Fréttablaðið - 03.03.2010, Page 27

Fréttablaðið - 03.03.2010, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 3 „Umferð um Heiðmörk hefur aug- ljóslega aukist eftir bankahrunið 2008,“ segir Kristín sem frá því í júlí 2008 hefur unnið að því að meta hana til fjár sem umhverf- isauðlind. Það er hennar doktors- verkefni og hún beitir fjölbreyttum rannsóknaraðferðum, meðal ann- ars hefur hún gert könnun meðal notenda. „Ég fór fjörutíu og níu sinnum í Heiðmörkina á ýmsum tímum, stoppaði fjóra klukkutíma í senn og spurði alla vegfarendur náið út í þann kostnað sem þeir legðu í til að komast á svæðið og hversu mikl- um tíma þeir eyddu í ferðina,“ lýsir hún. Ánægjuna sem fólk hafði af heimsóknunum reyndi hún þó ekki að verðmeta. „Við ætlum að reyna að fá ánægjuna inn í næstu könnun og átta okkur á hvaða gildi Heið- mörkin hefur fyrir þjóðina,“ segir hún bjartsýn og vísar þar til net- könnunar sem á næstunni fer út til 4.000 manna úrtaks á öllu land- inu. „Þó svo fólk búi fjarri svona stað þá getur það haft skoðanir á honum. Það vill kannski eiga val- kost um að njóta hans í framtíðinni og vernda hann vegna jarðfræði og annarra náttúrulegra þátta,“ segir hún. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem gerð er hérlend- is en Kristín segir þær vel þekkt- ar erlendis. „Í Bandaríkjunum hefur hagrænt mat á náttúrugæð- um þekkst lengi og þar hefur ekki verið ráðist í stórframkvæmdir síðustu fjörutíu ár öðruvísi en að það færi fram.“ Kristín kveðst hafa dvalið um tíma í umhverfis-, auð- linda- og hagfræðideild Berkley- háskóla í Bandaríkjunum sem hafi verið leiðandi á þessum sviðum í áratugi og þaðan fáist mikil sér- fræðiþekking. Leiðbeinandi henn- ar hér er Ragnar Árnason prófess- or. Rannsóknin er styrkt af Rannís, Landsvirkjun og eigendum Heið- merkur; Garðabæ, Reykjavík og Orkuveitu Reykjavíkur. Skógrækt- arfélög hafa umsjón með svæðinu, meðal annars landnemareitum sem félagasamtökum var úthlutað á síðustu öld. Doktorsritgerðinni býst Kristín við að ljúka á þessu ári. „Þá verða eigendurnir komnir með ágætt plagg til að stýra eftir þegar þeir taka ákvarðanir um nýt- ingu og verndun svæðisins í fram- tíðinni,“ segir hún. gun@frettabladid.is Verðgildi Heiðmerkur í krónum og aurum Heiðmörkin er útivistarperla í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem fólk gengur að vísri. Kristín Eiríks- dóttir, doktorsnemi í umhverfishagfræði við HÍ, vinnur að því að verðmeta gæði hennar í óbreyttri mynd. „Þó svo fólk búi fjarri svona stað þá getur það haft skoðanir á honum. Það vill kannski eiga valkost um að njóta hans í framtíðinni og vernda hann vegna jarðfræði og annarra náttúrulegra þátta,“ segir Kristín um Heiðmörkina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR „Strax eftir mótið í fyrra voru allir orðnir mjög spenntir fyrir næsta móti. Þetta er alveg frábær uppákoma sem vex með hverju árinu,“ segir Kolbrún Jónsdóttir, sem ásamt Brynju Þor- steinsdóttur er skipuleggjandi Kempu- móts Striksins á skíðum í Hlíðarfjalli, sem haldið er um helgina. Að sögn Kolbrúnar átti Brynja hug- myndina að mótinu, en hún er gömul landsliðskempa í skíðaíþróttum. „Henni datt í hug að safna saman fólki sem æfði eða keppti á skíðum en er hætt því fyrir einhverju síðan. Mótið tókst rosalega vel í fyrra og því ekkert til fyrirstöðu að halda það á nýjan leik,“ segir Kolbrún. Á Kempumótinu verður keppt í stór- svigi og samhliðarsvigi í nokkrum flokkum og einnig í liðakeppni. Allar kempur sem eru þrjátíu ára eða eldri eru hvattar til að skrá sig til leiks, en þó verður gerð undantekning fyrir skíðafólk á aldrinum 25 til 29 ára ef minnst tvö ár hafa liðið síðan það hætti keppni. Í fyrra mættu um fimm- tíu kempur til leiks en Kolbrún segir allt stefna í að keppendur verði hátt í hundrað í ár. „Á síðasta ári var elsti keppandinn 65 ára gamall og honum fannst þetta alveg æðislegt. Núna höfum við auglýst mótið nokkuð vel, bæði á Facebook og víðar, og búumst því við miklu fjöri.“ Mótið hefst með léttri skíðaæfingu og „fararstjórafundi“ upp á gamla mát- ann á föstudag. Að keppni lokinni á laugardag verður svo efnt til lokahófs þar sem lofað er kvöldverði, verð- launaafhendingu og skemmtun fram eftir nóttu. Keppnisgjald er 3.000 krónur og fer skráning fram í gegnum netfangið skidakempur@gmail.com. - kg Skíðakempur keppa á Akureyri KEMPUMÓT STRIKSINS VERÐUR HALDIÐ Í HLÍÐARFJALLI UM HELGINA. Góð stemning á Kempumótinu í fyrra. NÖFN ÞEIRRA SEM VERSLA CINTAMANI VÖRUR Í VERSLUNUM OKKAR Í AUSTURHRAUNI OG KRINGLUNNI FARA Í LUKKUPOTT. VINNINGURINN ER FERð MEð HARALDI ERNI UPP Á HVANNADALSHNJÚK! DREGIð 15 MARS. VILTU VINNA FERð Á HVANNADALSHNJÚK?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.