Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Eigendur bandaríska nætur- klúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heim- ild til greiðsluþrotaverndar sam- kvæmt bandarískum gjaldþrota- lögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjár- málakreppunnar. The China Club stendur nálægt Times Square í New York, í ná- munda við fyrrum höfuðstöðvar bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir Daniel Fried, stjórnar- formanni móðurfélags The China Club, að þegar kreppumerki tóku að sjást á alþjóðlegum lánsfjár- mörkuðum haustið 2007 hafi gestum úr röðum starfsmanna Lehman Brothers fækkað hratt. Þegar bankinn fór svo á hliðina um miðjan september 2008 var ljóst hvert stefndi. Breski bankinn Barclays á nú höfuðstöðvar Lehmans í New York. Guardian segir starfsmenn þar ekki jafn næturglaða og for- vera þeirra. Þetta hafi skilað sér í afleiddri kreppu í skemmtana- og veitingabransanum, sem gæti í næsta nágrenni við bankann. - jab Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið HÖFUÐSTÖÐVARNAR Starfsmenn Barclays Capital eru ekki jafn gefnir fyrir næturlífið og kollegar þeirra hjá Lehman Brothers í New York voru. MARKAÐURINN/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bankahrunið hér og það hvernig Bretar beittu hryðju- verkalögum til að frysta eignir Landsbankans í Bret- landi eftir setningu neyðarlaganna í okóber 2008 olli því að 1.600 milljarðar króna gufuðu upp úr eigna- safni Glitni. Árni Tómasson, formaður skilanefndar bankans, segir viðskiptavild hafa gufað upp og verðmæti af- leiðusamninga orðið að nær engu. Þá hafi hryðju- verkalögin haft alvarlegar afleiðingar fyrir rekst- urinn erlendis. Viðvörunarbjöllur hafi hringt víða, erlendir kröfuhafar innkallað veð og starfsmenn er- lendra dótturfélaga hótað að ganga út. Í kjölfarið hafi skilanefndin neyðst til að selja eignir á hrakvirði á brunaútsölu. Þetta á einna helst við starfsstöðvar Glitnis á Norðurlöndunum en þar munaði litlu að stjórnend- ur gengju á dyr. Ákveðið var því að selja þeim þær fyrir lítinn pening svo skilanefndin gæti staðið við skuldbindingar sínar. Skilanefnd og slitastjórn Glitnis hefur síðustu daga kynnt starfsemi sína og stöðuna eftir uppskiptingu í innlenda og erlenda starfsemi eftir hrun bankans. Þar hefur komið fram að dótturfélög á Norðurlönd- unum og starfsstöðvar í Kína og Indlandi og víðar hafi verið seld afar lágu verði. Hryðjaverkalögin voru Glitni verst Hratt fjaraði undan eignasafni Glitnis eftir setningu neyð- arlaganna snemma í október 2008. Skilanefnd og slitastjórn hafa yfirheyrt tæplega tuttugu í tengslum við fall bankans. Starfsmenn á vegum skila- nefndar og slitastjórnar fjár- málarannsóknafyrirtækisins Kroll Associates og íslensk- ir endurskoðendur hafa tekið skýrslur af hátt á annan tug fyrrverandi stjórnenda Glitn- is í tengslum við fall bankans í október 2008. Steinunn Guð- bjartsdóttir, formaður slita- stjórnarinnar, segir um helm- ing þeirra hafa mætt með lög- manni sínum. Steinunn stýrir skýrslutök- um. Ásamt Steinunni eru ýmist viðstaddir íslenskir endurskoð- endur eða fulltrúar Kroll Ass- ociates, sem rannsaka hugsan- leg undanskot eigna og óeðli- legar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins. „Við erum fyrst og fremst að kanna hvort bankinn geti átt skaðabótakröfu á einhverja eða hvort um ráðstöfun sé að ræða, sem rifta má samkvæmt gjald- þrotalögum. Ef við verðum vör við refsivert athæfi tilkynnum við það sérstökum saksóknara,“ segir Steinunn. Skýrsla tekin af tæplega tuttuguLyfjafyrirtækið Alvogen hefur ráðið auglýsingastofuna Fíton til að aðstoða við „endurmörk- un“ Alvogen á alþjóðlegum lyfjamarkaði og uppbyggingu vörumerkis félagsins. Í tilkynningu kemur fram að markmið Alvogen sé að kom- ast í hóp tíu stærstu samheita- lyfjafyrirtækja heims á næstu fimm árum og með samstarf- inu verði unnið að uppbygg- ingu öflugs alþjóðlegs vöru- merkis. Alvogen er með höfuðstöðv- ar í Bandaríkjunum og starf- semi í sjö löndum. Í fyrrasum- ar var tilkynnt um aðkomu Ró- berts Wessman að félaginu, en hópur alþjóðlegra fjárfesta undir forrystu hans fer með ráðandi hlut í Alvogen. - óká Kynna vörumerki Alvogen um heim allan Í SKÝRSLUTÖKU Á þessari uppstilltu mynd má sjá hvernig skýrslutaka fer fram í húsakynnum skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Steinunn Guðbjartsdóttir situr við enda borðsins undir myndbandsupptökuvél. MARKAÐURINN/GVA Samdráttur varð í efnahagslífi Svíþjóðar og Finnlands á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þjóðarframleiðsla Finna dróst saman um 5,1 prósent miðað við sama tímabil árið 2008, en sam- drátturinn í Svíþjóð nam 1,5 pró- sentum. Afleiðingar heimskreppunnar eru því enn að koma niður á Norð- urlöndunum, en verst hefur hún bitnað á Finnlandi sem er mjög háð útflutningi. Allt árið 2009 var þjóðarfram- leiðsla Finnlands 7,6 prósentum minni en árið 2008. Samdráttur- inn hefur ekki verið meiri þar í landi síðan 1918. - gb Finnland varð illa úti Breska pundið hefur náð nýjum lægð- um gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. Samkvæmt skoðanakönnunum eru litlar líkur á að takist að mynda meirihlutastjórn í Bretlandi að loknum kosningum í vor. Það eykur ekki tiltrú fólks á framtíð efnahags- lífsins eða gjaldmiðils landsins. Vogunarsjóðir og stórir fjárfestar reikna með frekara falli pundsins og almennir fjárfestar eru margir hverjir að forða sér í öruggara skjól, með ekki mjög hagstæð- um afleiðingum fyrir pundið. Breska ríkið, rétt eins og evruríki á borð við Spán og Grikkland, hefur tekið háar fjárhæðir að láni, sem veldur því að fjár- málafólk hefur áhyggjur af því að ríkið geti staðið undir því að greiða allt þetta lánsfé til baka. Þar með skapast þessi þrýstingur á pundið, og ekki bæta áhyggj- ur af stjórnmálahorfunum úr. Pundið hefur fallið um 8 prósent gagn- vart dollar og 2 prósent gagnvart evru það sem af er árinu. Gagnvart dollar- anum hefur pundið ekki staðið verr í tíu mánuði. Gagnvart krónunni hefur pundið fall- ið um tæp fimm prósent frá ársbyrjun, eða úr 202 krónum niður í 193, en komst reyndar upp í 207 krónur seint í janúar . - gb Breska pundið fellur FALLANDI Verulegur þrýstingur hefur verið á breska pundið. NORDICPHOTOS/AFP SPARIGRÍS MEÐ VÍGTENNUR Undanfarið hafa auglýsingar hvatt Finna til að eyða áfram, þrátt fyrir ótta við kreppu. NORDICPHOTOS/AFP Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Kynntu þér málið á mp.is eða hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · Ármúla 13a Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir Þeir sem kunna að meta stuttar boðleiðir og skjóta ávarðanatöku ...eru fljótastir að flytja sig til okkar. Ágústa Finnbogadóttir, viðskiptastjóri Ármúla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.