Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 1
6. mars 2010 — 55. tölublað — 10. árgangur Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Leitin að svarta gullinu DREKASVÆÐIÐ 36 MOTTU-MARS 24 Paul Dano aðalleikari í The Good Heart saknar Íslands VIÐTAL 42 Skeggnælur til sölu við alla kjörstaði Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG MYNDIR ÁRSINS 2009 MYNDIR 40 Sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefst í dag FÓLK Bragi Þór Hinriksson og Sverrir Þór Sverrisson ætla að brjóta blað í íslenskri kvik- myndasögu með því að taka næstu mynd um Sveppa og ævintýri hans í þrívídd. Þetta verður í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd verður tekin á þennan hátt. - fgg/ sjá síðu 70 Sveppi brýtur blað: Íslensk kvik- mynd í þrívídd ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR OG ANDRI SNÆR MAGNASON Á RÖKSTÓLUM FÓLK 26 matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTA BLAÐSINS UM MA T ] mars 2010 Ævintýralegar skreytingar Mæðgur á Akranesi leggja allt sitt í barnaafmælin. SÍÐA 7 K kk Vinsælar vöfflur Systkinin Hanna Hul da og Hafliði Hafþórsbörn búa til afbragðsgóðar vöffl ur. SÍÐA 8 Viltu vera í okkar liði? Vélamaður í lyfjapökkun - Actavis hf. leitar að vélamanni í pökkunardeild fyrirtækisins. Starfið felur í sér stillingar og breytingar á flóknum vélbúnaði og uppsetningu á vélum fyrir mismunandi keyrslur. Starfsfólk í pökkunardeild fer í gegnum mikla þjálfun og við leitum að einstaklingi sem getur tileinkað sér nákvæm og sérhæfð vinnubrögð ásamt því að geta unnið hratt undir álagi. Unnið er á þrískiptum vöktum á virkum dögum, viku í senn á dag- og kvöldvöktum en fjóra daga þegar um er að ræða næturvaktir. Við leitum að élf ð Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Actavis hf. er eitt af dótturfyrirtækjum samstæðunnar og er framleiðslueining fyrirtækisins hér á Íslandi. Fyrirtækið er staðsett í Hafnarfirði og hjá okkur starfa um 290 starfsmenn, flestir á framleiðslu- og gæðasviðum. Við leitum að konum jafnt sem körlum í eftirfarandi störf:Hugbúnaðarsérfræðingur - Actavis hf. leitar að sjálfstæðum og þjónustuliprum hugbúnaðarsérfræðingi með reynslu af greiningu og þróun upplýsingakerfa. Starfið felur meðal annars í sér þjónustu og viðhald á upplýsingakerfum Actavis á Íslandi, samskipti við ráðgjafa og þjónustufyrirtæki Actavis, ásamt því að aðstoða starfsmenn við daglega vinnu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Við leitum að kerfis- eða tölvunarfræðingi, en einnig kemur einstaklingur með sambærilega menntun til greina. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af upplýsingakerfum (fjármála- og birgðakerfum), kerfisgreiningu og forritun. Þekking á gagnagrunnum eins og SQL og Oracle er kostur. Einnig er mikilvægt að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustulund. Það er800 7000 – siminn.is Vettvangsþjónusta Fyrirtækjasviðs: Rafiðnaðarmaður óskastVið leitum að kraftmiklum einstaklingi með rafiðnaðarmenntun til Vettvangs-þjónustu Fyrirtækjasviðs. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka færni, allt frá því að finna og rekja línur upp í uppsetningar á hýstum símkerfum.Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni: · Uppsetning og viðhald á vörum Símans s.s.POTS, ISDN, ADSL, TV og IP tengingar · Uppsetning og viðhald á hýstum VOIPsímkerfum hjá fyrirtækjum · Tæknileg aðstoð við sölumenn · Kennsla á lausnir Símans Hæfniskröfur: · Rafiðnaðarmenntun með áherslu á tölvur er nauðsynleg· Reynsla af innanhússlögnum nauðsynleg · Reynsla af einkasímstöðvum æskileg · Vera fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð og þekkingu· Geta tekið af skarið og unnið sjálfstætt · Sérstaklega lipur í mannlegum samskiptumog þjónustulundaður · Eldmóður, heilindi, frumkvæði og fagleg vinnubrögð Upplýsingar í síma 550 7764 frá kl. 14.00-16.00 alla virka daga. Í umsókn skal koma fram lýsing á náms- og starfsferli, sem og nöfn og símanúmer meðmælenda. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Umsóknir skulu berast á rafrænu formi í gegnum heimasíðu Símans, www.siminn.is. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2010 E N N E M M / S Í A / N M 4 1 2 2 5 Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 SAM-FRÍMÚRARAREGLAN OPNAR DYR SÍNAR Í DAG HELGAREFNI 32 STJÓRNMÁL Samningaviðræður um lausn Icesave-málsins við Breta og Hollendinga halda áfram eftir helgi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk í gær stað- festingu á því bréfleiðis frá fjár- málaráðuneytum ríkjanna að þau væru staðráðin í að halda viðræð- unum áfram. Að ósk íslenskra yfirvalda verð- ur hlé á viðræðunum yfir helgina á meðan þjóðaratkvæðagreiðslan um gildandi Icesave-lög fer fram. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er útlit fyrir að íslenska samninganefndin haldi til London að nýju strax eftir helgi. Skoðanakannanir hafa bent til að Icesave-lögin frá desember á síð- asta ári verði kolfelld í atkvæða- greiðslunni í dag. Ber mönnum ekki saman um hvaða afleiðingar slík niðurstaða hefur á frekari samningaumleitanir. Sumir telja að samningsstaða Íslands muni styrkjast en aðrir óttast að feng- inn árangur í viðræðum síðustu vikna verði fyrir bí. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, hafnar því í viðtali við Fréttablaðið í dag að atkvæða- greiðslan sé marklaus, líkt og leið- togar ríkisstjórnarflokkanna hafa haldið fram. Þá segir hann að ákvörðun hans um að vísa málinu til þjóðarinnar hafi skilað því að nú séu allir, jafnt Íslendingar sem viðsemjendur þeirra, sammála um að Icesave-samkomulagið frá því í fyrra hafi ekki verið sanngjarnt. Markmið atkvæðagreiðslunnar er að fá fram afstöðu þjóðarinnar til laga nr. 1/2010 eins og stjórn- arskráin mælir fyrir um. Á kjör- seðli verður spurt hvort lögin eigi að halda gildi eða falla úr gildi. Meirihluti atkvæða af landinu öllu ræður úrslitum og vægi atkvæða er jafnt. Ef meirihluti svarar ját- andi halda lögin gildi sínu. Ef meirihluti svarar neitandi falla lögin úr gildi. Kjörstaðir verða víðast hvar opnaðir klukkan níu í dag og stend- ur kjörfundur til tíu í kvöld. Fljót- lega eftir tíu er fyrstu talna að vænta. Sjónvarpið sendir út sér- stakan fréttatíma vegna talning- arinnar. Í gærkvöldi höfðu ríflega tólf þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Það er svipað- ur fjöldi og kaus utan kjörfundar fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Þá var heildarkjörsókn um 85 pró- sent. - bþs, kóp, sh / sjá síðu 2 Viðræðurnar halda áfram eftir helgina Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans fer fram í dag. Kosið er um gildi Icesave-laganna frá í desember. Hlé var gert á samningaviðræðum við Breta og Hollendinga vegna atkvæðagreiðslunnar. Viðræðurnar halda áfram eftir helgi. HVAÐ Á AÐ KJÓSA? Íslendingar ganga í dag að kjörborðinu og greiða atkvæði um Icesave-lögin. Sumir tóku forskot á sæluna og greiddu atkvæði utan kjörfundar, þeirra á meðal var þessi maður, sem lagði leið sína í Laugardalshöllina í gær. Af svipnum má ráða að valið hafi ekki endilega verið auðvelt. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.