Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR8 U M R Æ Ð A Vikurnar fyrir og eftir Loftlags- ráðstefnuna í Kaupmannahöfn í desember, var harkalega vegið að loftslagsvísindunum. Gagnrýn- endur fullyrtu að vísindamenn leyndu gögnum og að aðferða- fræði þeirra væri meingölluð. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsmál (IPCC), al- þjóðlegur hópur sérfræðinga sem hefur verið falið að meta ástand loftslagsbreytinga, hefur verið sökuð um hlutdrægni. Þessar árás- ir hafa slegið almenning víða um heim út af laginu. Ef sérfræðing- ar geta ekki komið sér saman um að loftlagsbreytingar séu vanda- mál, hvers vegna ættu ríkisstjórn- ir þá að eyða formúum í að bregð- ast við þeim? FÁMENNUR EN HÁVÆR HÓPUR Staðreynd málsins er sú að gagn- rýnendurnir eru fámennur en hávær hópur, sem beitir sömu brellum og hann hefur gert und- anfarinn aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa þeir ýkt vísindalegan ágreining stórlega í þeim tilgangi að stöðva aðgerðir gegn loftslags- hlýnun, í boði hagsmunaaðila á borð við Exxon Mobil. Margar nýlegar bækur sýna brögðin sem þeir sem afneita loft- lagsbreytingum beita. Merchants of Doubt (Kaupmenn efans) eftir Naomi Oerskes og Erik Conway kemur út um mitt þetta ár, og mun varpa skýru ljósi á bolabrögðin sem þeir grípa til. Höfundarn- ir sýna fram á að það eru sömu skemmdarverkamenn, sem hafa ítrekað reynt að rugla almenning í ríminu og kasta rýrð á vísinda- menn sem eru að reyna að koma í veg fyrir aðsteðjandi umhverf- isvá. Þessi hópur hefur fengið hljómgrunn hjá þeim sem aðhyll- ast kenningar um frjálsan markað, til dæmis The Wall Street Journal, sem endurómar skoðanir þeirra á leiðarasíðu sinni. Þeir sem berjast gegn aðgerðum í loftslagsmálum eru í mörgum til- fellum studdir af sömu hagsmuna- aðilum, einstaklingum og fyrir- tækjum sem lögðust á sveif með tóbaksframleiðendum til að gera lítið úr rannsóknum sem sýndu fram á orsakasamhengi milli reykinga og lungnakrabbameins. Síðar andmæltu þeir rannsóknum sem sýndu að brennisteinsoxíð frá kolaknúnum orkuverum yllu „súru regni“. Þegar í ljós kom að efni sem kallast klórflúrkolefni eyddi ósonlaginu, efndi sami hópur til rógsherferðar til að afskrifa þær niðurstöður líka. Síðar varði sami hópur tóbaks- risana vegna ásakana um að óbein- ar reykingar yllu krabbameini og fleiri sjúkdómum. Á 9. áratugnum fór þessi hópur að berjast gegn að- gerðum vegna loftlagsbreytinga. Það merkilega er að þrátt fyrir órökstuddar árásir á vísindi í 30 ár, ná þær enn að gera traust- ar staðreyndir tortryggilegar í augum almennings. Sannleikur- inn er sá að stórtæk peningaöfl standa á bak við þá sem afneita loftlagsbreytingum, hvort heldur sem það eru fyrirtæki, sem vilja ekki greiða aukinn kostnað vegna hertari reglna, eða frjálshyggju- menn sem eru á móti hvers konar íhlutunum ríkisvaldsins. AÐ ÞYRLA UPP RYKI Nýjasta árásarhrinan er tvíþætt. Í fyrsta lagi brutust tölvuhakkarar inn í rannsóknarmiðstöð um loft- lagsbreytingar á Englandi. Nokk- ur tölvuskeyti sem þeir stálu bentu til að sumar rannsóknir varð- andi loftslagshlýnun væru ekki nógu afdráttarlausar. Burtséð frá smáatriðum í því tiltekna máli voru umræddar rannsóknir ekki nema brotabrot af þeim yfirgnæf- andi fjölda rannsókna sem sýna hversu alvarlegur og aðkallandi vandi loftlagshlýnun af manna- völdum er. Í öðru lagi var augljós skekkja varðandi jökla í skýrslu IPCC. Rétt er að geta þess að IPCC gefur út þúsundir síðna af texta. Vafalít- ið má finna villur á þeim síðum. En villa í umfangsmikilli og flók- inni skýrslu IPCC er til marks um mannleg mistök en ekki nein grundvallarmistök í loftlagsrann- sóknum. Þegar tölvuskeytin og villurnar í skýrslunni voru opinberuð hófu leiðarahöfundur The Wall Street Journal herskáa áróðursherferð, þar sem loftlagsrannsóknum var lýst sem gabbi og samsæri. Þeir fullyrtu að vísindamenn skálduðu niðurstöður til að afla sér rann- sóknarstyrkja. Mér fannst þetta fáránleg ásökun á sínum tíma, í ljósi þess að vísindamennirnir sem lágu undir ámæli höfðu varið ævinni í að leita sannleikans og hafa alls ekki sankað að sér auði, sérstaklega samanbor- ið við jafningja þeirra í fjármálageiranum. Síðan mundi ég eftir því að þessi lína – að ráðast á vísindamenn undir því yfirskyni að þeir væru bara á höttunum eftir peningum – var nánast samhljóða þeirri sem The Wall Street Journal gaf út þegar þeir tóku upp hanskann fyrir tóbaks- framleiðendur, afneituðu súru regni, eyðingu ósónlagsins, skað- semi óbeinna reykinga og annarra spilliefna. Með öðrum orðum voru mótbárur þeirra gamlar tuggur sem þeir grípa kerfisbundið til, burtséð frá viðfangsefninu. FYRIRSJÁANLEG VIÐBRÖGÐ Það sem nú á sér stað eru fyrir- sjáanleg viðbrögð frjálshyggju- manna til að grafa undan vísind- um. Rök þeirra hafa verið hrakin ítrekað á undanförnum 30 árum, en með herskárri framgöngu tekst þeim oft að þyrla ryki í augum al- mennings og valda þannig töfum og ringulreið. Loftslagsvísindi eru merkileg fræðigrein. Miklir vísindamenn hafa á nokkrum áratugum lært að „lesa“ sögu jarðar í þeim tilgangi að skilja hvernig loftslagskerfið virkar. Þeir hafa hagnýtt sér eðl- isfræði, líffræði og nýjustu tækni til að auka skilning okkar. Skila- boðin eru skýr: óhófleg notkun á olíu, kolum og gasi stefnir líffræði og efnafræði jarðarinnar í voða. Við erum að hrinda af stað hættu- legum breytingum á loftslagi jarð- ar og efnafræði hafsins, sem gera fárviðri, þurrka og aðrar umhverf- isvár sem skaða matarbirgðir og lífsgæði í heiminum mun tíðari. Boðskapur IPPC og vísinda- manna er skýr: Við verðum að breyta orku-, samgöngu-, mat- væla-, iðnaðar- og byggingakerfi okkar til að draga úr hættulegum áhrifum mannsins á loftslagið. Það er ábyrgðarhluti að hlusta, skilja skilaboðin og bregðast síðan við. Höfundur er hagfræðipróf- essor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru Markaðarins. Ráðist á loftslagsvísindi Jeffrey D. Sachs Ú R F O R T Í Ð I N N I Kaupþing banki hélt upp á fimm ára afmæli sitt í október 1987. Á myndinni má sjá Pétur Blöndal, einn af stofnendum Kaupþings og núverandi alþingismann, taka í höndina á jafnaldra bank- ans í tilefni dagsins. Pétur var einn átta Íslendinga sem stofnuðu Kaupþing 1982. Fjórum árum síðar seldu stofn- félagarnir 49 prósent hlutabréfa sinna til sparisjóðanna. Sá hlut- ur var aukinn um eitt prósent árið 1990 og Búnaðarbanki Ís- lands eignaðist hinn helming- inn í bankanum. Sex árum síðar eignuðust sparisjóðirnir hlut Búnaðarbankans í Kaupþingi, sem var alfarið í þeirra eigu til ársins 2000 þegar Kaupþing banki hf. var skráður á Verð- bréfaþing Íslands. Kaupþing sameinaðist Bún- aðarbankanum á fyrri hluta árs 2003. Sameinaður banki var stærsti viðskiptabanki á Ís- landi. Í kjölfarið tók hann upp nafnið KB banki en því var aftur breytt í Kaupþing bank árið 2007. Ríkið tók Kaupþing yfir ásamt öðrum viðskiptabönkum í október 2008. Fyrir nokkrum mánuðum náðust samningar um að erlendir kröfuhafar tækju yfir eignir bankans og í fram- haldinu var nafni hans breytt í Arion bank. Kaupþing í rúman aldarfjórðung TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Pétur Blöndal, einn af stofnendum Kaupþings, tekur í höndina á jafnaldra bankans á fimm ára afmæli hans. MYND/BRYNJAR GAUTI SVEINSSON (LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR) 5.000 umslög af heppilegri stærð. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 2.000 bæklingar með afar djúpum pælingum. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Mikið verðfall hefur orðið á hótel- gistingu á Norðurlöndunum und- anfarið ár. Verðið hefur lækkað mest á hótelum í Stokkhólmi, eða 21 prósent, í Ósló nemur verð- lækkunin 19 prósentum og í Kaup- mannahöfn er nú 13 prósent ódýr- ara að gista á hóteli en fyrir ári. Fjallað er um málið í Jyllands- Posten. Þar segir að ástæður fyrir þessu mikla verðfalli séu einkum tvær. Í fyrsta lagi að fjármála- kreppan hafi gert það að verkum að viðskiptamenn fari nú mun minna milli landa. Í öðru lagi að fleiri hótelherbergi eru á mark- aðinum en áður, herbergi sem ákveðið var að byggja í góðær- inu fyrir þremur árum. Fram kemur í fréttinni að þró- unin á Norðurlöndunum fylgi því sem verið hefur að gerast ann- ars staðar í heiminum en verð hefur að jafnaði lækkað um 14% á heimsvísu. Er verð á hótelgist- ingu nú komið á sama stig og það var árið 2004. -fi Verðfall á gistingu á Norðurlöndum HÓTEL D’ANGLETERRE Nú er 13 prósentum ódýrara að gista á hóteli í Kaupmannahöfn en var fyrir ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.