Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 10
10 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR • Nýir tímar, nýjar hugmyndir www.or.is Þinn styrkur – okkar framlag Orkuveita Reykjavíkur auglýsir eftir umsókn- um um styrki til mannúðar- og samfélags- mála, menningarmála, umhverfis- og útvistarmála og til íþrótta- og æskulýðsmála, þ.m.t. styrkjum til afreksfólks. Við vekjum sérstaka athygli á að eingöngu er hægt að sækja um styrk á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is Sækja skal um styrk fyrir 26. mars næstkomandi. ALÞINGI Þingmenn stjórnarand- stöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“. Sigmundur lét ummælin falla á Alþingi í gær og sagði að efnahagshrun fyrir einu og hálfu ári gæti ekki verið afsökun fyrir því að ekki hafi gengið betur á síðustu misserum. Hann hvatti ríki og sveitarfélög til „að draga ekki lappirnar“ og þvælast ekki fyrir og bregða fæti fyrir fram- kvæmdir. Sigmundur Ernir vitnaði í upp- lýsingar frá Samtökum atvinnu- lífsins um að 11.000 störf hefðu tapast á árinu 2008 og 2009 og að atvinnuleysi yrði tíu prósent á þessu ári og því næsta. „Þetta er óþolandi,“ sagði Sigmundur Ernir. Koma þyrfti eins mörgum fram- kvæmdum á framkvæmdastig og kostur er. Hann hvatti þingheim til að sýna samstöðu og koma atvinnu- lausum Íslendingum og verkefna- lausum verktökum til hjálpar. Í frammíkalli við ræðuna var Sigmundur Ernir spurður hvers vegna hann héldi ekki þessa ræðu á þingflokksfundi? „Ég er alltaf að því,“ svaraði hann. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæð- isflokki, sagðist taka undir hvert orð Sigmundar Ernis og fagnaði því að hann bæri út boðskap Sam- taka atvinnulífsins. Fram undan sé að skera niður um 50 milljarða í ríkisrekstri á næsta ári og því sé nauðsynlegt að skapa ný störf og afla nýrra gjaldeyristekna. Birkir Jón Jónsson, Framsóknar- flokki, sagði orð Sigmundar Ernis til marks um að „eldsvoðinn“ sem geisar innan VG hefði breiðst út til Samfylkingarinnar. Sigmundur Ernir hefði kaghýtt ríkisstjórnina fyrir framan alþjóð og væri greini- lega búinn að gefast upp á að tala við þingflokk Samfylkingarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, þakkaði Sig- mundi Erni hreinskilnina og sagðist taka undir með honum að atvinnuleysið væri áfellisdómur yfir stjórnvöldum og að ríki og sveitarfélög ættu ekki að þvælast fyrir framkvæmdum. peturg@frettabladid.is Ekki þvælast fyrir fram- kvæmdum Stjórnarþingmaður segir atvinnuleysið áfellisdóm yfir stjórnvöldum. Ríki og sveitarfélög eigi ekki að bregða fæti fyrir framkvæmdir. „Kaghýddi ríkis- stjórnina,“ segir stjórnarandstæðingur. SIGMUNDUR ERNIR Af hverju heldurðu ekki þessa ræðu yfir þingflokknum? var kall- að fram í ræðu þingmannsins í gær? Ég er alltaf að því, svaraði hann að bragði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STYTTIST Í BOLTANN Suður-afrískur fótboltaunnandi tók þátt í fögnuði í Durban í gær þegar hundrað dagar voru í heimsmeistaramótið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNARMÁL Sk ipu- lagsnefnd Akureyrar frestaði afgreiðslu erindis þar sem farið var fram á lóð til handa skyndi- bitastaðnum KFC í bænum vegna þess að ónógar upplýsingar fylgdu erindinu. Í yfirlýsingu sem Her- mann Jón Tómasson, bæjarstjóri Akureyrar, sendi Fréttablaðinu kemur jafnframt fram að skipu- lagsstjóra bæjarins hafi verið falið að afla frekari upplýsinga. Erindið sem skipulagsnefnd frestaði á fundi sínum 10. þessa mánaðar var frá Helga Vilhjálms- syni, eiganda KFC, en Helgi er einnig oft kenndur við sælgætis- gerðina Góu. Hermann segir að þótt tilgreind hafi verið stærð lóðar í umsókn Helga hafi skort upplýsingar um fyrirhugaða byggingu, hæð hennar og umfang, sem og um þörf fyrir aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu ökutækja. „Akureyri er einn alvinsælasti áfangastaður ferðafólks á Íslandi og hefur vaxið mjög sem slíkur á síðustu árum. Veitingastaður KFC yrði því kærkomin viðbót í blóm- lega flóru veitingahúsa hér í bæ, bæði fyrir ferðafólk og heima- menn,“ skrifar Hermann og segir að því beri að fagna erindi Helga Vilhjálmssonar. „Og þegar frek- ari gagna hefur verið aflað mun það að sjálfsögðu hljóta eðlileg- an framgang hjá skipulagsnefnd. Akureyringar geta alltaf á sig blómum bætt.“ - óká Bæjarstjóri Akureyrar bíður gagna frá Helga í Góu: Segir KFC vera kær- komna viðbót í bæinn ALÞINGI „Við tryggjum ekki atvinnu og velferð í landinu nema við hætt- um að tipla á tánum í kringum kröfuhafa og útrásarvíkinga,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í umræðum á Alþingi í gær. Hún sagði að við þessar aðstæð- ur væri það meðal brýnna atvinnu- skapandi aðgerða „að setja „skuld- sett fyrirtæki fjárglæframanna í þrot. Hér á landi hafa fjárfestar fyrst og fremst áhuga á að kaupa stórfyrirtæki,“ sagði Lilja. „Velta má fyrir sér hvers vegna ákveðn- ir fjárfestar hafa svo mikið fjár- magn milli handanna. Líklegast er að þetta fé sé tilkomið í gegnum skuldsettar yfirtökur fjárfesting- arfélaga á rekstrarfélögum sem nú eru tæmd af öllum eignum.“ Lilja sagði nauðsynlegt að setja þessi fjárfestingarfélög og eignar- haldsfélög sem fyrst í þrot til þess að hægt verði að „þjóðnýta illa fengið fé og til þess að tryggja að þeir sem best eru til reksturs falln- ir eignist rekstrarfélögin þegar þau fara í sölu“. - pg Lilja Mósesdóttir vill að hætt verði að tipla á tám í kringum útrásarvíkinga: Vill setja skuldsett félög í þrot LILJA MÓSESDÓTTIR Hún segir það mikilvæga forsendu endurreisnar að setja skuldsett fjárfestingarfélög í þrot. LÖGREGLUMÁL Ein þeirra fimm líkamsárása sem kærðar voru til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu eftir síðustu helgi átti sér stað þegar tapsár íþróttamað- ur gekk af velli eftir leik og sló til áhorfanda. Ekki hafa fengist upplýsing- ar um það á hvaða kappleik þetta átti sér stað. Áhorfandinn slasað- ist ekki en kærði samt árásina. Þá voru tvær tennur slegnar úr tvítugum pilti. Árásarmaðurinn, sem er nokkrum árum eldri, var handtekinn og færður í fanga- geymslu. Loks má nefna konu á sjötugs- aldri sem handtekin var eftir að hafa látið ófriðlega á öldurhúsi. Hún hafði slegið bæði til starfs- manna og gesta. - jss Líkamsárásir kærðar: Tapsár íþrótta- maður sló til áhorfanda DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fé úr raftækjaverslun. Maðurinn var rekstrarstjóri í versluninni Johan Rönning ehf. á Reyðarfirði. Hann seldi við- skiptavini raftæki úr verslun- inni fyrir 377 þúsund krónur. Rekstrarstjórinn lét viðskiptavin- inn leggja peningana inn á sinn eigin reikning og notaði þá í eigin þágu. Jafnframt reyndi hann að rangfæra birgðabókhald. - jss Rekstrarstjóri dæmdur: Sveik fé út úr raftækjaverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.