Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 15
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Jeffrey Sachs Vegið að loftslagsvísindum Bankarnir greiða úr flækjum Stórfyrirtæki í gjörgæslu 6-7 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 3. mars 2010 – 3. tölublað – 7. árgangur Seðlabanki Ástralíu gerði sér lítið fyrir og hækkaði stýrivexti í fjög- ur prósent, og segir efnahagslífið vera að styrkjast verulega. Atvinnuástandið hefur lagast mjög og trú fyrirtækja á efna- hagslífið hefur eflst. Undanfarið ár hefur ástralski dollarinn hækk- að um 42 prósent gagnvart banda- rískum dollar. Bankinn telur efnahagslíf lands- ins vel geta þolað álag, sem gæti skapast af því að alþjóðlegir fjár- festar hafi áhyggjur af greiðslu- stöðu ástralska ríkissjóðsins. Stýrivextir Ástralíu voru í þremur prósentum fyrir hækk- unina, og höfðu ekki verið jafn lágir í hálfa öld. - gb Ástralar hækka vexti Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur skipað Lilju Ólafsdóttur hér- aðsdómslögmann formann stjórn- ar Fjármálaeftirlitsins. Hagfræðingurinn Gunnar Har- aldsson, sem verið hefur stjórnar- formaður síðan Jón Sigurðsson lét af störfum snemma árs 2009, ósk- aði lausnar frá stöfum 15. febrú- ar síðastliðinn. Hann hverfur til starfa á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, að því er segir í tilkynningu. Lilja lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1982 og LLM prófi frá Yale árið 1983. Hún er starf- andi lögmaður í Reykjavík og hefur meðal annars verið ráð- gjafi stjórnar Fjármálaeftirlits- ins síðan í júní 2009. - sh Nýr stjórnar- formaður FME Styttist í nýjar reglur Hálfu öðru ári eftir að fall Lehman- bræðra í Bandaríkjunum hratt af stað allsherjar óðagoti á mörkuð- um virðist öldungadeild Banda- ríkjanna loks vera að ljúka við nýja löggjöf, sem setur fjármála- heiminum strangari reglur. Japan réttir úr sér Atvinnuleysi hefur minnkað í Japan annan mán- uðinn í röð og neysla hefur aukist þrátt fyrir samdrátt launa, sem þykir merki um að efnahagslífið þar sé að rétta úr kútnum. Dregur úr verðbólgu Nokkuð dró úr verðbólgu í evruríkjunum sextán í febrúar, þegar hún mæld- ist 0,9 prósent. Þ e t t a v o r u óvænt tíðindi, þ v í s p á r höfðu bent til þess að verðbólgan myndi áfram mælast 1 pró- sent eins og í janúar, þegar hún náði hámarki. Svansmerkt prentverk Kristján Hjálmarsson skrifar Einkahlutafélagið Fikt, sem er alfarið í eigu Finns Ingólfssonar fyrrverandi viðskiptaráðherra, hagn- aðist um tæpan hálfan milljarð króna, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2008. Á sama tíma voru eignir fyrirtækisins metnar á tæpan milljarð króna og eigið fé þess rúmur hálfur milljarður. Fikt ehf. á að öllu leyti einkahlutafélagið FS7 en það fyrirtæki skuldar 3,7 milljarða umfram eign- ir, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2008. Skuld FS7 ehf., sem er öll í erlendri mynt, er á gjalddaga á þessu ári. Samkvæmt lögum um einkahlutafélög eru engar persónulegar ábyrgðir á skuldum einkahlutafé- laga. Móðurfélög bera heldur enga ábyrgð. Finnur segir hins vegar að persónulegar ábyrgðir liggi að baki lánunum hjá FS7 ehf. Hann vill þó ekki gefa upp hversu háar þær ábyrgðir eru. „Þær gef ég ekki upp,“ segir hann. Finnur segir að staðan á FS7 ehf. hafi breyst til hins betra frá ársskýrslunni 2008. „Þær tölur sem fjallað er um þarna eru mjög á reiki og ónákvæm- ar. Staðan á félaginu er allt önnur núna,“ segir Finnur. „Skuldastaðan hefur breyst – ekki mikið – og það eru persónulegar ábyrgðir til staðar.“ Finn- ur tekur þó skýrt fram að ábyrgðin sé ekki fyrir allri skuld FS7 ehf. Finnur segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort FS7 ehf. sé á leið í þrot.Hann vill held- ur ekki svara því hvort til greina komi að hagn- aður móðurfélagsins, Fikts ehf., verði notaður til að greiða hluta af skuld FS7 ehf. „Ég segi ekkert um það. Það eru ábyrgðir þarna til staðar og það verður staðið við þær. Fikt hefur góða eiginfjár- stöðu en sú staða dugir ekki fyrir öllum þessum ábyrgðum. Það eru ábyrgðir sem standa þarna að baki en ekki að fullu.“ Spurður hvort bæði séu persónulegar ábyrgð- ir sem og ábyrgð frá móðurfélaginu segir hann: „Það er ábyrgð þarna að baki.“ Finnur segir að ábyrgðin sem gefin var fyrir lán- unum á sínum tíma, ásamt bréfunum sem félag- ið átti, hafi verið talið fullnægjandi veð af hálfu þeirra sem lánuðu peningana. Fjallað var um skuldastöðu FS7 ehf. í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Þar kom fram að FS7 ehf. hefði meðal annars haldið utan um hlut Finns í Icelandair en hann seldi hlutinn í fyrirtækinu og hagnaðist um 400 milljónir króna. „Það er rétt að ítreka að arðurinn úr fyrirtækinu var notað- ur til að greiða niður skuld við bankann,“ segir Finnur. Finnur hagnaðist um hálfan milljarð á Fikti Fyrirtækið Fikt ehf., sem er í eigu Finns Ingólfssonar, hagn- aðist um hálfan milljarð króna árið 2008. Dótturfyrirtæki Fikts, FS7 ehf., skuldar 3,7 milljarða umfram eignir. FS7 ehf Tap: 3.700 milljónir Eignir: 215 milljónir FINNUR INGÓLFSSON Finnur á einkahlutafélag- ið Fikt, sem aftur á FS7. Fikt ehf. Hagnaður 2008: 449 milljónir Eignir: 952 milljónir Eigið fé: 538 milljónir 2 Framkvæmdir í miðbænum Listaháskólinn enn í biðstöðu 8 E I N K A H L U T A F É L Ö G I N F I K T O G F S 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.