lands- bankans forræði yfir peningun- um. Áhættan á frystingu auk við- kvæmra samskipta milli landanna hafi ráðið því að til þessa hafi ekki verið ástæða til að taka stór skref í að hreyfa þessa fjármuni til. bjorn@frettabladid.is Varasamt að færa féð úr Englandsbanka Slitastjórn Landsbankans hefur ekki talið óhætt að hreyfa við háum fjárhæð- um búsins í seðlabanka Bretlands. Hætta er á að kröfuhafar frysti peningana. Samkomulag við bresk yfirvöld og viðkvæm staða Icesave spilar einnig inn í. PÁLL BENEDIKTSSON BRESKI SEÐLABANKINN Á þriðja hundrað milljarðar króna í eigu bús Landsbanka Íslands eru geymdir á lágvaxtareikningi í breska seðlabankanum. NORDICPHOTOS/AFP Horfðir þú á beina útsendingu frá afhendingu Eddu-verðlaun- anna? Já 25,6% Nei 74,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú boðuð verkföll flug- umferðarstjóra? Segðu skoðun þína á vísir.is BRETLAND Breska ríkisútvarp- ið BBC ætlar að leggja niður tvær af sérhæfðari útvarpsrás- um sínum og fækka vefsíðum til að ná fram hagræðingu í rekstri. Einnig verður dregið úr kaupum á amerísku sjónvarpsefni. Alls verða útgjöld dregin saman um fjórðung. Með þessu er hugmyndin að spara 600 milljónir punda, eða um 115 milljarða króna, en það fé verður notað til að efla frétta- flutning, framleiða vandaðri breska sjónvarpsþætti, styrkja vandað barnaefni og dagskrár- efni sem eflir samstöðu í bresku samfélagi. - gb Breska ríkissjónvarpið BBC: Dregur úr um- svifum sínum MARK THOMPSON Forstjóri BBC kynnir samdráttinn. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra samþykkti að boða til fimm stuttra verkfalla í mars til að leggja áherslu á kröf- ur félagsins í viðræðum um kjara- samninga við Samtök atvinnulífs- ins. Fyrsta verkfallið verður eftir viku, miðvikudaginn 10. mars. Öll verkföllin munu standa í fjór- ar klukkustundir, frá því klukkan 7.00 til 11.00 að morgni. Verkföll eru boðuð 10. mars, 12. mars, 15. mars, 17. mars og 19. mars, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugumferðarstjórum. Verkfallið nær til allra flug- umferðarstjóra hjá Keflavíkur- flugvelli ohf. og Flugstoðum ohf. Flugumferðarstjórar munu sinna sjúkra- og neyðarflugi í verkfall- inu, sem og veita þeim þotum þjón- ustu sem fljúga ætla fram hjá land- inu án þess að hafa hér viðkomu. „Við vonumst til þess að samn- ingar takist áður en til verkfalla kemur,“ segir Hjördís Guðmunds- dóttir, upplýsingafulltrúi Flug- stoða. Hún segir þó jákvætt að flugumferðarstjórar ætli ekki að stöðva alþjóðaflugið. „Það er nokkuð ljóst að tíma- setningarnar á þessum aðgerðum miða við að valda sem mestri trufl- un á flugi Icelandair,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafull- trúi Icelandair. Hann segir að ekki hafi verið reiknað út hvað aðgerð- irnar gætu kostað félagið. - bj Flugumferðarstjórar samþykkja fimm stutt verkföll til að leggja áherslu á kröfur: Fyrsta verkfallið hefst 10. mars FLUGUMFERÐ Tímasetningar á boðuð- um aðgerðum flugumferðastjóra eru gerðar til að valda sem mestri truflun, segir upplýsingafulltrúi Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls fjór- ar milljónir og 250 þúsund krónur í framlög vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007, þar af hálfa milljón króna frá Baugi Group ehf. Önnur framlög lögaðila námu 2.750.000 krónum, undir hálfri milljón hvert og eitt. Ein milljón kom frá einstaklingum. Ragn- heiður reiddi svo fram tæpar 2,5 milljónir úr eigin vasa. Ragnheiður hefur sent blaðinu uppgjör um þetta, en Ríkisendurskoðun hafði hafn- að beiðni hennar um að birta það. Lögbund- in skylda stofnunarinnar til að birta þess- ar upplýsingar rann út um áramót, en með bráðabirgðaákvæði í lögum var henni gert að birta slík gögn aftur í tímann. Ragnheiði bar ekki skylda til að birta þessar upplýsing- ar. Hún gerir það til að koma í veg fyrir að leynd um framlög- in verði til að draga úr trausti á setu hennar í nefnd sem á að bregðast við skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Þingmaðurinn ítrekar þó í bréfi til blaðsins þá skoðun sína að lögin eigi ekki að vera afturvirk. Með því að nefna Baug gerist Ragnheiður þriðji þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins til að nafngreina styrktaraðila í prófkjörinu 2007. Það hafa þau Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir einnig gert. - kóþ Ragnheiður Ríkharðsdóttir fékk hálfa milljón frá Baugi vegna prófkjörs 2006: Fékk fjórar milljónir í framlög vegna prófkjörs RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR Fram- lög til Ragnheiðar eru ekki ýkja há miðað við samflokksmenn hennar í sömu kosningum. Þá söfnuðu sumir allt að 25 milljónum til að komast inn á þing. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Embætti sérstaks saksóknara hefur engan hag af því að rannsóknarupplýsingar séu birtar í fjölmiðlum, og hafn- ar ásökunum um að gögnum hafi verið lekið í fjölmiðla af starfs- mönnum embættisins. Í yfirlýsingu frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksókn- ara, er bent á að gögn sem vísað hafi verið til í fjölmiðlum und- anfarið hafi meðal annars verið afhent verjendum sakborninga. Greiður aðgangur sem lög veiti verjendum að gögnum geri það að verkum að embættið getur ekki hindrað að gögnin fari víða, segir í yfirlýsingunni. - bj Embætti sérstaks saksóknara: Enginn hagur af því að leka Hannaði hjartsláttarnema Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær Nýsköpunarverð- laun forseta Íslands. Verðlaunin hlaut Ásgeir Bjarnason fyrir hönnun á súr- efnismettunar- og hjartsláttarmæli. Takmark hans er að hanna mælitæki sem hægt er að græða í tilraunadýr. SAMFÉLAGSMÁL KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.