Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 03.03.2010, Qupperneq 30
 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR6 Helsti kostur Ford Ka er einnig helsti löstur bílsins. Hann er lít- ill og búinn fáum aukahlutum sem gerir hann fremur ódýran og hag- kvæman í rekstri enda eyðir hann aðeins um fimm lítrum á hundrað kílómetrum. Hins vegar er venju- legt fólk orðið vant nokkrum lúxus í bílum á borð við rafdrifnum rúðum og fjarstýrðri samlæsingu. Slíkt er ekki að finna á ódýrustu týpu hins nýja Ford Ka en þó er hægt að kaupa samlæsingu sem aukahlut. Í bílnum eru þó vissulega ýmsir nytsamlegir eiginleikar á borð við öryggispúða, hálkuviðvörun, brekkubremsu, útvarp, geislaspil- ara og iPod-tengi. Auk þess eyðslu- mælir, ESP-stöðugleikastýrikerfi með spólvörn, ABS-hemlalæsivörn og IPS-öryggiskerfi. Hinn nýi Ford Ka er nokkuð breyttur í útliti að innan og utan og hefur fengið nokkuð sportlegt yfir- bragð. Hann er mun straumlínulag- aðri og ljósin gefa bílnum sterkan karakter. Mælaborðið er töffaralegt og gefur fyrirheit um nokkuð meiri lúxus en boðið er upp á. Ford Ka er þægilegur í akstri og lætur rafmagnsstýrið mjög vel að stjórn. Hann er lipur í umferðinni og vinnur alveg ágætlega úr þeim 69 hestöflum sem hann hefur yfir að ráða. Ekki sakar smæðin í mið- borginni því Ka getur hvar sem er fundið stæði. Smæðin verður hins vegar til þess að Ford Ka er ekki hentugur barnafólki heldur á betur heima í eigu einstaklinga eða barnlausra para. Sumarferðalagið ætti þó ekki að verða mikið vandamál fyrir eig- endur smábílsins enda er skottið furðanlega stórt miðað við stærð bílsins og rúmar vel tjald, svefn- poka og annan farangur. Á heildina litið er Ka snaggara- legur smábíll með fleiri kosti en galla. Skynsamlegur í snattið Nýr Ford Ka er nýlega kominn til landsins. Bíllinn er nokkuð breyttur í útliti að innan sem utan en heldur þó sömu eiginleikum. Hann er smár en knár og fullkominn í útréttingar í miðbænum. Mælaborðið er töffaralegt og öll útlits- hönnun innra rýmis nokkuð flott. Skottið í smábílnum er furðanlega stórt. Hinn nýi Ford Ka er sportlegur í útliti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYNSLUAKSTUR Ford Ka Vélarstærð: 1,2i Hestöfl/Nm: 69/102 Eyðsla, blandaður akstur: 5,1 l 0-100 km/klst: 13,1 sek Stærð farangursrýmis: 224 til 747 l PLÚS Nettur og lipur Lítil eyðsla Gott skott miðað við stærð MÍNUS Engin samlæsing eða rafmagn í rúðum. Félag íslenskra bif- reiðaeigenda, FÍB, er hagsmunafélag bif- reiðaeigenda. Það hefur beitt sér fyrir betri vegasamgöng- um og öryggismálum umferðarinnar bæði með betri skoðun far- artækja og almennu öryggi öku- manna og far- þega. www.fib.is Hefurðu gengið Strútsstíg? Skoðaðu ferðaúrvalið á utivist.is Laugavegi 178 - Sími: 562-1000 - www.utivist.is Skíðabox St i l l ing hf . · S ími 520 8000 www.st i l l ing. is · s t i l l ing@sti l l ing. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.