Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 24
 3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● starfsmenntun Atvinnuleitandi fólk á kost á styrkjum til náms hjá Vinnu- málastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá stofnuninni, er öllum hnútum kunnug. Fólk sem er á atvinnuleysisbótum getur sótt um styrk hjá Vinnumála- stofnun til að komast í nám. Þá þarf það að leggja fram lýsingu á nám- inu, tímalengd þess og reikning frá námsskeiðshaldara. Ef umsækj- andinn er í stéttarfélagi þarf hann líka að sækja um styrk þar. Síðan meta ráðgjafarnir hvort námið sé styrkhæft,“ segir Þórdís og útskýr- ir reglurnar nánar. „Við styrkjum ekki dansnámskeið, brids eða eitt- hvað slíkt, heldur þarf námið að vera vinnutengt.“ Þórdís segir það hafa kostað talsverðan höfuðverk að semja sanngjarnar reglur um nám sam- hliða atvinnuleit. „Markmiðið með slíkum úrræðum er að atvinnulaus- ir geti haldið virkni og nýtt tímann til að búa sig betur undir starf á vinnumarkaði þegar sólin fer að skína,“ segir Þórdís. „Á sama tíma verður að sjá til þess að mismuna ekki nemendum þannig að einn sé með námslán á herðunum út í lífið en annar sé á atvinnuleysisbótum meðan á námi stendur.” Þórdís tekur skýrt fram að áður en nám hefjist þurfi atvinnuleit- andi alltaf að sækja um leyfi til ráðgjafa Vinnumálastofnunar sem gerir tvíhliða námssamning. Sem dæmi um nám sem gera má samninga um nefnir Þórdís grunndeildir iðn-og verknáms í framhaldsskólum, nám hjá Há- skólastoðum, Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins, nám á vegum sí- menntunarmiðstöðva og hjá stofn- unum sem sinna endurmenntun og nýsköpun. „Þetta getur átt við dag-, kvöld eða fjarnám og það er líka heimilt að stunda nám á há- skólastigi sem nemur að hámarki tíu ECTS-einingum,“ segir hún. Tekur þó fram að atvinnuleitandi þurfi að vera að koma af vinnu- markaði en ekki beint úr námi til að eiga möguleika á styrk. Nánar á www.vinnumalastofnun.is - gun Námið vinnutengt „Markmiðið er að atvinnulausir geti haldið virkni og nýtt tímann,“ segir Þórdís um styrki Vinnumálastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vinnumálastofnun styrkir dag-, kvöld- eða fjarnám að sögn Þórdísar. Þess skal getið að stúlkurnar á myndinni tengjast ekki umfjöllun greinarinnnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● STYRKUR TIL KENNSLU Á VINNUSTAÐ Fjögur fyrirtæki fengu styrk Samtaka iðnaðarins á Menntadegi iðnaðarins sem haldinn var á Grand Hóteli Reykjavík í byrjun febrúar. Á þinginu, sem var sótt af tæplega hundrað manns, var yfirskriftin Menntun og vöxtur. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobs- dóttir, ávarpaði þingið og afhenti fimm fyrirtækjum styrki SI til kennslu á vinnustað. Fyrirtækin sem hlutu styrk að þessu sinni eru Gullkistan, Kjarnafæði, Sveinbjörn Sigurðsson, Véla- verkstæði Hjalta og Vélsmiðja Hornafjarðar. ● NÁMSKEIÐ TENGD AT- VINNULÍFINU HJÁ MÍMI Hjá Mími símenntun er að finna ýmis námskeið sniðin að at- vinnulífinu þar sem tímarn- ir eru metnir til framhaldsskóla- eininga. Námskeiðin er hægt að stunda meðfram vinnu og eru þau miðuð að fullorðnum einstaklingum sem hafa stutta skólagöngu að baki. Námskeið- in eru unnin í samstarfi við fræðslusjóði, opinbera aðila, fyr- irtæki, stofnanir og verkalýðsfé- lög. Á námskeiðsskrá er að finna námskeið eins og jarðlagna- tækni, verslunarfagnám, færni í ferðaþjónustu, grunnmenntaskólinn, fagnámskeið-leikskóli og fagnámskeið-umönnun svo eitthvað sé nefnt. Flest námskeiðanna má fá metin til framhaldsskólaeininga. Einnig er að finna styttri námskeið fyrir fyritæki, hópa og félög. Hægt er að kynna sér nánar hvaða námskeið eru í boði tengd at- vinnulífinu á heimasíðu Mímis símenntunar, www.mimir.is „Skólinn okkar er nokkuð frábrugðinn öðrum skól- um, til dæmis í því tilliti að hér er meðalaldur nem- enda 25 ár,“ segir Írena Óskarsdóttir, kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði. Skólinn byggir á grunni hefðbundins iðnnáms en hefur einnig haslað sér völl sem góður listnámsskóli. Meðal náms sem á boðstólum er í skólanum er almennt nám, nám í byggingagreinum, tækniteiknun, málmiðnum og rafiðnum. Írena segir námið sem boðið er upp á í skólanum á heildina litið vera mjög hagnýtt. „Nýlega höfum við kannað afdrif útskrifaðra nemenda frá okkur og í ljós hefur komið að námið hefur nýst gríðarlega mörgum og mikil ánægja ríkir með skólann hjá þessum hópi fólks. Margir nemendur koma hingað eftir að hafa lokið stúdentsprófi til að bæta við sig prófi í iðngrein. Þá fáum við töluvert af nemendum sem hafa lokið iðnnámi en koma aftur. Síðasta vor útskrifuðum við til dæmis nemendur úr húsasmíði sem stunda núna nám í rafiðnum. Mörgum finnst gott að hafa próf í tveimur greinum,“ segir Írena. Að sögn Írenu hefur nemendum fjölgað einna mest í pípulagninganámi undanfarið. „En við finn- um ekki fyrir neinum sérstökum lægðum í neinum greinum,“ segir hún. Dagana 9. til 11. mars næstkomandi verður hald- ið opið hús í Iðnskólanum í Hafnarfirði, þar sem boðið verður upp á leiðsögn um skólann og opnar kennslustundir í helstu fögum. Allir eru velkomnir í opið hús. - kg Meðalaldur nemenda 25 ár Fatlaðir nemendur í málmsmíði í Iðnskólanum í Hafnarfirði ásamt kennaranum Friðbirni Georgssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vetrarsport Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: • hlynurs@365.is • sími 512 5439 Sérblað um vetrarsport kemur út fimmtudaginn 4. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.