Fréttablaðið - 03.03.2010, Síða 35

Fréttablaðið - 03.03.2010, Síða 35
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2010 7starfsmenntun ● fréttablaðið ● „Vinnumarkaðurinn er svona eins og hann er núna. Það er frekar lítil hreyfing og fá atvinnutæki- færi til þess að gera,“ segir Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnu- málasviðs hjá Vinnumálastofnun. Karl hélt fyrirlestur um atvinnu- leysi og horfur á vinnumarkaði á vegum Rannsóknarstofu í vinnu- vernd í Háskóla Íslands í síðustu viku ásamt Hrafnhildi Tómasdótt- ur, verkefnisstjóra átaksins Ungt fólk til athafna. Spurður um atvinnumöguleika ungs fólks segir Karl ástandið koma illa niður á því eins og öðru fólki. „Ljósi punkturinn er ferða- þjónustan, en þar er nokkuð um störf sem standa ungu fólki til boða eins og þrif, uppvask og ann- ars konar þjónusta.“ Hann bindur vonir við að átaks- verkefnið Ungt fólk til athafna skili sér í atvinnutækifærum fyrir ungt fólk. „Átakið er mjög umfangsmik- ið og leitað er samstarfs við mjög marga aðila. Einnig er alltaf hægt að leita til Vinnumálastofnunar í sambandi við atvinnuráðgjöf og úrræði fyrir alla,“ segir Karl. - kg Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnu- málasviðs, bindur vonir við átaksverkefn- ið Ungt fólk til athafna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ferðaþjónustan er ljósi punkturinn Karl segir nokkuð um störf sem ungu fólki býðst við ferðaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SSV-þróun og ráðgjöf og Símennt- unarmiðstöð Vesturlands stendur fyrir námskeiði í markaðssetningu á Netinu í samvinnu við Útflutn- ingsráð Íslands. Námskeiðið er byggt á samnefndri bók sem kom út á dögunum og er hún innifalin í þátttökugjaldi. Kennarar námskeiðsins og höf- undar bókarinnar eru Guðmund- ur Arnar Guðmundsson, mark- aðsfræðingur Icelandair, hag- fræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hinn er Kristj- án Már Hauksson, sem lærði raf- eindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, kerfisfræði við Tölvu- og verkfræðiskólann og er með int- ernet-markaðsfræðigráðu frá Uni- versity of British Columbia. Á námskeiðinu verður farið yfir samskiptaleiðir Netsins með áherslu á ferðaþjónustu og hvern- ig skapa megi tekjur. Miðað er við að námskeiðið nýtist þátttakendum strax í starfi. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 9. mars klukkan 18- 22 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og miðvikudaginn 10. mars klukk- an 18-22 í húsnæði Símenntunar Bjarnarbraut. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir föstudaginn 5. mars. Nánar á www.simennt.is. - rat Kennt verður hvernig nýta má Netið meðal annars við ferðaþjónustu. Markaðsetning á Netinu M YN D /N O RD ICPH O TO S/G ETTY Allt sem þú þarft… Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.